Magnús Eðvaldsson fer fyrir N lista í Húnaþingi vestra
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
08.04.2022
kl. 09.13
N listinn Nýs afls í Húnaþingi vestra hefur skilað inn framboðslista sínum en upplýsingar um málefnavinnu og fundahöld koma fram á næstu dögum. Magnús Vignir Eðvaldsson, íþróttakennari og sveitarstjórnarfulltrúi, leiðir listann en Þorgrímur Guðni Björnsson sérfræðingur og Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir, ferðaþjónustubóndi og reiðkennari, verma næstu tvö sæti.
Frambjóðendur N listans í sveitarstjórnarkosningum 14. maí 2022 lítur þannig út:
- Magnús Vignir Eðvaldsson, 45 ára íþróttakennari og sveitarstjórnarfulltrúi.
- Þorgrímur Guðni Björnsson, 31 árs sérfræðingur
- Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir, 31 árs ferðaþjónustubóndi og reiðkennari
- Viktor Ingi Jónsson, 23 ára stuðningsfulltrúi og nemi
- Þórey Edda Elísdóttir, 44 ára verkfræðingur
- Eygló Hrund Guðmundsdóttir, 27 ára skólabílstjóri og þjónustufulltrúi
- Kolfinna Rún Gunnarsdóttir, 26 ára deildarstjóri
- Ármann Pétursson, 31 árs bóndi
- Patrekur Óli Gústafsson, 22 ára kokkur og matartækninemi
- Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir, 33 ára lögreglumaður
- Sigurbjörg Jóhannesdóttir, 53 ára sérfræðingur .
- Karítas Aradóttir, 22 ára nemi
- Pálína Fanney Skúladóttir, 57 ára grunnskólakennari og organisti
- Guðmundur Haukur Sigurðsson, 70 ára ferðaþjónn og formaður Fél. eldri borgara
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.