A-Húnavatnssýsla

Skírdagur og síðasta kvöldmáltíðin

Í dag er skírdagur en hann er ávallt síðasti fimmtudagur fyrir páska og var upphafsdagur hinnar fornu páskahátíðar Gyðinga. Þennan dag minnast kristnir þess að Kristur þvoði fætur lærisveinanna fyrir hina heilögu kvöldmáltíð sem kölluð hefur verið síðasta kvöldmáltíðin.
Meira

Ós textílmiðstöð á Blönduósi er framúrskarandi verkefni á sviði menningar

Í gær var sagt frá því á Feyki.is hvaða aðili hlaut viðurkenningu SSNV sem framúrskarandi verkefni á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar. Eins og kom fram í fréttinni var einnig tilkynnt um hvaða aðili hlaut viðurkenningu sem framúrskarandi verkefni á árinu 2022 á sviði menningar. Sá heiður kom í hlut Óss Textíllistamiðstöðvar áBlönduósi fyrir rekstur á miðstöð fyrir textíllistafólk.
Meira

Hermann Sæmundsson skipaður ráðuneytisstjóri í innviðaráðuneytinu

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur skipað Skagfirðinginn Hermann Sæmundsson, stjórnmálafræðing og skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, í embætti ráðuneytisstjóra innviðaráðuneytisins. Hermann tekur við embættinu 1. maí nk. þegar Ragnhildur Hjaltadóttir lætur af störfum.
Meira

Austan Vatna valið framúrskarandi verkefni á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar

Í desember var kallað eftir tilnefningum til framúrskarandi verkefna á árinu 2022 á starfssvæði SSNV. Óskað var eftir tilnefningum í tveimur flokkum; verkefni á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar og síðan verkefni á sviði menningar. Að þessu sinni var það Austan Vatna sem fékk viðurkenningu á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar fyrir vinnslu á matarhandverki.
Meira

Náttúrustofan leitar að háskólastúdent í sumarvinnu við refarannsóknir

Náttúrustofa Norðurlands vestra í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands og sveitarfélagið Skagafjörð hlýtur styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna til að rannsaka refi og hlutverk þeirra í vistkerfum Skagafjarðar. Styrkurinn verður nýttur til að ráða háskólanema til sumarstarfs þar sem tekin verða saman gögn yfir þekkt refaóðul og ábúð þeirra auk upplýsinga um unna refi.
Meira

Skemmtilegur smali í Mótaröð Þyts

Þann 25. mars var keppt í smala í Mótaröð Þyts þar sem Þytsfélagar skemmtu sér einstaklega vel, bæði áhorfendur og keppendur. Nokkur tími hefur liðið síðan keppt var í þeirri grein hjá félaginu og og segir Kolbrún Indriðadóttir að þarna hafi sannast, líkt og Elvar Logi Friðriksson hafi orðað vel á Facebook síðu sinni,: „Sama hvað spekingar segja um smala þá er það mín skoðun að þetta er frábær grein sem hentar ungum sem öldnum eins og sannaðist í gærkvöldi.“
Meira

Nýtt riðutilfelli í Miðfirði

Riða hefur verið staðfest á bænum Bergsstöðum í Vestur-Húnavatnssýslu, sem staðsettur er í Miðfjarðarhólfi en þar hefur riða ekki greinst áður. Greiningin breytir því að Miðfjarðarhólf telst nú sýkt svæði samkvæmt reglugerð. Fram kemur á heimasíðu MAST að unnið sé að undirbúningi aðgerða.
Meira

Telja að stjórnarskrárbreytingar þoli enga bið

Aðalfundur Stjórnarskrárfélagsins var haldinn á Borgarbókasafninu í Grófinni í gær, 2. apríl og telur stjórnin að stjórnarskrárbreytingar þoli enga bið. Í samþykktum fundarins er skorað á stjórnmálamenn að sýna kjark og standa með lýðræðislegum stjórnarháttum, íbúum landsins og lífshagsmunum þeirra, gegn fámennum og valdamiklum sérhagsmunaöflum. „Við eigum nýja stjórnarskrá!“
Meira

Skagfirska mótaröðin – úrslit helgarinnar

Þriðja mót Skagfirsku mótaraðarinnar var haldið í Svaðastaðarhöllinni 1. apríl sl. þar sem keppt var í slaktaumatölti og fimmgangi, F2 og T4 í 1. flokki og ungmenni; F2 og T6, 2. flokkur; T7 í unglingaflokki og T8 – barnaflokki. Fjöldi glæstra keppenda tóku þátt og var keppnin hin skemmtilegasta.
Meira

Skagfirski kammerkórinn syngur Magnificat á Selfossi

Laugardaginn 8.apríl kl.16 verða stórtónleikar á Selfossi þar sem Skagfirski kammerkórinn kemur mikið við sögu. Það er Sinfóníuhljómsveit Suðurlands sem stendur fyrir þessum tónleikum. Á tónleikunum mun Skagfirski kammerkórinn ásamt Kammerkór Norðurlands og kirkjukór Selfosskirkju flytja hið glæsilega verk Magnificat eftir breska tónskáldið John Rutter. Verkið er samið fyrir hljómsveit, kór og einsöngvara og mun Helga Rós Indriðadóttir kórstjóri Skagfirska kammerkórsins syngja einsöngshlutverkið.
Meira