Fræðslufundaröðin - Ræktun gegn riðu - byrjar í næstu viku
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
26.10.2023
kl. 09.03
Dagana 30. október - 2. nóvember mun riðusérfræðingurinn Dr. Vincent Béringue taka þátt í fræðslufundaröðinni Ræktun gegn riðu sem haldin verður víðs vegar um landið ásamt sérfræðingum frá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins, Matvælastofnun, Landbúnaðarháskóla Íslands, Keldum og Bændasamtökum Íslands. Ástæðan fyrir þessum fundum er sú að niðurstöður úr brautryðjandi rannsóknum á næmi arfgerða gegn riðu liggja nú fyrir og á að kynna þær.
Fundirnir verða sem hér segir:
mánudaginn 30. október kl. 20:00 - Þingborg í Flóanum
þriðjudaginn 31. október kl. 20:00 - Hvanneyri, LBHÍ (Ársalur)
miðvikudaginn 1. nóvember kl. 11:30 - Hvammstangi, Félagsheimilið
miðvikudaginn 1. nóvember kl. 20:00 - Breiðamýri í Reykjadal
fimmtudaginn 2. nóvember kl. 11:30 - Svalbarðsskóli/Fræðasetur, Svalbarð
fimmtudaginn 2. nóvember kl. 20:00 - Egilsstaðir, Hótel Hérað
þriðjudaginn 31. október kl. 20:00 - Hvanneyri, LBHÍ (Ársalur)
miðvikudaginn 1. nóvember kl. 11:30 - Hvammstangi, Félagsheimilið
miðvikudaginn 1. nóvember kl. 20:00 - Breiðamýri í Reykjadal
fimmtudaginn 2. nóvember kl. 11:30 - Svalbarðsskóli/Fræðasetur, Svalbarð
fimmtudaginn 2. nóvember kl. 20:00 - Egilsstaðir, Hótel Hérað
Heitt verður á könnunni og KVH býður uppá kjötsúpu á fundinum á Hvammstanga. Fundinum á Hvanneyri verður streymt og hann tekinn upp.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.