A-Húnavatnssýsla

Grásleppuvertíðin árið 2023

Á heimasíðunni aflafrettir.is hefur Gísli Reynisson í Reykjanesbæ tekið saman alls konar lista varðandi veiðar fyrir árið 2023 og er við hæfi að byrja á að skoða hvernig grásleppuveiðarnar voru fyrir Norðurland vestra. Á listanum eru 165 bátar en því miður þá náði enginn bátur frá þessu svæði á topp 10 listann en sá fyrsti er í 48. sæti.
Meira

Uppbygging við Flúðabakka á Blönduósi

Húnabyggð skrifaði undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu átta íbúða við Flúðabakka.  Fimm íbúðir eru í fyrsta áfanganum sem áætlað er að hefjist sem fyrst. Íbúðirnar eru hugsaðar fyrir fólk eldri en 60 ára.
Meira

Sunnanvindar og hiti í kortunum

Það hefur hlánað talsvert í dag á Norðurlandi vestra og á þjóðvegum er víðast hvar hálka eða hálkublettir. Greiðfært er þó á Hrútafjarðarhálsi, í Hrútafirði og yfir Holtavörðuheiði. Á Sauðárkróki er nú víða glerhálka enda snjóþyngra innan bæjar en utan þar sem snjór safnast meira saman og erfiðara er að moka göturnar. Reikna má með að ástandið sé svipað í öðrum þéttbýliskjörnum og því vissara að stíga hægt til jarðar og fara varlega akandi.
Meira

Húnahornið stendur fyrir vali á Manni ársins í Austur-Húnavatnssýslu

Líkt og undanfarin 18 ár býður Húnahornið lesendum sínum að velja mann ársins í Austur-Húnavatnssýslu. Er biðlað til lesenda að senda inn tilnefningu í gegnum þar til gerðan rafrænan atkvæðaseðil. Hver og einn getur sent inn eina tilnefningu og er jafnframt óskað eftir ástæðu tilnefningarinnar. Fram kemur í frétt á Húnahorninu að Maður ársins í Austur-Húnavatnssýslu geti verið einstaklingur eða hópur manna.
Meira

Afbrotum á svæði Lögreglunnar á Norðurlandi vestra fjölgar um 15% milli ára

Lögreglan á Norðurland vestra hefur sent frá sér afbrotatölfræði síðasta árs og borið saman við árin 2022 og 2021. Í fyrra voru skráð 2.099 brot en það er rúmlega 15% aukning frá því árið 2022, eða 322 fleiri brot, en árið þar á undan var fjöldinn svipaður og í fyrra, eða 2026. Umferðarlagabrot eru stærsti brotaflokkurinn hjá embættinu.
Meira

Fyrsta barn ársins á Akureyri frá Sauðárkróki

Í frétt sem Vikublaðið gaf Feyki góðfúslegt leyfi til að birta segir að fyrsta barn ársins sem fæddist á fæðingardeild Sjúkrahússins á Akureyri leit dagsins ljós kl. 15.01 á nýjársdag. Það var drengur, 3036 grömm og 50 sentímetrar. Foreldrar hans eru Arna Ingimundardóttir (Ingimundar tannlæknis) og Jóhann Helgason.(Helga á Reynistað). Þau eru búsett á Sauðárkróki en svo skemmtilega vill til að Arna er starfandi ljósmóðir á fæðingardeildinni á Akureyri.
Meira

Jólakrossgáta Feykis

Frábær þátttaka var í jólakrossgátu Feykis sem birt var í síðasta blaði liðins árs. „Jólakveðjublaðinu“ og þökkum við ykkur sem tókuð þátt kærlega fyrir. Þrír voru dregnir út og fá að launum bók og súkkulaði. Vinningshafar voru að þessu sinni sem hér segir: 
Meira

Lið GN hópbíla sigraði á Hvammstanga

Knattspyrnuveisla Kormáks Hvatar fór fram um síðustu helgi í Íþróttamiðstöðinni Hvammstanga. Í frétt á Aðdáendasíðu Kormáks segir að gríðarleg stemning hafi verið í húsinu og harðir leikir sem fæstir réðust fyrr en á lokamínútunum.
Meira

SSNV auglýsir eftir tilnefningum

SSNV kallar eftir tilnefningum til framúrskarandi verkefna á Norðurlandi vestra á árinu 2023. Í frétt á heimasíðu SSNV segir að þetta sé í fimmta sinn sem viðurkenningin verður veitt og gert er ráð fyrir að hún verði afhent í mars 2024.
Meira

Drangey og Málmey lönduðu 190 tonnum

Tveir togara FISK Seafood voru mættir til löndunar á öðrum degi ársins að afloknu jólafríi. Alls lönduðu Drangey SK2 og Málmey SK1 um 190 tonnum og var uppstaða aflans þorskur og karfi.
Meira