A-Húnavatnssýsla

Rúmar 28 milljónir úr Húsafriðunarsjóði á Norðurland vestra

Alls bárust 232 umsóknir um styrk úr húsafriðunarsjóði árið 2023. Veittir voru styrkir til 207 verkefna. Úthlutað var 308.600.000 kr., en sótt var um ríflega 1,1 milljarð króna. Hæsta styrkinn á Norðurlandi vestra hlaut Silfrastaðakirkja (fimm millj.) sem nú er verið að gera upp á Sauðárkróki en þangað var hún flutt í október 2021. Næst hæsti styrkurinn fór á Blönduós 4,5 m.kr. vegna Pétursborgar og Holtastaðakirkja fékk 4 m.kr.
Meira

Hugsanir bílsstjóra Bíls Smáframleiðenda

Þegar ég byrjaði að keyra fyrir verkefnið Smáframleiðendur á ferðinni, sumarið 2020 hafði ég ekki hugsað mikið út í smáframleiðendur. Ég vissi að þeim færi fjölgandi enn hafði ekki velt fyrir mér tilveru þeirra eða tilgangi. Á síðustu tveimur árum hef ég fengið að kynnast breidd smáframleiðenda sem hefur komið mér mjög skemmtilega á óvart.
Meira

Textíll er miklu meira en bara prjón og vefnaður :: Margrét Katrín Guttormsdóttir umsjónarmaður TextílLabsins í viðtali

Textílmiðstöð Íslands á Blönduósi hefur verið í stöðugri sókn allt frá stofnun Textílseturs Íslands árið 2005 og ekki síður eftir að það, ásamt Þekkingarsetrinu á Blönduósi sem stofnað var 2012, leiddu saman hesta sína 8. janúar 2019 og úr varð sú Textílmiðstöð sem við þekkjum í dag. Vel útbúið TextílLab Textílmiðstöðvarinnar stendur fólki til boða og kíkti Feykir í heimsókn á dögunum.
Meira

Virkjanastopp, sama vesen, sitt hvor hliðin! :: Guðmundur Haukur skrifar

Með ákvörðunum sveitarstjórna Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Húnabyggðar og Ásahrepps um að staldra við í skipulagsmálum orkumannvirkja þar sem orkuvinnsla í núverandi lagaumgjörð þjóni ekki hagsmunum sveitarfélaganna er í raun komið virkjanastopp á Íslandi. Það þykir að sjálfsögðu bagalegt, sem það er. Raforkuframleiðsla Landsvirkjunar er fullnýtt og ekki er til meiri orka á sama tíma og orkuskiptin eru framundan. Það verður því að bretta upp ermar og byrja að virkja fyrir þjóðina!
Meira

Ásta Birna nýr framkvæmdastjóri á Stoð

Í gær fimmtudaginn 23.03.23 voru tímamót hjá verkfræðistofunni Stoð á Sauðárkróki, einu af okkar öflugu fyrirtækjum í heimabyggð, þegar Ásta Birna Jónsdóttir var ráðin sem framkvæmdastjóri, í stað Eyjólfs Þórarinssonar sem hefur gegnt starfinu í aldarfjórðung.
Meira

Karnival dýranna í Miðgaði

Tónadans og Tónlistarskóli Skagafjarðar setja saman upp Karnival dýranna fyrir dansara og hljómsveit í Menningarhúsinu Miðgarði nk. sunnudag 26. mars kl. 14. Fram koma nemendur og kennarar Tónlistarskólans og Tónadans. Höfundur dansa er Cristina Sabate Perez, Elena Zharinova og Ólöf Ólafsdóttir en tónlistarstjórn er í höndum Joaquin De La Cuesta Gonzalez.
Meira

Einkavæðing Hrognkelsa/Grásleppu - Lilja Rafney skrifar

Ekkert í stjórnarsáttmálanum kveður á um kvótasetningu í fiskveiðistjórnarkerfinu og skýtur því skökku við að búið sé að kvótasetja sandkola og hryggleysingja nú þegar með framsali og nú stendur til að kvótasetja grásleppu með framsali. Þingflokkur VG á síðasta kjörtímabili lagðist alfarið á móti samskonar áformum með rökstuðningi um að ekki væri hægt að byggja á neinum rannsóknum sem styddu kvótasetningu og sýndi fram á að ekki væri hægt að byggja á annarskonar veiðistjórnun sem fæli ekki í sér samþjöppun og framsal.
Meira

Tónlistarskóli Austur-Húnavetninga fékk fiðlu að gjöf

Á heimasíðu Tónlistarskóla Austur-Húnavetninga segir að í dag hafi skólanum borist höfðingleg gjöf þegar Lara Kroeker frá Vancouver í Kanada kom í heimsókn færði skólanum fiðlu að gjöf. Lara Kroeker dvelur í Nes-listamiðstöð á Skagaströnd og langaði að færa tónlistarskólanum fiðluna sem þakklætisvott til samfélagsins fyrir góðar móttökur.
Meira

Námskeið og fyrirlestrar „Fiber Focus“ í mars/apríl 2023 í Textílmiðstöðinni

Verkefnið „Fiber Focus“ er samstarfsverkefni á milli Sommerakademiet í Noregi og Textílmiðstöðvar Íslands og snýst um að dreifa þekkingu á nýtingu og vinnslu á ull. Haldnir verða tveir fyrirlestrar, fluttir á ensku og verða á netinu og öllum aðgengilegir.
Meira

Vörumiðlun eignast flutningafyrirtækið Júlli Jóns ehf.

Vörumiðlun á Sauðárkróki hefur eignast flutningafyrirtækið Júlli Jóns ehf. í Borgarnesi en gengið hefur verið frá kaupum eftir því sem fram kemur á Skessuhorni, fréttaveitu Vesturlands. Þar er haft eftir seljandanum, Júlíusi Jónssyni, að búið sé að handsala kaupin en formlega gangi salan í gegn um næstu mánaðamót.
Meira