V-Húnavatnssýsla

Úreltir kynjakvótar :: Leiðari Feykis

Nú kemur hver framboðslistinn í leitirnar líkt og farfuglarnir og sitt sýnist hverjum um uppstillingu frambjóðenda á þeim eins og gengur. Í lauslegri talningu minni á þeim sem þegar hafa litið dagsins ljós má ætla að þokkalegt samspil sé á milli kynja þó halli örlítið á kvenfólkið.
Meira

Húnvetningar verðlaunaðir á Búnaðarþingi

Landbúnaðarverðlaunin 2022 voru veitt á setningarathöfn Búnaðarþings í morgun og voru Húnvetningar sigursælir. Verðlaunahafar að þessu sinni eru Borghildur Aðils og Ragnar Ingi Bjarnason, sauðfjárbændur á Bollastöðum í Blöndudal, Karólína Elísabetardóttir sauðfjárbóndi í Hvammshlíð í Skagabyggð og lífrænt vottaða mjólkurvinnslan Biobú í Reykjavík.
Meira

Hólmfríður Sveinsdóttir ráðin rektor Háskólans á Hólum

Ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar hefur skipað dr. Hólmfríði Sveinsdóttur rektor Háskólans á Hólum til fimm ára frá og með 1. júní 2022. Skipan Hólmfríðar er samkvæmt einróma ákvörðun háskólaráðs frá 25. mars s.l. um að tilnefna hana sem næsta rektor skólans. Á heimasíðu skólans segir að háskólaráð hans hlakki til samstarfs við Hólmfríði og óskar henni velfarnaðar í störfum sínum.
Meira

Fyrsti T137 hrúturinn fundinn á Stóru-Hámundarstöðum

„Svo skemmtilega vill til að arfgerðin T137 hefur nú loks fundist í hrút,“ segir í frétt Eyþórs Einarssonar á heimasíðu Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins en skipuleg leit hefur staðið yfir í vetur að verndandi genum gegn riðu í sauðfé. Fundist hefur arfgerðin T137 á þremur bæjum en ARR á einum.
Meira

Gerðu gott mót á Mannamótum 2022

Mannamót Markaðsstofanna fór fram í sl. fimmtudag í Kórnum í Kópavogi. Segir á heimasíðu SSNV að þessi árlegi viðburður, sem ekki náðist þó að halda á síðast ári, sé fyrir löngu orðinn fastur liður í samskiptum ferðaþjónustuaðila á landsbyggðinni og söluaðila á höfuðborgarsvæðinu.
Meira

Ráðherrar og fjárfestar hitta frumkvöðla á Fjárfestahátíð á Siglufirði

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra opnar fjárfestahátíð Norðanáttar á Siglufirði 31. mars og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar munu einnig flytja erindi. Fjöldi fagfjárfesta og fjárfestingarjóða hefur boðað komu sína á hátíðina, en þetta er í fyrsta sinn sem haldin er fjárfestahátíð utan höfuðborgarsvæðisins.
Meira

Doktorsvörn Ingibjargar Sigurðardóttur

Ingibjörg Sigurðardóttir, lektor við Ferðamáladeild Háskólans á Hólum, varði doktorsritgerð sína frá Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands sl. föstudag í Hátíðasal Háskóla Íslands. Titill doktorsritgerðar Ingibjargar er „Hestaferðaþjónusta á Íslandi: Klasaþróun og tækifæri til nýsköpunar.“ Leiðbeinandi var dr. Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Meira

Sannfærandi Stólasigur gegn Berserkjum

Tindastóll og Kormákur/Hvöt spiluðu bæði í Lengjubikarnum í dag. Stólarnir áttu heimaleik gegn Berserkjum/Mídasi sem er einskonar B-lið Íslandsmeistara Víkings. Heimamenn voru í blússandi sveiflu, spiluðu vel og sköpuðu sér mörg góð færi og unnu leikinn örugglega 6-1. Húnvetningar spiluðu við KFG sem er B-lið Stjörnunnar og máttu sætta sig við 5-0 tap á Samsungvellinum í Garðabæ.
Meira

Magnús Magnússon leiðir D-lista í Húnaþingi vestra

Smám saman koma þeir fram í sviðsljósið framboðslistar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara þann 14. maí næstkomandi en síðasti möguleiki til að skila framboði er kl. 12 þann 8. apríl. Nú hefur verið kynntur D-listi sjálfstæðismanna og óháðra í Húnaþingi vestra. Efsta sætið skipar Magnús Magnússon, sveitarstjórnarfulltrúi, sóknarprestur og bóndi á Lækjarbakka.
Meira

Stólastúlkur lögðu lið Völsungs

Næstsíðasti leikurinn í Kjarnafæðismótinu, sem hófst í desember, var leikinn í gær en þá mættust lið Tindastóls og Völsungs í Boganum. Mótið átti að klárast í byrjun febrúar en veður og Covid settu strik í reikninginn og síðan tók Lengjubikarinn yfir hjá liðunum. Stólastúlkur spiluðu sinn síðasta leik á mótinu í gær og báru sigurorð af liði Húsvíkinga en lokatölur voru 3-1. Karlaliðin á Norðurlandi vestra verða síðan í eldlínunni á morgun, sunnudag.
Meira