Uppskeruhátíð æskulýðsdeildar Skagfirðings
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Hestar, Vestur-Húnavatnssýsla, Fréttir
25.10.2023
kl. 09.50
Fjóla Indíana sem var tilnefnd og Súsanna Guðlaug knapi ársins í unglingaflokki. MYND. FACEBOOKSÍÐA SKAGFIRÐINGS
Á Facebook- síðu Hestamannafélagsins Skagfirðings segir að uppskeruhátíð æskulýðsdeildar Skagfirðings fór fram sunnudaginn 22. október, þar sem veitt voru verðlaun fyrir tímabilið og farið yfir næsta vetur. Pollarnir þeirra fengu öll þátttökuverðlaun fyrir flottan árangur.
Knapi ársins í unglingaflokki árið 2023 er Súsanna Guðlaug Halldórsdóttir en hún náði góðum árangri með hryssuna sína Ronju frá Ríp. Hún var meðal annars í 1.sæti í tveimur greinum á Skagfirsku mótaröðinni, 2.sæti í tölti á WR Hólamóti, 1.sæti í tölti á unglingalandsmóti og sigraði unglingaflokk á Fákaflugi. Súsanna og Ronja sýndu stanslausar framfarir í vetur en þær voru duglegar að mæta í viku -og keppnisþjálfun félagsins.
Einnig var tilnefnd Fjóla Indíana Sólbergsdóttir. Hún keppti á langflestum mótum á vegum Skagfirðings á keppnistímabilinu, meðal annars var hún í 3.sæti í fjórgangi og tölti á WR Hólamóti, 2.sæti á félagsmóti Skagfirðings og sigraði B-úrslit í fjórgangi á Unglingalandsmóti. Fjóla var dugleg að mæta í keppnisþjálfun allan síðasta vetur hjá félaginu og sýndi mikinn metnað við verkefnin.
Knapi ársins í barnaflokki 2023 er Hjördís Halla Þórarinsdóttir en hún er þrefaldur Íslandsmeistari þar sem hún sigraði gæðingalist, tölt og samanlagðar greinar í barnaflokki með Flipa frá Bergsstöðum. Einnig var hún í 1-2.sæti í fjórgangi. Á Hólamótinu sigraði hún tölt og fjórgang með Flipa og firmmgang með Takt frá Varmalæk. Á félagsmóti Skagfirðings vann hún barnaflokk með glæsilega einkunn, 8.68.
Í barnaflokki var einnig tilnefndur, Alexander Leó Sigurjónsson. Hann náði frábærum árangri með Jónas frá Litla-Dal en þeir félagar voru í keppnisþjálfun í vetur. Þeir sigruðu tölt á unglingalandsmóti og voru í 2.sæti á Fákaflugi í barnaflokki. Einnig urðu þeir í 3.sæti á Félagsmóti Skagfirðings og 2.sæti í Tölti á Skagfisku mótaröðinni.
Önnur verðlaun sem veitt voru á uppskeruhátíðinni:
Jákvæðni: Yngri Emily Ósk
Eldri: Sigrún Sóllilja
Best hirti hesturinn:
Yngri: Pálmey Inga
Eldri: Sigríður Elva
Sagði bestu brandarana:
Yngri: Kristberg Máni
Eldri: Anton Fannar
Hvatning:
Yngri: Auður Fanney
Eldri: Kristjana Ýr
Mestu framfarir:
Yngri: Sigrún Ása
Eldri: Sigrún Sunna, Ragna Valdimars
Kúrekar: Pálmey Inga, Sveinn Jónsson, Smilla Finster, Pétur Steinn, Bergdís Lilja, Arnheiður & Sigrún Sunna
Reiðkennurum viku -og keppnisþjálfunar langar einnig að koma á framfæri viðurkenningu fyrir mætingu og ástundun. Greta Berglind Jakobsdóttir sýnir ávallt mikinn áhuga og metnað yfir verkefninu og náði góðum árangri í lok sumars með Klið frá Kálfsstöðum.
Nú er vetrarstarfið þeirra að byrja aftur á fullum krafti og það er ljóst að æska Skagafjarðar lætur ekki sitt eftir liggja í hestamennskunni og það verður gaman að fylgjast með þessum flottu krökkum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.