Burnirót í Huldulandi
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Mannlíf
04.11.2023
kl. 10.00
Í Huldulandi í Skagafirði búa hjónin María Eymundsdóttir og Pálmi Jónsson og hafa þau undanfarin ár verið að prófa sig áfram í ræktun burnirótar sem nytjaplöntu. Burnirótin er gömul og vel þekkt lækningajurt og allmikið rannsökuð. Björn í Sauðlauksdal sagði í Grasnytjum að hún væri góð við ,,ógleði” en þá var átt við að manni væri ekki glatt í geði. Nútíma rannsóknir hafa staðfest að hún getur haft jákvæð áhrif á andlega líðan.
Meira