A-Húnavatnssýsla

Fjárfestahátíð fór fram út björtustu vonum

Annað árið í röð komu helstu fjárfestar landsins saman á Siglufirði undir lok marsmánaðar til fundar við frumkvöðla í orku-, auðlinda- og umhverfismálum. Fjárfestahátíð Norðanáttar fór fram þann 29. mars síðastliðinn og segja aðstandendur hátíðarinnar að vegna þess hversu vel tókst til fyrir ári síðan, hafi verið ákveðið að stækka hátíðina og höfða til frumkvöðla og fjárfesta hvaðan æva að landinu.
Meira

Stefnt að opnun Hótel Blönduóss um miðjan maí

Það er ekki langt síðan nýir eigendur eignuðust Hótel Blönduós og hófu þar gagngerar endurbætur. Hótelið gamla, sem staðsett er á fallegum stað í Gamla bænum á Blönduósi, er nú óðum að taka á sig glæsilega mynd. Á nýlegri heimasíðu hótelsins segir að dyr hótelsins verði opnaðar þann 15. maí næstkomandi. Af því tilefni er boðið upp á glæsileg opnunartilboð sem gildir ef bókuð er gisting daga 15. maí til 7. júní.
Meira

Er einhver búinn að gleyma leiknum í kvöld...?

Það er hátíðardagur á Króknum í dag, laugardag í páskahelginni, og ástæðan er að sjálfsögðu körfubolti. Fyrsti heimaleikur Tindastóls í úrslitakeppninni fer fram í kvöld og mótherjarnir eru Keflvíkingar. Tindastóll vann fyrsta leik liðanna sl. miðvikudagskvöld eftir framlengingu og því mikið undir hjá báðum liðum í kvöld. Í gær var Síkið og næsta nágrenni gert klárt fyrir veisluna.
Meira

Stefnir í fjölgun verkefna hjá Sýslumanninum á Blönduósi

Lagafrumvarp um flutning verkefna Innheimtustofnunar sveitarfélaga, m.a. tengt innheimtu meðlaga, til sýslumannsins á Norðurlandi vestra, vegna samlegðar við verkefni innheimtumiðstöðvarinnar á Blönduósi sem er á ábyrgð embættisins, hefur verið lagt fyrir Alþingi. Þar er miðað við að verkefni Innheimtustofnunar færist yfir til sýslumanns 1. janúar 2024.
Meira

Védís Huld Sigurðardóttir sigraði í slaktaumatölti Meistaradeildar KS

Keppni í slaktaumatölti T2 í Meistaradeild KS í hestaíþróttum fór fram á Sauðárkróki sl. miðvikudagskvöld, 5. apríl. Á Facebooksíðu keppninnar segir að A-úrslitin hafi verið gríðarlega skemmtileg og fór svo að Védís Huld Sigurðardóttir, þjálfari á Sunnuhvoli í Ölfusi, og Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum sigruðu örugglega með 8.04 og er það annað árið í röð sem þau sigra þessa grein. Með Védísi á palli voru þeir feðgar, Bjarni Jónasson og Finnbogi Bjarnason.
Meira

Matvælastefna sem tryggir fæðu- og matvælaöryggi

Í þingsályktunartillögu sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur lagt fram um matvælastefnu fyrir Ísland er mörkuð stefnan til ársins 2040 og er ætlað að vera leiðarstef í ákvarðanatöku til að auka megi verðmætasköpun í innlendri matvælaframleiðslu, tryggja fæðu- og matvælaöryggi og auka velferð fólks í sátt við umhverfi og náttúru.
Meira

Prýðilegur apríl framundan, segja Dalbæingar

Veðurklúbbur Dalbæjar fundaði þann 5. apríl 2023 en þar voru mætt þau Haukur Haraldsson, Bergur Þór Jónsson, Hörður Kristgeirsson, Magnús Gunnlaugsson, Ragnhildur Von Weisshappel, Kristján Loftur Jónsson og Þóra Jóna Finnsdóttir. Spámenn telja að apríl komi með meira vor norður í land.
Meira

Föstudagurinn langi

Föstudagurinn langi er síðasti föstudagur fyrir Páska. Þá minnast kristnir menn píslargöngu Jesú krossfestingar hans og dauða á krossi en samkvæmt guðspjöllunum gerðust þessir atburðir á síðasta föstudag fyrir Páska. Þá var Jesú krossfestur ásamt tveimur ræningjum sem höfðu einnig verið dæmdir til krossfestingar.
Meira

Samstarfsyfirlýsing undirrituð vegna uppbyggingar hótels á Skagaströnd

Það hefur lengi verið í bígerð að koma á fót hótelstarfsemi á Skagaströnd og fyrir tæpu ári síðan var sagt frá því að stefnt væri að því að breyta gömlu húsnæði Síldarverksmiðju ríkisins á Skagaströnd í hótel. Nú í gær, réttu ári síðar, var samþykkt samstarfsyfirlýsing á fundi sveitarstjórnar Skagastrandar, milli sveitarfélagsins og Fasteignafélagsins Þingeyrar, um undirbúning að uppbyggingu á glæsilegu hóteli á Skagaströnd. Hótelið hefur hlotið vinnuheitið Herring Hotel.
Meira

Elskar að velta sér upp úr drullu!

Það þekkja flestir hana Sigríði Elfu sem býr á Króknum og vinnur á leikskólanum Ársölum. Sigríður Elfa er dóttir Eyjólfs Sveinssonar vinnuvélastjóra og Ingibjargar Axelsdóttur og er elst af fjórum systkinum. Sigríður Elfa sést oft hjóla um bæinn með hund sér við hlið sem virðist hlýða henni í einu og öllu eins og góður hundur á að gera með eiganda sínum. Hann lætur það sem á vegi þeirra verður ekki laða sig út í einhverja vitleysu heldur fylgir henni hvert sem Sigríður Elfa fer. Þessi litla snót heitir Loppadís og er í daglegu tali kölluð Loppa. Loppa er íslenskur fjárhundur með dass af Border Collie og kannski einhverju smá fleiru.
Meira