A-Húnavatnssýsla

30 ára vígsluafmæli Blönduóskirkju

Í tilefni af 30 ára vígsluafmæli Blönduóskirkju er öllum boðið til afmælishátíðar þann 30. apríl næstkomandi. Í tilkynningu á Facebook-síðu kirkjunnar er greint frá því að hátíðarmessa hefjist kl. 13:00 en þar mun sr. Gísli Gunnarsson vígslubiskup prédika, sr. Edda Hlíf Hlífarsdóttir þjónar fyrir altari og kirkjukór Blönduóskirkju leiðir safnaðarsöng við undirleik Eyþórs Franzsonar Wechner, organista. Sr. Magnús Magnússon og sr. Bryndís Valbjarnardóttir lesa ritningarlestra og meðhjálpari er Jón Aðalsteinn Sæbjörnsson.
Meira

Matvælaráðherra kynnir breytta nálgun við útrýmingu riðu

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur fallist á tillögu yfirdýralæknis um breytta aðferðafræði við útrýmingu riðuveiki. Tillagan hefur verið kynnt í ríkisstjórn, en hún felst í því að markvisst verði unnið að hraðari ræktun riðuþolins sauðfjárstofns á ræktunarsvæðum sem eru skilgreind sem áhættusvæði. Þetta kemur fram á heimasíðu Stjórnarráðsins.
Meira

Áfall í kjölfar riðu - Halla Signý skrifar

Áfallið þegar riðusmit kemur upp í fjárstofni getur verið verulegt og afleiðingarnar af riðusmiti geta verið mjög miklar og erfiðar fyrir bændur. Við sem stöndum hjá sýnum samkennd en getum lítið gert í þessum aðstæðum. Þær reglur og aðferðir sem nú eru í gildi þegar riðuveiki greinist í sauðkind miða að því að aflífa allan fjárstofninn á bænum. Verkferlar MAST snúa að því að greina sjúkdóminn og með staðfestu smiti þarf að aflífa stofninn, ráðast í smitrakningu og hefja hreinsunaraðgerðir á bænum sem tekur nokkurn tíma.
Meira

Gleðilegt sumar! – Leiðari Feykis

Þegar þessi pistill er skrifaður, á sumardeginum fyrsta, er 24 stiga hiti úti og að mestu heiðskýrt. Gert er ráð fyrir áframhaldandi hlýindum og jafnvel að hitastigið muni stíga frekar upp. Hér er gróður vel á veg kominn í görðum og torgum enda vökvaðir reglulega. Helst til þurrt fyrir úthagagróður og hagi er enginn. Mannlífið er gott, fólk spókar sig á stuttbuxunum dag hvern og lætur sér líða vel og hótel og matsölustaðir eru við hvert fótmál.
Meira

Hestadagar í Skagafirði hefjast á morgun - UPPFÆRT

Á morgun, föstudagskvöldið 28. apríl, fer fram lokakvöld Meistaradeildar KS í hestaíþróttum þar sem keppt verður í tölti og skeiði. Þá kemur í ljós hverjir standa uppi sem sigurvegarar eftir spennandi Meistaradeildarkeppni í vetur. Þá verða kennslusýningar á laugardaginn og veislan verður svo toppuð með stórsýningunni Tekið til kostanna.
Meira

Varmahlíðarskóli flaug í úrslit í Skólahreysti eftir allt

Það var heldur betur boðið upp á drama þegar Skólahreysti grunnskólanema hófst í gær. Keppt var í íþróttahöllinni á Akureyri og fjórir skólar af Norðurlandi vestra tóku þátt í fyrra úrtakinu sem hóf keppni klukkan fimm í gær í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Þar tóku fulltrúar Árskóla, Grunnskólans austan Vatna, Húnaskóla og Varmahlíðarskóla á honum stóra sínum. Þegar upp var staðið kom í ljós að Varmahlíðarskóli bar sigur úr býtum þrátt fyrir að Brúarásskóli á Egilsstöðum hafi verið kynntur sigurvegari í beinni.
Meira

Yfirleitt mjög góð stemning fyrir keppni í Skólahreysti

Skólahreysti fer af stað í dag en þá mætast fulltrúar skólanna á Norðurlandi í mikilli keppni í íþróttahöllinni á Akureyri. Fulltrúar grunnskólanna á Norðurlandi vestra hafa staðið sig með miklum sóma í gegnum tíðina og þeir munu væntanlega ekki gefa þumlung eftir í dag. Keppnin hefst kl. 17 og hægt verður að fylgjast með í beinni útsendingu í Sjónvarpi allra landsmanna. Grunnskólinn austan Vatna lætur ekki sitt eftir liggja og Feykir sendi nokkrar spurningar á Jóhann Bjarnason skólastjóra.
Meira

Sóldís með Júrótónleika í Blönduóskirkju í kvöld

Kvennakórinn Sóldís bregður undir sig betri fætinum í dag og heldur á Blönduós en þar mun kórinn, sem er að mestu skipaður skagfirskum söngfuglum með nokkrum húnvetnskum undantekningum, halda tónleika í Blönduóskirkju og hefjast þeir kl. 20. Um er að ræða stórskemmtilega dagskrá sem þær kalla Eitt lag enn – Eurovision glimmer og gleði, og er eðli málsins samkvæmt stútfull af Eurovision-lögum.
Meira

„Við komum reynslunni ríkari inn í deildina í ár,“ segir Bryndís Rut

Keppni í Bestu deild kvenna fer af stað í kvöld og á Króknum spilar lið Tindastóls fyrsta leikinn gegn liði Keflavíkur. Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Stólastúlkna, segist vera mjööög spennt fyrir tímabilinu þegar Feykir hafði samband. „Eiginlega of peppuð! Við komum reynslumeiri inn í deildina í ár og erum virkilega ánægðar að vera mættar aftur í efstu deild!“ Leikurinn hefst kl. 18:00 á gervigrasinu góða.
Meira

Plokkað á Skagaströnd á sunnudaginn kemur

„Nú er vorið loksins komið og ýmislegt sem kemur undan vetri víðsvegar um bæinn,“ segir á vef Skagastrandar en sveitarfélagið stendur fyrir plokkdegi nú á sunnudag, þann 30. apríl. Þá eru bæjarbúar og fyrirtæki hvött til að skanna sitt nánasta umhverfi og hreinsa til fyrir sumarið.
Meira