V-Húnavatnssýsla

Fréttir af aðalfundi KVH

Aðalfundur Kaupfélags Vestur – Húnvetninga svf. var haldinn í Félagsheimilinu á Hvammstanga miðvikudaginn 20. apríl síðastliðinn. Velta félagsins á árinu 2021 var um 990 milljónir króna og rekstrarhagnaður eftir skatta var 40,5 milljónir króna. Heildareignir félagsins var um áramót 827,3 milljónir króna og eigið fé félagsins var um 608,3 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall er 73,5 %. Ársreikning félagsins má nálgast á heimasíðu félagsins, kvh.is
Meira

Fór bara út í fótbolta þegar hann var búinn að lesa allar bækurnar á bókasafninu

Það þekkja allir Gunna Helga, enda margir eftirminnilegir kappar með því nafni. Bók-haldið er hins vegar búið að banka stafrænt upp á hjá rithöfundinum, leikaranum og leikstjóranum Gunnari Helgasyni í Hafnarfirði. Það er sjaldnast einhver lognmolla í kringum hann og það er rétt með naumindum að hann nái að svara spurningum Feykis í tæka tíð – hann er nefnilega eitthvað að sprella með Ladda og félögum.
Meira

Hvað geta einstaklingar og fyrirtæki gert til að bæta aðgengi?

Við þurfum ekki öll að sigra heiminn. Margt smátt gerir eitt stórt og þannig ber okkur að hugsa þegar kemur að aðgengi. Við skulum fyrst og fremst huga að okkar nærumhverfi og þeim verkefnum sem við sjálf vinnum að og standa okkur nærri. Hér koma nokkrar hugmyndir um hluti sem ég tel mikilvæga og ættu allir að geta fundið eitthvað sem þeir geta gert:
Meira

Hátíðahöld í tilefni sumardagsins fyrsta í 65. skipti á Hvammstanga

Í dag gekkst Lilla Páls, Ingibjörg Pálsdóttir fyrir hátíðahöldum á sumardaginn fyrsta á Hvammstanga í 65. sinn. Í upphafi blésu Lilla og fjórir aðrir vinir til þessara hátíðahalda til fjáröflunar fyrir gróðursetningu í Sjúkrahúsgarðinum en þau stofnuðu svokallað Fegrunarfélag til að koma því verkefni á koppinn. Sá garður er löngu orðinn dásamlegur unaðsreitur. Hátíðin hefur þróast í ýmsar áttir í gegnum tíðina en alltaf haldið sama kjarna í dagskránni þ.e. skrúðgöngu með Vetur konung og Sumardísina í fararbroddi. Vetur konumgur hefur síðan afhent Sumardísinni völdin. Þau hafa alla tíð verið klædd í búninga sem forvígiskonurnar saumuðu.
Meira

Sjaldan fleiri holur á vegum landsins eftir erfiðan vetur

„Vorverkin hjá Vegagerðinni eru komin í fullan gang, enda sumarið handan við hornið,“ segir í frétt Vegagerðarinnar en unnið er nú hörðum höndum að því að gera við holur sem hafa myndast í bundnu slitlagi á vegum víða um land. Í myndbandi sem tekið var upp á dögunum kemur fram að umhleypingar í veðri, frost og þíða, hafa mikil áhrif á holumyndun á vegum.
Meira

Gleðilegt sumar!

Feykir óskar öllum gleðilegs sumars með þökk fyrir samveruna í vetur.
Meira

Opið hús í Nes listamiðstöð

Hópur listamanna frá Þýskalandi er nú staddur á Skagaströnd og dvelur í Salthúsinu og eru margir þeirra tíðir gestir á NES listamiðstöð. Í dag er opið hús og allir velkomnir að sjá hvað listafólkið hefur haft fyrir stafni undanfarið.
Meira

Leggja til að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður

Formenn stjórnarflokkanna hafa gefið út yfirlýsingu vegna sölu á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka sem fram fór í mars og hefur verið á milli tannanna á fólki og margir gagnrýnt. Formennirnir eru sammála um að söluferlið hafi ekki staðið að öllu leyti undir væntingum stjórnvalda, m.a. um gagnsæi og skýra upplýsingagjöf. Ríkisstjórnin ætlar að bregðast við með því að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Meira

Íslandsbankasalan - Að bregðast trausti þjóðarinnar

Flokkur fólksins er eini flokkurinn á Alþingi sem var móti sölunni á Íslandsbanka. Óljóst er hver rök annarra stjórnmálaflokka er fyrir sölunni í núverandi umhverfi á bankamarkaði, þar sem samkeppnisleysið er algjört.
Meira

Matgæðingur vikunnar - Lambalæri & marengs

Matgæðingar vikunnar eru Baldur Sigurðsson, eigandi Bílaþjónustu Norðurlands og umboðsmaður Bílaleigunnar Avis, og eiginkona hans, Helga Skúladóttir, starfsmaður Landsbankans, og eru þau búsett á Sauðárkróki.
Meira