V-Húnavatnssýsla

Viljinn getur framkvæmt hið ómögulega

Halló, ég heiti Najib, frá borginni Rastan í Homs héraði í Sýrlandi. Ég fæddist inn í fábrotna fjölskyldu sem hafði það í meðallagi gott. Ég stundaði nám á rafmagnsbraut og lauk stúdentsprófi.
Meira

Pétur Pan og Fyrsti kossinn áhugaverðustu leiksýningar ársins

Sýning Leikflokks Húnaþing vestra á Pétri Pan var valin sú áhugaverðasta á leiktímabilinu hjá áhugaleikfélagi innan Bandalags íslenskra leikfélaga, ásamt Fyrsta kossinum í uppsetningu Leikfélags Keflavíkur, en valið var tilkynnt á hátíðakvöldverði á aðalfundi BÍL í gærkvöldi.
Meira

Saga hrossaræktar – félagskerfið, önnur grein :: Kristinn Hugason skrifar

Nú skal ofinn áfram þráðurinn frá síðustu grein þar sem fjallað var um stofnun fyrsta hrossaræktarfélagsins og hugmyndina að baki þess sem byggist á Norður-Evrópska eða Skandinavíska ræktunarmódelinu sem er við lýði enn í dag og er í raun grunnurinn að sameiginlegu skýrsluhaldi og útreikningi á kynbótamati. Þó staða hrossaræktarfélaganna hafi gerbreyst frá því er var.
Meira

Ásta Bryndís Sveinsdóttir opnar sýningu í Gallerí Hún í dag

Í dag klukkan 14 opnar listamaðurinn Ásta Bryndís Sveinsdóttir frá Egilsstöðum málverkasýningu í Gallerí HÚN í Húnabúð á Blönduósi. Ásta Bryndís verður á staðnum ásamt fjallhressum systrum sínum sem mættar eru af þessu tilefni, segir á Facebooksíðu Húnabúðarinnar. Boðið verður upp á vöfflur með rjóma af þessu tilefni.
Meira

Allt undir í Síkinu í kvöld

Það þarf eflaust ekki að minna nokkurn á það að Tindastóll og Njarðvík mætast í Síkinu í kvöld í fjórðu viðureign liðanna í undanúrslitum Subway-deildarinnar. Feykir spáir því að það verði barist frá fyrstu til síðustu sekúndu enda er allt undir; Tindastóll leiðir einvígið 2-1 og vilja pottþétt tryggja sér farseðilinn í úrslitarimmu gegn liði Vals á heimavelli í kvöld á meðan gestirnir úr Njarðvík verða að vinna leikinn til að halda draumnum sínum á lífi og tryggja sér oddaleik í Ljónagryfjunni suður með sjó.
Meira

Fallegur, góður og hátíðlegur dagur á Hvammstanga

Síðastliðinn þriðjudag fór fram vígsla á nýbyggingu fyrir grunnskóla og tónlistarskóla Húnaþings vestra. Í frétt á vef skólanna segir að flutt voru stutt ávörp og að sjálfsögðu var skellt í tónlistaratriði. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, var viðstaddur athöfnina og talaði til nemenda og gaf sér svo tíma til að spjalla við þá og þá gafst nemendum tækifæri til að taka myndir af sér með forsetanum.
Meira

„Þetta verður hörkuleikur,“ segir Hannes Ingi um viðureign Stóla og Njarðvíkur í kvöld

Í kvöld fer fram þriðji leikur Tindastóls og Njarðvíkur í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta og með sigri komast Stólar í úrslitaleikinn. Leikurinn fer fram í Ljónagryfju Njarðvíkinga og miðaframboð afar takmarkað, segir á Facebooksíðu körfuknattleiksdeildar Tindastóls en þar er fólk hvatt til að næla sér í miða á símaappinu Stubbi. Feykir náði í Hannes Inga Másson sem hefur bullandi trú á að Stólar fari með sigur af hólmi.
Meira

Sigursælir Húnvetningar á frjálsíþróttamóti UFA og Norðlenska

Akureyrarmót UFA og Norðlenska var haldið í Boganum laugardaginn 23. apríl sl. Boðið var upp á þrautabraut fyrir 9 ára og yngri, en keppt var í flokkum frá 10-11 ára upp í karla- og kvennaflokk. Fjöldi keppenda komu af Norðurlandi vestra og átti USAH 42 keppendur, en keppendur sambandsins unnu flest verðlaun liða á mótinu.
Meira

1.500 tonn af þorski bætast við strandveiðipottinn

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað nýja reglugerð um strandveiðar þar sem nú verða alls 10.000 tonn af þorski í strandveiðipottinum á þessu tímabili, þar af 1.500 tonn sem skiluðu sér af skiptimörkuðum á útmánuðum og ráðherra ákvað að bæta í strandveiðipottinn. Hlutfall strandveiða af leyfilegum heildarafla þorsks nemur því 4,5% og hefur ekki hefur svo stórum hluta aflans áður verið úthlutað til strandveiða.
Meira

Kvennakórinn Sóldís á Blönduósi í kvöld

Nú birtir á ný, segja söngkonur Sóldísar sem koma nú fram á ný eftir Covid-frí undanfarin misseri. Á sunnudagskvöldið, í upphafi Sæluviku, hélt kórinn tónleika í Miðgarði þar sem vel var mætt og stemningin góð. Í kvöld halda kórkonur til Blönduóss þar sem efnt verður til tónleika í Blönduóskirkju kl. 20.
Meira