V-Húnavatnssýsla

Dalbæingar búast við köldum maí með einhverjum hretum

„Eins og fram kom í viðtali Síðdegisútvarps Rásar2 þriðjudaginn 26. apríl síðastliðinn, eftir aukafund klúbbsins, þá eigum við von á frekar hæglátum en köldum maí en þó með einhverjum hretum,“ segir í skeyti Veðurklúbbs Dalbæjar.
Meira

Úkraínuforseti ávarpar Alþingi

Ávarp Volodímírs Selenskís, for­seta Úkraínu, til alþing­is­manna og ís­lensku þjóðar­inn­ar í gegn­um fjar­funda­búnað sl. föstu­dag við sér­staka at­höfn í þingsal Alþing­is var sögu­legt. Þetta var í fyrsta skipti sem er­lend­ur þjóðhöfðingi flyt­ur ávarp í þingsal Alþing­is og mark­ar tíma­mót.
Meira

Aðalsteinn hverfur frá Byggðastofnun til innviðaráðuneytis

Innviðaráðherra hefur skipað Aðalstein Þorsteinsson, forstjóra Byggðastofnunar, í embætti skrifstofustjóra sveitarfélaga og byggðamála hjá innviðaráðuneytinu og mun hann taka við embættinu frá og með 1. júní næstkomandi. Frá þessu er greint á heimasíðu stjórnarráðsins.
Meira

Engin fuglaflensuhræ fundist á Norðurlandi vestra

Fyrir skömmu fór fram talning á helsingjum í Skagafirði og Húnavatnssýslunum á vegum Náttúrustofu Norðurlands vestra og fundust nálægt 45 þúsund fuglar. Að sögn Einars Þorleifssonar, náttúrufræðings hjá NNV, heppnaðist talningin afar vel en helsingjarnir gera hér stuttan stans á leið sinni til norðaustur Grænlands.
Meira

Viljayfirlýsing um stækkun verknámshúss FNV undirrituð

Í gær skrifuðu Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Ingileif oddsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, undir viljayfirlýsingu um stækkun verknámshúss skólans. Þar með er langþráðum áfanga náð í þeirri vegferð að koma húsnæði iðngreina í viðunandi horf.
Meira

Rútuferð á þriðja leikinn

Stuðningsmenn Stólanna voru ánægðir með sína menn í gærkvöldi eftir að þeir lögðu Valsmenn í parket í Síkinu. Þriðji leikurinn í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn fer fram í Origo-höll Valsmanna nú á fimmtudagskvöldið og gengur víst vel að selja stuðningsmönnum Tindastóls miða á leikinn. Sveitarfélagið Skagafjörður mun bjóða upp á rútuferð í borgina og til baka.
Meira

Hugleiðingar við lok kjörtímabils

Þegar líður að lokum kjörtímabils er gott að líta aðeins um öxl og meta hvernig til hefur tekist. Þegar við skoðum hvaða markmið við settum okkur í upphafi og horfum svo á hverju við höfum áorkað get ég sagt að ég er nokkuð sáttur við árangurinn. Auðvitað er ekki allt búið en við höfum komið býsna miklu í framkvæmd.
Meira

Amber Christina Monroe hlaut önnur verðlaun í nýsköpunarhraðli fyrir konur

Frumkvöðlaverkefni sem snúa að umhverfissjónarmiðum, samgöngum, sjálfbærri ræktun, aðstoð við listamenn, umhverfisvæna verslun og veflausn sem snýr að forvörnum gegn ofbeldi urðu í efstu sætunum í nýsköpunarhraðli fyrir konur sem Háskóli Íslands stendur að í samstarfi við bandaríska sendiráðið á Íslandi. Hraðlinum lauk formlega sl. föstudag og voru vegleg peningaverðlaun að verðmæti 2,2 milljóna króna veitt vinningshöfunum. Isponica á Hólum í Hjaltadal hlaut önnur verðlaun í einstaklingsflokki.
Meira

Heilsueflandi Húnaþing vestra

Það var nóg að gera hjá Ölmu Möller landlækni sl. föstudag því Blönduósbær var ekki eina sveitarfélagið á Norðurlandi vestra sem gerðist aðili að Heilsueflandi samfélagi. Hún heimsótti einnig Hvammstanga þar sem hún og og Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri undirrituðu samning um innleiðingu Heilsueflandi samfélags í Húnaþingi vestra.
Meira

Vængir Júpíters unnu nauman sigur á Kormáki/Hvöt

Keppni í 3. deildinni í knattspyrnu hófst í gær og þar spruttu Húnvetningar fram á Fjölnisvöllinn undir sameiginlegu merki Kormáks/Hvatar. Andstæðingarnir voru Vængir Júpíters sem er einskonar B-lið Fjölnis í Grafarvoginum reykvíska. Heimamenn náðu yfirhöndinni snemma leiks en gekk illa að hrista af sér nýliðina en það fór svo að lokatölur urðu 2-1 fyrir Grafarvogspiltana.
Meira