V-Húnavatnssýsla

Vonast til að FabLab-aðstaða verði opnuð í byrjun næsta árs

Opið samráð um samfélagsmiðstöð í Félagsheimilinu Hvammstanga er kynnt á heima-síðu Húnaþings vestra. Feykir forvitnaðist aðeins um málið hjá Unni Valborgu Hilmarsdóttur sveitarstjóra og þar á meðal hvaða þjónustu hún sjái fyrir sér að verði veitt í miðstöðinni.
Meira

Öflugur landbúnaður er lykill að kröftugri byggð

Til að stuðla að farsæld og heilbrigðum vexti landbúnaðar og fæðutengdrar starfsemi þurfum við að hugsa fyrir framtíðinni í stærra samhengi en mér sýnist hafa verið gert hingað til. Opinber stuðningur skiptir augljóslega máli, en fleiri þurfa að leggja lóð sitt á vogaskálarnar.
Meira

Ég vil vera sterkur málsvari fyrir ykkur

Meira

Geymt en ekki gleymt | Leiðari 45. tbl. Feykis

Það er búið að gjósa en nú á að kjósa. Já, það styttist í kjördag, hann er á laugardaginn ef það skyldi hafa farið fram hjá einhverjum, og nú verða allir sem vettlingi geta valdið að nýta atkvæðisréttinn.
Meira

Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! | Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Það er sameiginlegur hagur allra landsmanna að halda landinu öllu í byggð svo það gangi upp verður að tryggja aðgang íbúa að fjölbreyttri grunnþjónustu óháð búsetu og efnahaga. Það verður að tryggja að allir landsmenn sitji við sama borð og hafi jöfn tækifæri. Það er grundvöllur þess að öflugt og fjölbreytt atvinnulífi sé til staðar á landsbyggðunum og að fólk velji sér þar framtíðar búsetu.
Meira

Hefur Sjálfstæðisflokkurinn hækkað eða lækkað skatta? | Kristófer Már Maronsson skrifar

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn frá árinu 2013 og lagt áherslu á að lækka skatta og styrkja velferðarkerfið. Þó eru til stjórnmálamenn sem reyna að halda öðru fram.
Meira

Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar | Eyjólfur Ármannsson skrifar

Ísland er eyja í norður Atlantshafi. Sú staðsetning gerir það að verkum að þegar kemur að grænmeti þá höfum við tvo valkosti í boði. Við getum annaðhvort flutt það inn með skipum eða flugi, og borgað mikla álagningu fyrir vöru sem er ekki fersk, eða nýtt okkar grænu orku og hreina vatn til að rækta fyrsta flokks grænmeti á Íslandi.
Meira

Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina | Arna Lára Jónsdóttir skrifar

Við í Samfylkingunni óskum eftir þínum stuðningi til að leiða breytingar sem nauðsynlegar eru fyrir Ísland. Við höfum átt í innihaldsríku samtali við þjóðina síðastliðin tvö ár og því ætlum við að halda áfram. Það að vera í þjónustu við þjóðina þýðir að hlusta og rækta samband við fólkið í landinu. Það höfum við gert og ætlum að gera áfram. Þetta samtal er grunnurinn að stefnu Samfylkingarinnar fyrir þessar kosningar sem birtist í Planinu, þremur útfærðum tillögum í efnahagsmálum, velferðarmálum og atvinnu- og innviðamálum.
Meira

Nemendur FNV á faraldsfæti

Dagana 13.-17. nóvember fór hópur nemenda frá FNV til Uherské Hradiště í Tékklandi í Eramsus+ ferð. Í frétt á vef FNV segir að um hafi verið að ræða hluta af verkefninu INCLUSION: A human right and opportunity for all (Mannréttindi og tækifæri fyrir alla) þar sem áhersla er lögð á stuðning og samleið þeirra sem þurfa stuðning vegna ýmissa þátta, líkt og að nota hjólastól, skerðing á sjón eða heyrn, sem og aðrar andlegar eða líkamlegar skerðingar.
Meira

Vilt þú breytingu á stjórn landsins? | Hannes S. Jónsson skrifar

Á laugardaginn kjósum við okkur sextíu og þrjá einstaklinga til að setjast á Alþingi næstu fjögur árin, nýja forystu fyrir landið okkar. Stóra spurningin sem hvert og eitt okkar þarf að spyrja sig að, viljum við breytingar við stjórn landsins eða viljum við óbreytt ástand.
Meira