A-Húnavatnssýsla

Lesendur Húnahornsins völdu Karólínu

Lesendur Húnahornsins hafa valið Karólínu Elísabetardóttur sem mann ársins í Austur-Húnavatnssýslu árið 2023. Þetta er í annað sinn sem Karólína hlýtur þessa nafnbót því lesendur Húnahornsins völdu hana einnig mann ársins 2021. 
Meira

Styrkir úr Safnasjóði

Úthlutun úr safnasjóði fór fram í Safnahúsinu við hátíðlega athöfn að viðstöddu fjölmenni þar sem styrkþegar tóku á móti viðurkenningarskjölum. Úthlutunarboð safnaráðs fór fram í kjölfar ársfundar höfuðsafnanna þriggja; Þjóðminjasafns Íslands, Listasafns Íslands og Náttúruminjasafns Íslands í í fyrirlestrasal Safnahússins við Hverfisgötu.
Meira

Þekkir þú einhvern sem á skilið Landstólpann?

Landstólpinn er samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar sem veitt er árlega á ársfundi þeirra. Um er að ræða hvatningarverðlaun til einstaklinga, fyrirtækja, hópa eða verkefna sem vakið hafa athygli á byggðamálum, styrkt samfélög í landsbyggðunum eða stuðlað að framgangi málefna landsbyggðanna, ýmist í heild eða innan tiltekins byggðarlags, s.s. innan nýsköpunar, byggðaþróunar, atvinnuþróunar, sjálfbærni eða menningar.
Meira

Býr afskekkt í alfaraleið | Karólína í Hvammshlíð í viðtali

Karólínu í Hvammshlíð þarf nú varla að kynna fyrir fólki. Og þó, hún er vissulega fædd og uppalin í sveit í Þýskalandi þar sem nágrannar hennar áttu kind sem Karólína notaði eins og flestir notast við hesta. Það má því segja að Karólína sé fædd „dýrakona“ og þó uppruninn sé þýskur er hún íslenskari en margir Íslendingar. Nú er hún búin að búa lengur á Íslandi heldur en í Þýskalandi svo nú tölum við um hana sem Íslending. Eftir framhaldsskóla, þegar Karólóna var 19 ára gömul, nánar tiltekið árið 1989, kom hún fyrst til Íslands. „Þegar ég lenti í Keflavík voru engin göng eða neitt, maður kom bara strax undir beran himinn. Ég man ennþá þegar ég kom út úr flugvélinni, þetta loft, það var eins og tært vatn og ég vissi bara strax að þetta væri landið mitt og það hefur ekkert breyst. Ísland er landið mitt. Ég hef litla sem enga tengingu til Þýskalands lengur,“ segir Karólína.
Meira

Áfram spáð fólksfækkun á Norðurlandi vestra | Mannfjöldaspá Byggðastofnunar

„Ekki er um eina niðurstöðu að ræða fyrir landsbyggðirnar enda um að ræða fjölbreytt og ólík svæði. Ef horft er á meðaltal mann-fjöldaspár Byggðastofnunar fyrir landshluta utan höfuðborgarsvæðisins er fjölgun nánast út spátímabilið fyrir Suðurland og Suðurnes. Á Vesturlandi, Austurlandi og Norðurlandi eystra er gert ráð fyrir fjölgun fram undir 2040 og síðan fækkun en fyrir Vestfirði og Norðurland vestra gerir spáin ráð fyrir fólksfækkun nánast allt spátímabilið,“ segir Sigurður Árnason, sérfræðingur á þróunarsviði hjá Byggðastofnun, þegar Feykir spyr hann út í mannfjöldaspá Byggðastofnunar sem verður að teljast nokkuð nöturleg og þá ekki hvað síst fyrir Norðurland vestra.
Meira

LightUp! 2024 er einstakur viðburður á Norðurlandi

„LightUp! 2024 er ljósalistahátíð sem verður haldin á Skagaströnd 27.-28. janúar nk. Við leggjum af stað í hrífandi ferð til að lýsa upp Skagaströnd,“ svarar Eva Guðbjartsdóttir, stjórnarformaður Nes og viðburðastjórnandi, þegar Feykir spyr hana út í hátíðina. „LightUp! verkefnið okkar miðar að því að umbreyta samfélaginu með því að sýna einstök listaverk sem nýta kraft ljóssins. Hæfileikaríkir listamenn eru valdnir til að taka þátt í þessum einstaka viðburði og nota þeir ýmsar aðferðir til að búa til yfirgripsmiklar ljósainn-setningar og vörpun sem mun sannarlega dáleiða,“ segir Eva.
Meira

Íbúðalóðir til úthlutnar á Hofsósi

Á heimasíðu Skagafjarðar eru auglýsir skipulagsnefnd lausar lóðir til úthlutunar á Hofsósi. Um eru að ræða einbýlishúsa,raðhúsa og parhúsalóðir. Lóðirnar eru auglýstar frá og með 24. janúar til og með 9. febrúar 2024. 
Meira

Ástandið í umdæminu almennt gott

Lögreglan á Norðurland vestra hefur sent frá sér afbrotatölfræði síðasta árs og borið saman við árin 2022 og 2021. Í fyrra voru skráð 2.099 brot en það er rúmlega 15% aukning frá því árið 2022, eða 322 fleiri brot, en árið þar á undan var fjöldinn svipaður og í fyrra, eða 2026. Umferðarlagabrot eru stærsti brotaflokkurinn hjá embættinu.
Meira

Níu styrkir úr Íþróttasjóði til verkefna á Norðurlandi vestra

Í síðustu viku úthlutaði Íþróttanefnd tæpum 28 milljónum úr Íþróttasjóði til 74 verkefna fyrir árið 2024 en alls bárust nefndinni umsóknir um styrki í 179 verkefni. Alls hlutu níu verkefni á Norðurlandi vestra styrki en hæsti styrkurinn á svæðinu kom í hlut sunddeildar Tindastóls í verkefnið Orkuboltar og vellíðan sem er ætlað börnum með sérþarfir.
Meira

Fólk hvatt til að taka þátt í garðfuglatalningu um helgina

Húnahornið segir frá því að árlega fitjar Fuglavernd upp á talningu garðfugla yfir eina helgi. Venjulega er um að ræða síðustu helgina í janúar. Að þessu sinni verður Garðfuglahelgin 26.-29. janúar. Í tilkynningu frá Fuglavernd segir að gott sé að hefja undirbúning talningar nokkrum dögum áður með því að hefja daglegar fóðurgjafir til að lokka að fugla.
Meira