Ertu hjátrúafullur?
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, SiggaSiggaSigga
13.10.2023
kl. 09.26
Já það er kominn föstudagur mér til mikillar gleði.... eða hvað? Í dag er nefnilega föstudagurinn 13. sem á það til að koma upp einu sinni til þrisvar á ári. Talan 13 er fyrir suma óhappatala og þá sérstaklega ef þessi mánaðardagur ber upp á föstudegi. Þessi hjátrú er meðal útbreiddustu hjátrúa í heimi og kallast paraskevidekatriaphobia og er tengd óttanum við töluna þrettán eða triskaidekaphobia og setti sálfræðingnum Donald Dossey þetta hugtak fram. Á þessum degi, föstudeginum þrettánda, verða hjátrúafullir hræddari sem aldrei fyrr og telja að eitthvað slæmt eigi eftir að gerast og sumir ganga svo langt að mæta ekki til vinnu á þessum degi. Í sumum borgum er þrettándu breiðgötu sleppt og t.d. í Sacramento eru gatnamót þar sem þrettánda stræti sker þrettándu breiðgötu en ekki fylgir sögunni hvort fleiri umferðarslys eigi sér stað þar en annars staðar. Sum hótel ganga svo langt að sleppa þrettándu hæðinni eða réttara sagt merkja þrettándu hæð sem þá fjórtándu út af hjátrú en á vísindavefnum er að finna mjög langa grein um töluna þrettán sem ég ætla að láta fljóta með fyrir þá sem vilja lesa lengra.
Meira