Vill skella rauðum viðvörunum á brennuna
Þá er komið að því að fá nokkra útvalda aðila til að skila inn ársuppgjörinu. Það er Alexandra Jóhannesdóttir, sveitarstjóri á Skagaströnd, sem ríður á vaðið en hún tók við sem sveitarstjóri fyrir fjórum árum og endurnýjaði ráðningarsamninginn í sumar að loknum sveitarstjórnarkosningum.
Hver er maður ársins? Tumi vinur minn og samstarfsmaður hjá sveitarfélaginu sem ættleiddi hundinn minn á miklum álagstímum í haust og gerði mér lífið talsvert þægilegra.
Hver var uppgötvun ársins? Ég enduruppgötvaði ást mína á klökum – ekki flókin uppgötvun en ansi ljúf.
Hvað var lag ársins?Samkvæmt Spotify var það Sorry með Halsey – ég hef greinilega verið eitthvað full iðrunar.
Hvað var broslegast á árinu? Geymslur og fiskurinn Vigfús.
Hvers er eftirminnilegast frá árinu 2022 – eða best? Óvænt afmælisferð til systur minnar í Svíþjóð.
Varp ársins?Armchair Expert.
Hverju viltu skella á brennuna og hvers vegna? Rauðum viðvörunum.
Hvað viltu sjá gerast árið 2023? Áframhaldandi uppbyggingu á ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra og meiri samtakamátt á svæðinu í þeim efnum!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.