A-Húnavatnssýsla

Yfir og allt um kring

Menntun er jafnréttismál, lýðheilsumál, umhverfismál, byggðamál og atvinnumál. Menntun er í raun ótal margt fleira því hún er yfir og allt um kring í öllu sem við gerum. Lífið er í raun eitt lærdómssamfélag, samfélag sem við lifum og hrærumst í um leið og við menntumst, formlega og óformlega. Svo lengi lærir sem lifir segir máltækið. Ef við viljum að íbúar landsins hljóti menntun og verði stöðugt færari um að takast á við áskoranir í síbreytilegu þjóðfélagi í örum vexti verðum við að hlúa sérstaklega vel að umhverfi og aðbúnaði unga fólksins okkar sem og allra hinna sem í nám sækja. Við verðum að skapa fjölmörg tækifæri, gefa svigrúm fyrir nýsköpun og stöðugt rýna í, breyta og bæta þau menntunartækifæri sem í boði eru.
Meira

Hrútur frá Sveinsstöðum hlutskarpastur

Fjárrækarfélag Sveinsstaðahrepps hélt vel heppnaða hrútasýningu fimmtudaginn 5. október síðast-liðinn í hesthúsinu að Hvammi II, þar sem Haukur og hans fólk tóku vel á móti fólki. Góð stemming og fjölmenni kom til að fylgjast með. Alls voru hrútar frá níu bæjum sem tóku þátt.
Meira

Húnaþing vestra auglýsir eftir aðilum til að stunda vetrarveiðar á ref veturinn 2023/2024

Á heimasíðu Húnaþings vestra auglýsir sveitarfélagið eftir aðilum til að stunda vetrarveiðar á ref á sex svæðum. Um er að ræða Vatnsnes, Vesturhóp, Miðfjörður, Víðidalur, Hrútafjörður austan og Hrútafjörður vestan og verður einn aðili ráðinn á hvert svæði.
Meira

Líf og fjör í björgunarsveitarstarfinu

Björgunarsveitin Skagfirðingasveit lá sannarlega ekki í dvala yfir sumarið. Verkefnin voru mörg, tilgangur þeirra margvíslegur og samstarf við hina ýmsu aðila.
Meira

Fljótt skipast veður í lofti

Réttari fyrirsögn væri kannski fljótt skipast verðurspá í lofti. Því gula viðvörunin sem skrifað var um hér í morgun hefur breyst í appelsínugula.
Meira

Tap í fyrsta leik Mfl. kvenna í 1. deildinni

Meistaraflokkur kvenna spilaði sinn fyrsta leik á laugardaginn à þessu tímabili. Þær héldu suður í Breiðholtið þar sem þær kepptu við Aþenu. Fyrsti leikhluti fór 26 - 18 fyrir heimastúlkum. Tindastólsstúlkur áttu ágætis annan leikhluta sem endaði 22-21 fyrir Aþenu. Staðan því í hálfleik 48 - 39. Aþenu stúlkur gáfu svo í í seinni hálfleik og fór þriðji leikhluti 23 - 8 og fjórði leikhluti 29 - 12. Lokatölur voru því 100 - 59 fyrir Aþenu. 
Meira

Gult kort, hver elskar það ekki?

Á sama tíma og blaðamaður gleðst yfir að hafa ekki þurft að skrifa margar svona fréttir sem af er hausti kemur alltaf að því. Gul viðvörum er í kortunum og spáin fyrir Strandir og Norðurland vestra er norðan 15-23 m/s og talsverð rigning eða slydda, en snjókoma á heiðum, einkum á Ströndum. Færð gæti spillst, einkum á fjallvegum. Viðvörunin tekur í gildi 02:00 aðfaranótt þriðjudagsins 10.október til 05:00 að morgni miðvikudags.
Meira

Sigur í fyrsta leik Tindastóls í Subway deildinni

Íslandsmeistararnir hófu keppnistímabilið sitt í Subway deild karla í gærkvöldi þegar þeir fóru í Forsetahöllina og spiluðu á móti Álftanesi. Gaman var að sjá metnaðarfulla umgjörð hjá þeim fyrir leikinn og á leiknum sjálfum og greinilegt að það er mikill uppgangur í körfuboltanum á Álftanesi. Forsetahöllin var þétt setin og stemmingin var mjög góð, það vantaði að sjálfsögðu ekki stuðningsfólk Tindastóls á leikinn.
Meira

Elvis-borgari og ferskjubaka

Matgæðingur vikunnar í tbl 3 í ár var Vilhelm Vilhelmsson en hann er með doktorspróf í sagnfræði frá Háskóla Íslands og starfar sem forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra. Hann er kvæntur Sólveigu Huldu Benjamínsdóttur, safnafræðingi og forstöðumanni safna í Húnaþingi vestra. Þau eiga fjögur börn á aldrinum eins til þrettán ára svo það er aldrei lognmolla á þeirra heimili. Vilhelm og Sólveig búa í Húnaþingi vestra þar sem þau eru bæði fædd og uppalin.
Meira

„Hafði ekki prjónað í 30 ár en ég var stolt af verkinu og að hafa komist yfir þetta“

Steinunn Daníela Lárusdóttir býr í Varmahlíð, er gift og á þrjú börn á aldrinum 12 til 27 ára og svo á Steinunn tvo yndis tengdasyni. Hún segir lesendum Feykis frá hvað hún er með á prjónunum.
Meira