A-Húnavatnssýsla

"Skemmtilegast finnst mér að prjóna á litla fólkið í kringum mig"

Sigurbjörg Kristrún eða Kristrún eins og hún er oftast kölluð er fædd og uppalin í Skagafirði og hefur búið þar nánast allt sitt líf. Kristrún hefur unnið á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki í um 30 ár og unnið við hin ýmsu störf þar. Hún útskrifaðist sem sjúkraliði 1996 og svo sem hjúkrunarfræðingur árið 2000, Kristrún segir að hún hefði ekki getað valið betri starfsvettvang því þetta er fjölbreytt og afar gefandi starf.
Meira

Matmikil gúllassúpa og Ronjubrauð

Matgæðingar vikunnar í tbl. 6 voru Þyrey Hlífarsdóttir og Dagur Þór Baldvinsson í Víðiholti. Þau eiga þrjú börn, Evu Rún, Hlífar Óla og Baldvin Orra. Þyrey og Dagur eru bæði Skagfirðingar, Þyrey frá Víðiholti og Dagur frá Sauðárkróki. Þyrey er kennari í Varmahlíðarskóla og Dagur er hafnarstjóri Skagafjarðarhafna. Á þeirra heimili er mikið eldað af mat og höfum við gaman af því að halda matarboð og fá fjölskyldu og vini til okkar í mat. „Ef ég myndi segja að við hjónin værum jafn dugleg að elda þá væri það bara alls ekki satt. Við getum orðað það þannig að annað okkar er meira fyrir að elda matinn og hitt gerir meira af því að borða matinn,“ segir Þyrey.
Meira

Húnabyggð hlaut hvatningarverðlaun á Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar

Á heimasíðu northiceland.is segir að uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi hafi farið fram í gær, fimmtudaginn 26. október, og hafa þau ferðaþjónustufyrirtæki sem eru aðilar í Markaðsstofu Norðurlands kost á að fara í þessa ferð. Uppskeruhátíðin er haldin á hverju hausti og markmiðið að skoða nýtt svæði á hverju ári. Að þessu sinni var Austur-Húnavatnssýsla fyrir valinu og fyrirtæki innan svæðisins heimsótt sem fá í leiðinni tækifæri til að kynna sig og sína starfsemi og mynda ný tengslanet innan ferðþjónustunnar. Farið var í heimsóknir til ýmissa fyrirtækja í Vatnsdal, á Skagaströnd og á Blönduósi. Auk þess voru áhugaverðir staðir skoðaðir, til dæmis nýr útsýnisstaður í Vatnsdalshólum og Þrístapar þar sem Magnús frá Sveinsstöðum sagði eftirminnilega frá síðustu aftökunni á Íslandi. 
Meira

Starfsfólk Byggðasafns Skagafjarðar tók á móti 69 þúsund gestum

Nú er öðru viðburðaríku og annasömu sumri lokið hjá Byggðasafni Skagfirðinga. Frá og með 21. október lauk formlegum opnunartímasafnsins en verður það áfram opið eftir samkomulagi í vetur. Nú skiptir starfsfólk safnsins um gír og fer að huga að haustverkum, faglegu innra starfi og láta sig hlakka til að standa fyrir skemmtilegum viðburðum fyrir nærsamfélagið.
Meira

Hugleiðing slökkviliðsstjóra í Húnaþingi vestra

Fyrir um mánuði síðan tók ég við starfi slökkviliðsstjóra hér í Húnaþingi og hef verið að koma mér inn í málin hér í sveitarfélaginu ásamt því að kynnast fólkinu, bæði hér í ráðhúsinu og strákunum í slökkviliðinu. Því eins og staðan er í dag eru eingöngu karlmenn í liðinu okkar en því þurfum við að breyta og fylgja betur tíðarandanum í þjóðfélaginu. Sl. 15 ár hafa konur komið sterkar inn, bæði í hlutastarfandi slökkviliði sem og atvinnuliði bæði erlendis og hér heima. Auglýst var um daginn eftir nýju fólki og ég vil hvetja fólk af öllum kynjum til að sækja um og bind ég vonir um að við fáum fjölbreyttari hóp inn fyrir árið 2024.
Meira

Þriðja umferð í Kaffi Króks mótaröðinni í pílu var í vikunni

Þriðja innanfélagsmót Pílukastfélags Skagafjarðar þetta haustið var sl. þriðjudag og mættu 16 einstaklingur til leiks. Keppt var í þrem deildum þar sem niðurröðun í deildir fót eftir gengi hvers og eins á öðru móti sem haldið var miðjan október. 
Meira

Framtakssamir 8. bekkingar í Árskóla

Á Facebook-síðu Árskóla í Skagafirði var skemmtileg færsla með myndum sett inn í gær. Þarna höfðu framtakssamir krakkar úr 8. bekk tekið sig til og smíðað flotta kassabíla í smíðatímum hjá Maríu smíðakennara. Krakkarnir afhentu svo skólanum bílana til afnota í frímínútum og má sjá á meðfylgjandi myndum þessa feykiflottu bíla sem eiga eftir að skemmta mörgum krökkum í Árskóla í komandi framtíð.
Meira

Umsjónarmaður með Málmey í Skagafirði

Páll Magnússon hefur látið af störfum sem umsjónarmaður með Málmey. Skagafjörður auglýsir því  eftir umsjónarmanni með Málmey á Skagafirði. Málmey er stærsta eyjan á Skagafirði, um 160 ha að stærð. Hún er fremur láglend en hækkar til norðurs. Sunnanvert er eyjan úr móbergi en norðurhlutinn er hraundyngja. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur lagt til að Málmey verði sett á framkvæmdaáætlun (B-hluta) náttúruminjaskrár, sbr. 33. gr. laga um náttúruvernd. Útbreiðsla hvannar er mikil í eyjunni. Mikilvæg sjófuglabyggð er á Málmey og þar kæpa um 90% af útselum Norðvesturlands og um 6,5% af heildarstofninum.
Meira

Staða íslensks landbúnaðar

Á Byggðarráðsfundi sem fram fór 25 október samþykktu Byggðarráð Skagafjarðar og Stjórn Búnaðarsambands Skagafjarðar sameiginlega áskorun á nýskipaðan starfshóp þriggja ráðuneytisstjóra,matvælaráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis og innviðaráðuneytis. Þessum starfshópi er ætlað að leggja mat á og koma með tillögur til úrbóta vegna sífellt erfiðari rekstrarskilyrða í landbúnaði. Þar vegur þyngst verulega aukinn fjármagnskostnaður og miklar verðhækkanir á aðföngum.
Meira

Uppsetning á nýju fuglaskoðunarhúsi á Spákonufellshöfða í fullum gangi

Það gekk mikið á hjá verktökum á Skagaströnd þegar starfsmaður SSNV var á ferðinni um daginn. Uppsetning á nýju fuglaskoðunarhúsi á Spákonufellshöfða var í fullum gangi en þetta verkefni hlaut styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og er húsið hannað af Auði Hreiðarsdóttur, arkitekt.
Meira