A-Húnavatnssýsla

Húnvetningar úr leik í Mjólkurbikarnum eftir fjörugan leik

Lið Kormáks/Hvatar mætti galvaskt til leiks á Ásvelli í gær en þar stigu þeir Húnvetningar kraftmikinn knattspyrnudans við geðþekka Hafnfirðinga í liði KÁ. Leikurinn var liður í fyrstu umferð Mjólkurbikars karla en var jafnframt fyrsti leikur Kormáks/Hvatar frá því síðasta haust. Óhætt er að segja að leikurinn hafi dregist nokkuð á langinn, liðin skildu jöfn, 3-3, að loknum venjulegum leiktíma og bættu við sitt hvoru markinu í framlengingu og því þurfti að grípa til vító. Þar gekk verr að skora en fór þó á endanum svo að heimamenn í KÁ skoruðu úr tveimur vítum en gestirnir að norðan úr einu og duttu því úr leik.
Meira

,,Varð að finna eitthvað sem ég gæti gert og myndi halda mér vakandi á næturvöktum''

Þórdís Stella Jónsdóttir er 23 ára og er fædd og uppalin á Sauðárkróki. Hún býr ásamt kærastanum í húsi sem þau eru nýlega búin að kaupa og gera upp. Þórdís starfar sem leiðbeinandi á leikskólanum Ársölum.
Meira

Leiðbeinanda vikið frá störfum eftir að 30 börn máttu þola ofbeldi í skólabúðum

Á síðasta ári tók Ungmennafélag Íslands við rekstri Skólabúðanna á Reykjum í Hrútafirði. Á heimasíðu UMFÍ segir að í búðunum fái „...nemendur tækifæri til þess að efla leiðtogahæfni og sjálfsmynd sína og vinna með styrkleika og veikleika til þess að bæta félagsfærni sína.“ Nú fyrir helgi sagði RÚV frá því að hópur tólf til þrettán ára nemenda hafi þurft að þola ofbeldi í búðunum í síðustu viku og hafi leiðbeinanda í framhaldinu verið sagt upp störfum og börnunum boðin sálræn aðstoð.
Meira

„Bók er heill heimur“

Sumir elska bækur og þannig er því svo augljóslega farið með gagnrýnendur Kiljunnar hans Egils Helga. Hættulega bráðsmitandi ást sem smitast í gegnum Sjónvarp allra landsmanna og fær fólk, í sumum tilfellum, til að stökkva út í næstu bókabúð eða á bókasafn og grípa sér bók að lesa. Það er svo annað mál hvort ástin endist aftar en á blaðsíðu átta eða hvort úr verður óendanlegt ástarævintýri. Einn þessara gagnrýnenda Kiljunnar er Sunna Dís Másdóttir og hún féllst á að svara Bók-haldinu í Feyki þegar eftir því var leitað. Svaraði því reyndar á ferð yfir Holtavörðuheiðima en við verðum að ætla að hún hafi ekki verið við stýrið.
Meira

RARIK bætir afhendingaröryggi á Norðurlandi vestra

RARIK vinnur nú að endubótum á rafbúnaði og húsnæði nokkurra aðveitustöðva á Norður- og Austurlandi en þær hófust á síðasta ári; þar með talið á Skagaströnd, við Varmahlíð og á Laxárvatni við Blönduósi. Í frétt á heimasíðu RARIK segir að allar þessar framkvæmdirnar miði að því að bæta afhendingaröryggi og gera kerfi RARIK á þessum svæðum betur í stakk búin til að mæta aukinni notkun í framtíðinni.
Meira

Páskaísinn

Er ekki tilvalið að græja páskaísinn núna um helgina? Held ég þurfi allavega að gera það svo það verði nú einhver eftirréttur á páskadag heima hjá mér. Búið að vera pínu öðruvísi byrjun á þessu ári en árin 2021 og 2022 þegar allt lá niðri og maður hafði tíma til að gera allan fja.... Það verður allavega ekki gerð vorhreingerning heima hjá mér fyrir páskana þetta árið, það eitt veit ég. Set mér markmið að komast nokkuð heill út úr þessari törn því þriðja vaktin mín er að ná hæstu hæðum þessa dagana og gott að minna sig stundum á að muna að njóta en ekki þjóta.
Meira

Alheimsfrumsýning á Himinn og jörð – Viðtal við Ármann Guðmundsson höfund og leikstjóra

Leikflokkur Húnaþings vestra er nú á lokametrunum í undirbúningi sínum á alheimsfrumsýningu á söngleiknum Himinn og jörð eftir Ármann Guðmundsson en söngleikurinn var saminn fyrir Leikflokkinn við 16 lög Gunnars Þórðarsonar. Um 40 manns hafa tekið þátt í undirbúningi sýningarinnar enda verkin ófá og sagði í tilkynningu Leikflokksins fyrr á árinu að meðal annarra hefðu nokkrar stúlkur séð um barnapössun enda ófáir foreldrar sem eru þátttakendur verksins.
Meira

Mjólkurbikar karla rúllar af stað um helgina

Karlafótboltinn fer af stað fyrir alvöru nú um helgina en þá fer fyrsta umferðin í Mjólkurbikarnum í gang. Bæði lið Tindastóls og Kormáks/Hvatar verða í eldlínunni en hjá liði Húnvetninga verður um að ræða fyrsta leik liðsins frá því síðasta haust en liði hefur verið safnað um nokkurt skeið og frumsýning á mannskapnum því nú um helgina. Nú síðast var bætt við markmanni og því allt að verða klárt fyrir sumarið.
Meira

Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga 2023 :: Vísnasmiðir yrki um tíðar sólarlandaferðir Íslendinga

Enn á ný stendur Safnahús Skagfirðinga fyrir vísnakeppni í aðdraganda Sæluviku, en keppninni var komið á árið 1976. Reglurnar eru sem fyrr einfaldar og góðar; annars vegar að botna fyrirfram gefna fyrriparta og eða semja vísu um ákveðið málefni. Ekki er nauðsynlegt að botna allt og einnig er í lagi að senda bara inn vísu.
Meira

Starfshópur stofnaður um stefnumótun í málefnum aldraðra

Húnahornið segir frá því að á fundi öldungaráðs Húnabyggðar í vikunni hafi verið lagt til að stofnaður verði starfshópur sem hefur það hlutverk að vinna að stefnumótun í málefnum aldraðra í sveitarfélaginu. Markmiðið er að efla lífsgæði fólks með bættri þjónustu, aukinni umræðu og meiri samfélagsþátttöku eldri borgara. Lagt var til að starfshópinn skipi fjórir fulltrúar, einn frá hverjum hópi hagaðila ráðsins.
Meira