A-Húnavatnssýsla

Burnirót í Huldulandi

Í Huldulandi í Skagafirði búa hjónin María Eymundsdóttir og Pálmi Jónsson og hafa þau undanfarin ár verið að prófa sig áfram í ræktun burnirótar sem nytjaplöntu. Burnirótin er gömul og vel þekkt lækningajurt og allmikið rannsökuð. Björn í Sauðlauksdal sagði í Grasnytjum að hún væri góð við ,,ógleði” en þá var átt við að manni væri ekki glatt í geði. Nútíma rannsóknir hafa staðfest að hún getur haft jákvæð áhrif á andlega líðan.
Meira

Dalla á tímamótum

Í 39. tölublaði Feykis var birt viðtal við séra Döllu Þórðardóttur sem nú er á tímamótum. Um miðjan septembermánuð sagði Feykir frá því að séra Dalla Þórðardóttir hefði lagt fram beiðni til biskups Íslands um lausn frá embætti. Séra Dalla tók við embætti í Miklabæjarprestakalli í júníbyrjun 1986. Hún er fædd í Reykjavík 21. mars 1958, elst fjögurra systra, alin upp í höfuðstaðnum til að byrja með og var í Miðbæjarskóla í 7 ára bekk en flutti svo í Kópavoginn. Foreldrar hennar eru Þórður Örn Sigurðsson, latínu- og spænskukennari með meiru og sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir sem var fyrsta konan til að taka prestvígslu á Íslandi árið 1974, en það höfðu verið skiptar skoðanir á því hvort leyfa ætti konum að vinna þetta starf.
Meira

Tóti túrbó með þrefalda tvennu í leiknum gegn Breiðablik

Í gær, fimmtudaginn 2. nóvember, var spiluð 5. umferð í Subway-deild karla og mætti Tindastóll í Smárann að spila við Breiðablik. Fyrir leikinn sátu Stólarnir í 3. sæti í deildinni með þrjá sigar og eitt tap en Blikar í því neðsta með fjögur töp. Tindastólsmenn spiluðu enn og aftur án Péturs Rúnars, Sigtryggs Arnars og Davis Geks en fyrir vikið fengu Orri, Veigar og Hannes stærra hlutverk og skiluð þeir því vel. 
Meira

Breyting á reglugerð um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar

Á vef stjórnarráðsins kemur fram að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðaherra hefur undirritað breytingu á reglugerð um útrýmingu á riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurðar. Breytingin kveður á um að yfirdýralæknir geti framvegis lagt til við ráðherra niðurskurð á hluta þar sem riða greinist en ekki allrar hjarðarinnar líkt og reglugerðin hefur kveðið á um fram til þessa.
Meira

Með Sturlungu á heilanum

Á morgun laugardaginn 4. nóvember milli klukkan 16:00 og 18:00 verður útgáfuhóf í Kakalaskála sem staðsettur er á bænum Kringlumýri í Skagafirði. Tilefnið er útgáfa á vefnámskeiði þar sem Sturlungasérfræðingarnir Einar Kárason rithöfundur, Óttar Guðmundsson rithöfundur og geðlæknir, Sigríður Sigurðardóttir sagnfræðingur og fræðimaður og Sigurður Hansen eigandi Kakalaskála, rekja þráðinn í gegnum Sturlungu með sínu lagi. Þau segja frá því sem þeim þykir markverðast svona nokkurn veginn í tímaröð og taka í leiðinni ýmsa óvænta vinkla á menn og málefni.
Meira

Sala á Neyðarkalli Björgunarsveitanna hafin

Í gær fimmtudag, hleyptu Forseti Íslands, hr. Guðni TH. Jóhannesson og forsetafrúin Eliza Reid, sölu Neyðarkalls Björgunarsveitanna af stað með formlegum hætti. Forsetinn og Eliza Reid tóku við stórum Neyðarkalli við færanlega stjórnstöð björgunarsveita á SV horninu, við Perluna í gær.
Meira

Lumar þú á fallegri forsíðumynd á Jólablað Feykis?

Feykir, fréttablaðið á Norðurlandi vestra, efnir til myndasamkeppni fyrir forsíðu Jólablaðs Feykis sem kemur út 29. nóvember nk. en blaðinu er dreift frítt í öll hús á Norðurlandi vestra. Myndaval er frjálst en þó í anda jólanna og er frestur til að skila inn myndum er 15. nóvember. 
Meira

Fjölsóttur fundur um riðumál á Hvammstanga

Fundurinn um riðumál undir yfirskriftinni Ræktun gegn riðu - fyrstu skrefin, fór fram í Félagsheimilinu Hvammstanga miðvikudaginn 1. nóvember. Fundurinn var fjölsóttur segir á heimasíðu Húnaþings vestra. Á fundinum voru kynntar niðurstöður rannsókna Dr. Vincent Béringue á næmi arfgerða gegn riðu. Gefa þær til kynna að verndandi arfgerðir séu fleiri en haldið hefur verið fram að þessu. Gefa niðurstöðurnar tilefni til bjartsýni í baráttunni við þann vágest sem riðan er.
Meira

Betur fór en á horfðist

Á heimasíðu Húnaþings vestra segir að rétt upp úr kl. átta í gærmorgun, 1. nóvember 2023, barst slökkviliði Brunavarna Húnaþings vesta tilkynning um eld í iðnaðarhúsnæði á Hvammstanga. Fyrstu upplýsingar voru óljósar og óstaðfest hvort einhver væri í húsinu. Allt tiltækt lið var kallað út en alls tóku 15 manns frá slökkviliðinu þátt í verkefninu. Þegar á staðinn var komið lagði svartan reykjarmökk frá einu bili í húsinu. Kom strax í ljós að bilið var mannlaust en gaskútar og mikill eldsmatur voru í rýminu. Notaðar voru hitamyndavélar til þess að staðsetja eldinn og gekk greiðlega að slökkva. Farið var í að reykræsta rýmið og einnig annað rými við hliðina. Ljóst er að um töluvert tjón er að ræða vegna reyks og sóts.
Meira

Sigrún Erla valin í úrslitakeppnina um titilinn Jólastjarnan 2023

Sigrún Erla Snorradóttir söngnemandi Tónlistarskóla Austur Húnvetninga verður ein af tíu sem keppa til úrslita í þáttaröðinni Jólastjarnan 2023 sem sýnd verður á Rúv. Sá sem sigrar þessa keppni hlýtur titilinn Jólastjarnan 2023 sem mun svo spreyta sig á hinum árlegu jólatónleikum Björgvins Halldórssonar, Jólagestir Björgvins, ásamt aragrúa af stjörnum þann 16. desember.
Meira