A-Húnavatnssýsla

Gleðilegt sumar!

Sumardagurinn fyrsti er í dag og óskar Feykir lesendum gleðilegs sumars. Þessi ágæti dagur virðist ætla að bjóða upp á sumarveður í dag, hitinn á Norðurlandi vestra víðast hvar á bilinu 10-14 gráður, glampandi sól og suðvestanátt, samkvæmt spá Veðurstofunnar. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að fagna komu sumars með því að stökkva í stuttbuxur í tilefni dagsins. Þeir sem vilja halda daginn hátíðlegan gætu kíkt á Hvammstanga í dag en þar er að venju dagurinn tekinn með trompi.
Meira

Hefur þig dreymt um að sofa í kirkju?

Einhverjir hafa eflaust tekið eftir að Hótel Blönduós, sem opnar að nýju 15. maí eftir gagngerar endurbætur og upplyftingu, hefur skellt í Facebook-leik í tilefni opnunarinnar þar sem spurt er: Hefur þig dreymt um að sofa í kirkju? Heppinn vinningshafi fær síðan gistingu fyrir tvo í gömlu kirkjunni í Gamla bænum. Feyki lék forvitni á að vita hvað væri eiginlega í gangi á Blönduósi og hafði samband Pétur Oddberg Heimisson, markaðs- og sölustjóra.
Meira

Ársþing SSNV ályktaði um riðumál

31. ársþing SSNV fór fram síðastliðinn föstudag á Hótel Laugarbakka. Þó Miðfjörðurinn hafi tekið vel á móti gestum þá fór ársþingið fram í skugga tíðinda af riðutilfellum á svæðinu. Þingið notaði tækifærið og skoraði á Matvælaráðherra að fara án tafar í breytingar á reglugerð um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar. Jafnframt þurfi að leggja meiri áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir og tryggja fjármagn til rannsókna.
Meira

Skeifan afhent í 66. skipti

Skeifudagurinn fer fram í hestamiðstöð Landbúnaðarháskólans Íslands á Hvanneyri að Mið-Fossum Sumardaginn fyrsta og hefst kl. 13 með fánareið og setningu. Skeifudagurinn dregur nafn sitt af verðlaununum sem veitt eru af Morgunblaðinu sem vildi með þessu framtaki sýna hug sinn til þessarar fornu og fögru íþróttar, hestamennskunnar. Skeifuna hlýtur sá nemandi sem efstur stendur á prófi í tamningu og reiðmennsku. Auk Skeifunnar er einnig keppt um Gunnarsbikarinn, Eiðfaxabikar, Ásetuverðlaun Félags tamingarmanna og Framfaraverðlaun Reynis.
Meira

Eldri nemendur Höfðaskóla lærðu um skyndihjálp

Í síðustu viku sóttu nemendur 9. og 10. bekkjar Höfðaskóla á Skagaströnd námskeið í skyndihjálp. Fram kemur á heimasíðu skólans að markmið námskeiðsins var að kynna nemendur fyrir grunnatriðum skyndihjálpar þannig að þau öðlist lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum.
Meira

Blíðuveðri spáð Sumardaginn fyrsta en svo snjóar pínu

Ef marka má spá Veðurstofunnar þá verða hlýindi og sumarveður til og með Sumardeginum fyrsta en í framhaldinu minnir veturinn aftur á sig með snjókomu og hita um frostmark. Vetrarveðrið verður þó væntanlega ekki komið til að vera þó hitastigin um helgina og fram í næstu viku verði töluvert færri en næstu daga.
Meira

Bændur vilja önnur úrræði í baráttunni við riðuna

RÚV segir frá því að bændur í Húnaþingi vestra vilji endurskoðun á reglugerð um riðuveiki. Eins og greint hefur verið frá á Feyki þá hefur riða greinst á tveimur bæjum í Miðfirði í Húnaþingi vestra en aflífa þurfti 700 kindur á Bergsstöðum og í dag átti að skera niður 720 kindur á Syðri-Urriðaá. Það var hinsvegar ólíklegt að það næðist vegna óvissu vegna förgunar á hræjunum. Fresta verður aflífun fram á sumar ef ekki tekst að leysa förgunarmál fyrir lok dags.
Meira

Jákvæðu hliðarnar :: Áskorandapenni Anna Margrét Jónsdóttir Sölvabakka

Nú í vetur hef ég verið virkur þátttakandi í svokölluðum hundahittingum sem haldnir eru á sunnudagskvöldum í reiðhöllinni á Blönduósi. Bjarki á Breiðavaði heldur utan um þessar samkomur og vil ég koma á framfæri þakklæti fyrir það óeigingjarna starf sem hann innir af hendi.
Meira

Fjögur verkefni á Norðurlandi vestra hlutu styrk

Í gær hlutu 28 verkefni styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 2023 fyrir alls 550 milljónir. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra tilkynnti um úthlutunina í Vík í Mýrdal. Þrjú verkefni í Skagafirði hlutu styrk upp á samtals 23,8 milljónir króna og þá fékk fasi 2 við Spákonufellshöfða á Skagaströnd styrk upp á 11,4 milljónir króna.
Meira

Strumpagrautur og boost

Matgæðingur fyrstu vikuna á þessu herrans ári, 2023, var Kristinn Arnar Benjamínsson sem vill helst láta kalla sig Kidda. Kiddi er fæddur árið 1991, er leikskólakennari og starfar sem leikskólastjóri á Hvammstanga. Eiginkona Kidda heitir Fjóla og eiga þau tvo hressa drengi sem heita Almar og Ingvar. Kiddi er uppalinn á Hvammstanga en eftir að hafa farið suður í nám tókst honum, árið 2021, að draga fjölskylduna norður og keyptu þau hús á Hvammstanga. Kiddi ætlar að deila með ykkur tveim uppskriftum.
Meira