Magnús Eðvaldsson fer fyrir N lista í Húnaþingi vestra

N listinn Nýs afls í Húnaþingi vestra hefur skilað inn framboðslista sínum en upplýsingar um málefnavinnu og fundahöld koma fram á næstu dögum. Magnús Vignir Eðvaldsson, íþróttakennari og sveitarstjórnarfulltrúi, leiðir listann en Þorgrímur Guðni Björnsson sérfræðingur og Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir, ferðaþjónustubóndi og reiðkennari, verma næstu tvö sæti.

Frambjóðendur N listans í sveitarstjórnarkosningum 14. maí 2022 lítur þannig út:

  1. Magnús Vignir Eðvaldsson, 45 ára íþróttakennari og sveitarstjórnarfulltrúi.
  2. Þorgrímur Guðni Björnsson, 31 árs sérfræðingur
  3. Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir, 31 árs ferðaþjónustubóndi og reiðkennari
  4. Viktor Ingi Jónsson, 23 ára stuðningsfulltrúi og nemi
  5. Þórey Edda Elísdóttir, 44 ára verkfræðingur
  6. Eygló Hrund Guðmundsdóttir, 27 ára skólabílstjóri og þjónustufulltrúi
  7. Kolfinna Rún Gunnarsdóttir, 26 ára deildarstjóri
  8. Ármann Pétursson, 31 árs bóndi
  9. Patrekur Óli Gústafsson, 22 ára kokkur og matartækninemi
  10. Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir, 33 ára lögreglumaður
  11. Sigurbjörg Jóhannesdóttir, 53 ára sérfræðingur .
  12. Karítas Aradóttir, 22 ára nemi
  13. Pálína Fanney Skúladóttir, 57 ára grunnskólakennari og organisti
  14. Guðmundur Haukur Sigurðsson, 70 ára ferðaþjónn og formaður Fél. eldri borgara

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir