Rúmar 28 milljónir úr Húsafriðunarsjóði á Norðurland vestra
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
27.03.2023
kl. 09.51
Alls bárust 232 umsóknir um styrk úr húsafriðunarsjóði árið 2023. Veittir voru styrkir til 207 verkefna. Úthlutað var 308.600.000 kr., en sótt var um ríflega 1,1 milljarð króna. Hæsta styrkinn á Norðurlandi vestra hlaut Silfrastaðakirkja (fimm millj.) sem nú er verið að gera upp á Sauðárkróki en þangað var hún flutt í október 2021. Næst hæsti styrkurinn fór á Blönduós 4,5 m.kr. vegna Pétursborgar og Holtastaðakirkja fékk 4 m.kr.
Meira