V-Húnavatnssýsla

Matgæðingur í viku 13 - Tælenskur chilikjúklingur og sænsk kladdkaka

Matgæðingur vikunnar í tbl 13 í ár var Kristrún Ósk Sigurðardóttir en hún fékk áskorun frá Völu Frímannsdóttur. Kristrún er þjónustufulltrúi í Vörumiðlun á Sauðárkróki og er gift Arnari Skúla Atlasyni þjónustufulltrúa hjá VÍS. Kristrún og Arnar eiga þrjú börn, tvíburana Arnar Smára og Atla Skúla og Erlu Lár.
Meira

„Þetta er náttúrulega hörku lið í Keflavík, ekki má gleyma því,“ segir Svavar Atli sem býst við stríðsátökum í kvöld

Í kvöld fer fram fjórði leikur í rimmu Tindastóls og Keflavíkur í úrslitakeppni Subway deildarinnar í körfubolta en með sigri komast Stólar áfram í undanúrslit. Fari hins vegar svo að Keflvíkingar beri sigur úr býtum ráðast úrslit, um hvort liðið fer áfram, í oddaleik á páskadag í Síkinu á Sauðárkróki.
Meira

Loksins eftirhermur - Páskatúr Sóla Hólm

Þeir fara víða skemmtikraftarnir þessa dagana og svo er um Sóla Hólm sem hefur sinn (engan veginn) árvissa páskatúr á Króknum í kvöld. Sýningin Loksins eftirhermur hefur gengið fyrir fullu húsi í Bæjarbíói í Hafnarfirði í vetur en nú verður hann í Háa salnum á Gránu á Sauðárkróki og segir Áskell Heiðar, framkvæmdastjóri 1238, að nokkrir miðar séu enn til.
Meira

Vel heppnuð uppskeruhátíð Matsjárinnar

Í fyrstu viku aprílmánaðar var haldin glæsileg uppskeruhátíð og matarmarkaður Matsjárinnar sem fór fram á Hótel Laugarbakka í Húnaþingi vestra. Um var að ræða lokaviðburð 14 vikna masterclass-námskeiðs sem fór af stað í byrjun ársins. Í frétt á vef SSNV segir að á þessu 14 vikna tímabili voru haldnir sjö fræðslufundir og sjö svokallaðir heimafundir sem fram fóru á netinu. Lagt var upp með að veita fræðslu til smáframleiðenda matvæla til að styðja þá í að auka verðmætasköpun, styrkja stöðu sína, efla framleiðslu, auka sölutekjur og sjálfbærni í rekstri.
Meira

Íþróttahreyfingin fær styrk vegna tekjutaps af völdum heimsfaraldurs

Ákveðið var á fundi ríkisstjórnar sl. föstudag að íþróttahreyfingin í landinu fengi 500 m.kr. fjárframlag frá stjórnvöldum sem mótvægisaðgerð gegn tekjutapi af völdum heimsfaraldurs.
Meira

Fimmgangur í Meistaradeild KS á morgun

Meistaradeild KS í hestaíþróttum heldur áfram á morgun 13. apríl þegar keppt verður í fimmgangi í Reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki. Sýnt verður beint frá mótinu á Alendis TV. Í tilkynningu frá stjórn Meistaradeildar segir að húsið verði opið frá klukkan 17 þar sem hægt verður að spjalla yfir kjötsúpu, kaffi, súkkulaði og samlokum. „Endilega mætið tímanlega - hlökkum til að sjá ykkur.“
Meira

Sókn til framtíðar

Þann 14. maí næstkomandi verða sveitarstjórnarkosningar haldnar um land allt. Þá ákveðum við hverja við veljum til þess að stjórna nærsamfélögum okkar næstu fjögur árin. Í ljósi eftirfarandi lagatexta er gott og rétt að við íhugum vandlega hverja við viljum sjá við stjórnvölin. Í Sveitarstjórnarlögum segir meðal annars: “Sveitarstjórn hefur ákvörðunarvald um nýtingu tekjustofna, lántökur og ráðstöfun eigna og um framkvæmd verkefna sveitarfélagsins. Sveitarstjórn skal sjá um að lögbundnar skyldur séu ræktar og hafa eftirlit með því að fylgt sé viðeigandi reglum í störfum sveitarfélags.
Meira

Lið Kormáks/Hvatar úr leik í Mjólkurbikarnum

Fótboltinn er löngu farinn í gang en nú á föstudaginn hófst alvaran því þá fóru fyrstu leikirnir í Mjólkurbikarnum fram. Lið Kormáks/Hvatar fékk Dalvík/Reyni í heimsókn á Sauðárkróksvöll upp úr hádegi í gær. Markalaust var í hálfleik en Eyfirðingarnir gerðu þrjú mörk í síðari hálfleik og Húnvetningar því úr leik í bikarnum.
Meira

Hvalfjarðarvegur lokaður á morgun

Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu er vakin athygli á að Hvalfjarðarvegur verður lokaður við Miðsand frá kl. 09:00-12:30 mánudaginn 11. apríl næstkomandi vegna varnaræfingarinnar Norður-Víkings.
Meira

Salan á Íslandsbanka er ólöglegt hneyksli!

Eftir Hrun eða árið 2012 setti Alþingi lög um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Lögunum er ætlað að gera hlutverk Alþingis veigameira í sölumeðferðinni en áður. Lögin innihalda meginreglur og fastmótaðan ramma utan um tilhögun sölunnar. Þessar meginreglur kveða um á um að áhersla skuli lögð á opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs fyrir eignarhluti. Þess skal gætt að skilyrði sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn og að þeir njóti jafnræðis. Þá skal kappkosta að efla virka og eðlilega samkeppni á fjármálamarkaði.
Meira