Alexandra Chernyshova með tónleika í Hannesarholti í Reykjavík í kvöld, 26. október

Hin glæsilega Alexandra Chernyshova verður með tónleika í Hannersarholti í Reykjavík fimmtudaginn 26. október og byrja þeir kl. 20. Þessi tónleikar eru tileinkaðir 20 ára ævintýri hennar á Íslandi. Þá segir hún að þar sem stór partur hennar óperu og söngverkefnum áttu sér stað í Skagafirði væri gaman að sjá Skagfirðinga á svæðinu.

Flytjendur: Alexandra Chernyshova - sópran og tónskáld og Kjartan Valdemarsson - píanóleikari
Tónleikarnir verða kósý, vinalegir og skemmtilegir, þar sem nánd þeirra og útgeislun smitast beint til áhorfenda.
Á efnisskrá tónleikanna verða flutt úrval klassískra sönglaga eftir Sigfús Einarsson, Georg Gershwin, Guiseppe Verdi, Gian Carlo Menotti, Sergei Rachmaninov, Lloyd Webber, Igor Shamo og aríur úr óperum Alexöndru "Skáldið og Biskupsdóttirin", "Ævintýrið um norðurljósin" og "Góðan daginn, frú forseti".
 
Hægt er að kaupa á tix.is : https://tix.is/is/buyingflow/tickets/16325/
 
Verið hjartanlega velkomin
 

Meðfylgjandi er myndband af La Traviata sem var fyrsta óperusýningin sem sett var upp á sviði í Skagafirði með 700 áhorfendum. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir