Skátafélagið Eilífsbúar á Landsmóti á Úlfljótsvatni
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
17.07.2024
kl. 14.50
Landsmót skáta 2024 fer senn að ljúka en það byrjaði þann 12. júlí og lýkur þann 19. júlí. Mótið í ár er á Úlfljótsvatni og eru átta ár liðin síðan síðasta Landsmót var haldið en venju samkvæmt er það á þriggja ára fresti. Eftirvæntingin leyndi sér því ekki hjá mótshöldurum og þátttakendum og var þema mótsins Ólíkir heimar sem var svo skipt upp í fimm svæði, Bergheima, Jurtaheima, Loftheima, Eldheima og Vatnaheima. Skátafélagið Eilífsbúar á Króknum létu sig ekki vanta og fóru 17 manns á mótið. Þar af voru fimmtán krakkar og tveir fararstjórar þau Hildur Haraldsdóttir og Emil Dan Brynjólfsson.
Meira