Dýrið og Blíða er fyrsta verkefni Leikfélags Blönduóss í níu ár
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
23.04.2023
kl. 12.13
„Dýrið og Blíða er fjölskylduleikrit frá 1951, byggt á ævintýrinu sígilda. Disney-myndin vinsæla byggir á sömu sögu en efnistökin eru nokkuð ólík. Höfundur verksins [Nicholas Stuart Gray] er eitt ástsælasta barnaleikskáld Breta og verkið er leiftrandi af breskum húmor. Ævintýrið er fallegt og aðeins sorglegt, smekkfullt af töfrum. Verkið hentar allri fjölskyldunni nema kannski allra yngstu börnunum,“ sagði Sigurður Líndal, leikstjóri, þegar Feykir spurði hann út í verkið sem Leikfélag Blönduóss frumsýnir laugardaginn 29. apríl. Í spjalli Feykis við Evu Guðbjartsdóttur, forynju félagsins, hvetur hún heimafólk til að mæta í leikhús. „Ykkar stuðningur skiptir menningarlíf samfélagins öllu máli, því án leikhúsgesta er ekkert leikhús.“
Meira