V-Húnavatnssýsla

Réttindabarátta sjávarbyggðanna | Eyjólfur Ármannsson skrifar

Helsta forgangsmál Flokks fólksins er baráttan gegn fátækt. Flokkur fólksins berst fyrir að allir fái lifað mannsæmandi lífi. Lífsgæði eru ekki einkaréttur útvalinna! Það á einnig við um landsbyggðina og sjávarbyggðir.
Meira

Kjörstaðir á Norðurlandi vestra

Á morgun laugardaginn 30.nóvember geta þeir sem hafa náð 18 ára aldri, eiga lögheimili á íslandi og íslenskir ríksi-borgarar kosið til Alþingis.
Meira

Verndari Vatnsdalshólanna

Dóra flutti í Vatnsdalshóla 2016 og opnaði Listakot Dóru 2018 en er búin að vinna við handverk og listir í yfir 30 ár. Fyrst á Hvammstanga og svo á Hvolsvelli en þaðan kom hún aftur heim. Ættin Dóru er búin að vera í Vatnsdalshólum í um það bil 147 ár. Hún sleit sínum barnsskóm í Vatnsdalshólum og segir það hafa verið frábært að koma heim aftur. Dóra er sveitastelpa og mikið náttúrubarn og henni finnst gaman að geta unnið að list sinni.
Meira

Á ferð um Norðvestur kjördæmi | Frá efstu frambjóðendum Samfylkingarinnar

Nú styttist í kosningarnar og frambjóðendur Samfylkingarinnar hafa verið á þönum um allt kjördæmi og við höfum átt samtal við mjög marga íbúa kjördæmisins, samtal sem mun hjálpa okkur á næstu fjórum árum, því kosningarnar eru bara einn liður, það er hvernig við förum með niðurstöðurnar og sinnum kjördæminu næstu fjögur árin sem skiptir öllu máli.
Meira

Gallerí Ós rekið af hugsjón

Blaðamaður Feykis rúntaði yfir fjallið og hitti Henný Rósu og Guðmund sem er fólkið á bak við Gallerí Ós á Blönduósi og spjallaði við þau um handverksmarkaðinn sem opnaði þar nú í sumar.
Meira

Veðrið á kjördag

Framan af vikunni voru talsverðar áhyggjur af kosningaveðrinu enda gerðu spár ráð fyrir mögulegu óveðri. Norðurland vestra virðist ætla að sleppa nokkuð vel frá veðrinu en verst verður það væntanlega á austanverðu landinu þar sem vindur og úrkoma verða mest. Þannig er spáð skaplegu veðri í Skagafirði á morgun, heldur hvassara í Húnavatnssýslum en alla jafna er aðeins gert ráð fyrir lítils háttar snjókomu á Norðurlandi vestra.
Meira

Ykkar fulltrúar | Arna Lára Jónsdóttir skrifar

Kjördagur er á morgun og lokasprettur í kosningabaráttunni er hafinn. Við frambjóðendur Samfylkingarinnar í Norðvestur höfum verið á ferð og flugi um kjördæmið, fengið að kynnast fjölmörgum íbúum og fyrirtækjum í bland við gamla kunningja. Fyrir hönd okkar vil ég þakka öllum sem hafið tekið á móti okkur, boðið okkur spjall, nestað okkur með góðum hugmyndum og leyft okkur að heyra um áskoranir í daglegu lífi. Þessi samtöl gefa okkur kjark og orku að berjast fyrir hagsmunum kjördæmisins.
Meira

Við þorum að taka ákvarðanir | Gunnar Bragi Sveinsson skrifar

Kjördæmið okkar hefur verið afskipt um of langan tíma um leið og tækifærin eru um allt. Við þurfum að fá að nýta þessi tækifæri og fá til þess stuðning þar sem við á.
Meira

Aðventuhátíð í Hvammstangakirkju á sunnudag

Næstkomandi sunnudag, þann 1. desember sem jafnframt er fyrsti sunnudagur í aðventu, er aðventuhátíð í Hvammstangakirju og einnig í kapellu sjúkrahúss Heilbrigðisstofnunar Vesturlands.
Meira

Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu | Eyjólfur Ármannsson skrifar

Ríkisstjórnin hefur gert lítið sem ekkert til að auka framboð á húsnæði til að mæta hinni gríðarlegu eftirspurn á tímum fordæmalausrar íbúafjölgunar. Okkur hefur fjölgað um 15% frá 2017. Um 1.200 íbúðir i Grindavík hurfu vegna eldsumbrotanna á Reykjanesi. Til að ná niður verðbólgu og vöxtum er gríðarlega mikilvægt að tryggja nægt framboð á húsnæði um allt land fyrir lág- og millitekjufólk og fyrstu kaupendur.
Meira