V-Húnavatnssýsla

Á sveitaballi :: Kristrún Örnólfsdóttir minnist Skagafjarðar – 2. hluti

Kristrún Þórlaug Örnólfsdóttir f. 29.03 1902 d. 16.08 1978 skrifaði eftirfarandi frásögn í „Sóley“, handskrifað blað kvenfélagsins í Súgandafirði: Ég fór til Skagafjarðar vorið 1923 og var þar á sama bæ í 2 og 1/2 ár. Bærinn hét Sjávarborg. Var það skammt frá Sauðárkróki eða í kringum hálftíma gangur út á Krókinn. Ég fór, því miður, óvíða um Skagafjörð. Fór einu sinni fram að Reynistaðarétt, út að Meyjarlandi á Reykjaströnd, yfir í Blönduhlíð að Syðribrekkum og Hofsstöðum og 4 bæi á Hegranesi; Ás, Ríp, Helluland og Vatnskot. Ennfremur kom ég að Gili, Hólkoti, Brennigerði og Borgargerði og svo oft út á Krók, því þangað áttum við kirkjusókn.
Meira

Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga 2022

Eftir rúm tvö ár í undarlegum aðstæðum sem sköpuðust vegna áhrifa kórónuveirunnar, sem á einhvern undarlegan hátt ákvað að herja á mannkynið með Covid-19, stefna Skagfirðingar ótrauðir á að halda alvöru Sæluviku með glaum og gleði sem aldrei fyrr. Þar sem er Sæluvika þar er Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga.
Meira

Magnús Eðvaldsson fer fyrir N lista í Húnaþingi vestra

N listinn Nýs afls í Húnaþingi vestra hefur skilað inn framboðslista sínum en upplýsingar um málefnavinnu og fundahöld koma fram á næstu dögum. Magnús Vignir Eðvaldsson, íþróttakennari og sveitarstjórnarfulltrúi, leiðir listann en Þorgrímur Guðni Björnsson sérfræðingur og Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir, ferðaþjónustubóndi og reiðkennari, verma næstu tvö sæti.
Meira

Ísland næstu árin

Við getum örugglega öll verið sammála um mikilvægi þess að um allt land séu blómlegar byggðir með hamingjusömum íbúum. Á landsbyggðinni eru starfandi öflug fyrirtæki sem skapa tekjur inn í þjóðarbúið. Lífið á landsbyggðinni er allskonar og kallar á mismunandi nálganir. En ekkert gerist af sjálfu sér, svo við getum haldið öflugum byggðum allt í kringum landið er nauðsynlegt að hafa raunhæfa byggðaáætlun.
Meira

Ótrúlega gaman að keppa fyrir hönd FNV

Söngkeppni framhaldsskólanna fór fram síðastliðið sunnudagskvöld og venju samkvæmt átti Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra frambærilegan fulltrúa. Að þessu sinni var það Emelíana Lillý Guðbrandsdóttir, 16 ára hæfileikabúnt, sem fékk það verkefni að fara fyrst á svið í beinni útsendingu á RÚV og það var próf sem hún stóðst með glans. Hún réðist heldur ekkert á garðinn þar sem hann var lægstur, skellti sér í Whitney Houston ballöðuna I Have Nothing og rúllaði dæminu upp. Feykir hafði samband við söngkonuna efnilegu.
Meira

Dalbæingar telja vorið verða seint á ferðinni

Á fundi Veðurklúbbs Dalbæjar þann fjórða apríl varð bjartsýni, eða kannski hitasýn, klúbbfélaga fyrir veðri mánaðarins á Norðurlandi ekki eins mikil og hún hefur verið það sem af er árinu, segir í skeyti spámanna. „Sjáum við fyrir okkur áframhaldandi umhleypingar en þó líklega óvenju mikla kuldatíð.“
Meira

Norræn myndbandasamkeppni fyrir hugmyndaríka krakka!

Norræna verkefnið NordMar Biorefine sem Matís stýrir hefur sett af stað myndbandasamkeppni fyrir ungmenni á aldrinum 14-19 ára. Keppnin er opin öllum á þessum aldri á Norðurlöndunum, þar með talið á Íslandi.
Meira

Þorleifur Karl í oddvitasæti Framsóknar og annarra framfarasinna í Húnaþingi vestra

Framboðslisti Framsóknar og annarra framfarasinna í Húnaþingi vestra var samþykktur einróma á félagsfundi Framsóknarfélags Húnaþings vetra í Félagsheimilinu Hvammstanga í gærkvöldi.
Meira

Tónleikar til heiðurs Stuðmönnum á Hvammstanga

Á skírdag mun Menningarfélag Húnaþings vestra, ásamt fríðu föruneyti tónlistarmanna úr héraðinu, standa fyrir heiðurstónleikum Stuðmanna í Félagsheimilinu Hvammstanga. Yfir 30 flytjendur munu stíga á stokk og flytja 20 lög Stuðmanna sem spanna 45 ára tónlistarsögu þeirra.
Meira

Bragi Hólmar sigraði framsagnarkeppnina í Húnavatnsþingi

Framsagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi var haldin á Blönduósi í síðustu viku en þá komu alls tólf nemendur frá Húnavallaskóla, Höfðaskóla, Grunnskóla Húnaþings vestra og Blönduskóla saman og kepptu í upplestri, lásu bæði ljóð og sögur. Það var Bragi Hólmar Guðmundsson sem bar sigur úr bítum í keppninni en hann er frá Grunnskóla Húnaþings vestra.
Meira