V-Húnavatnssýsla

Saltfiskplokkfiskur og saltfisksalat

Ég, Sigríður Garðarsdóttir, var að hlusta á útvarpið um daginn sem er ekki í frásögu færandi en þá var verið að tala um hvaða gamaldags mat fólki fannst bestur. Það var oftar en einu sinni nefnt fiskibollur í dós frá Ora í bæði tómatsósu og karrýsósu. Í minningunni var þetta algjört nammi og var eitt af því sem ég borðaði mjög vel af því ég var frekar matvandur krakki.
Meira

Áfangastaðurinn Norðurland vestra 2030?

Kynningarfundur í Miðgarði í Skagafirði fimmtudaginn 2. mars n.k. kl. 16 – 18 Stefnumótun í ferðaþjónustu -Staða, ímynd og tengsl við byggðaþróun.
Meira

Blikastúlkur heimsækja Krókinn í Lengjubikarnum

Það er sturluð staðreynd að framundan er síðasta helgin í febrúar, tíminn flýgur og á morgun er fyrsti alvöru fótboltaleikurinn þetta árið á Sauðárkróksvelli. Stólastúlkur eru að undirbúa sig fyrir sumar í Bestu deildinni og taka þátt í Lengjubikarnum. Fyrstu gestir ársins á Sauðárkróksvöll eru Blikastúlkur og þar eru því engir aukvisar á ferð.
Meira

Stefnt á að klára brúna yfir Vesturhópshólaá fyrir sumarið

Brúavinnuflokkur Vegagerðarinnar vinnur að byggingu brúar yfir Vesturhópshólaá á Vatnsnesvegi og segir í Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar að framkvæmdir hafi gengið vel framan af en þær hófust í haust. Í desember og janúar lá vinna að mestu niðri vegna kuldatíðar en stefnt er að því að klára framkvæmdir við brúna fyrir sumarið en samhliða er unnið að vegagerð á rúmlega tveggja kílómetra kafla.
Meira

Alberto Sanchez Montilla bætist í leikmannahóp Kormáks Hvatar

„Genginn er til liðs við Kormák Hvöt Alberto Sanchez Montilla, 27 ára örvfættur miðvörður frá Andalúsíu-héraði á Spáni,“ segir á aðdáendasíðu Kormáks í fótboltanum. Þar kemur fram að Alberto sé fjall af manni og einmitt það sem liðið hafi vantað í hina hörðu baráttu 3. deildar sem er framundan.
Meira

Frábær leikhúsupplifun á Saturday night fever! Kíkt í leikhús

Klukkan er rétt að verða 20:00 á sunnudagskvöldi og Bifröst hefur opnað aftur eftir ansi langan tíma. Virkilega gaman að sjá þær endurbætur sem hafa verið gerðar á húsinu, enn betra hefði þó verið ef það hefði verið gert enn þá meira.
Meira

Fredrica Fagerlund og Stormur frá Yztafelli sigurvegarar gæðingalistar Meistaradeildar KS

Sigurvegari gæðingalistar í Meistaradeild KS í gærkvöldi voru Fredrica Fagerlund og Stormur frá Yztafelli en þau keppa með liði Uppsteypu. Á Facebooksíðu Meistaradeildarinnar segir að um glæsilega sýningu hafi verið að ræða og loka einkunn 8,10. Tvö lið, Íbishóll og Uppsteypa, stóðu jöfn með flest stig eftir sýningar kvöldsins en skorið upp úr verðlaunum með sætaröðun knapa. Þar reyndist Íbishóll ofar en bæði lið enduðu með 59 stig.
Meira

Ráslistinn klár fyrir Meistaradeild KS í hestaíþróttum

Fyrsta mót Meistaradeildar KS í hestaíþróttum fer fram í Reiðhöllinni Svaðastöðum í kvöld miðvikudaginn 22. febrúar og hefst kl 18:00 þegar knapar keppa í gæðingalist. Húsið opnar klukkan 17 og verður hægt að gæða sér á kjötsúpu ásamt fleiru í sjoppunni í höllinni og aðgangseyrir litlar 1.000kr. Sýnt verður beint frá mótinu á Alendis TV.
Meira

Meistaradeild KS í hestaíþróttum hefst í kvöld - Liðakynning

Keppni í Meistaradeild KS í hestaíþróttum hefst í kvöld á gæðingalist, sem áður kallaðist gæðingafimi, en þar eru sýndir vel þjálfaðir gæðingar á listrænan hátt, þar sem öll þjálfunarstigin eru sýnd. Hinar keppnirnar, fjórgangur fer fram 8. mars; fimmgangur 17. mars; slaktaumatölt 5. apríl; 150m og gæðingaskeið sumardaginn fyrsta 20. apríl og lokakvöldið er svo áætlað 28. apríl þegar keppt verður í tölti og flugskeiði.
Meira

Saltkjöt og dauði, túkall! :: Leiðari Feykis

Ég hef aldrei skilið þá athygli sem einstaka íslenskur matur vekur nokkra daga á ári í fjölmiðlum Íslands. Hver kannast ekki við viðtölin við fólk sem gæðir sér á skötu á Þorláksmessu og dásamar missterkan ilminn sem berst frá pottum og fiskfötum eða hreinlega af disknum sem yfirleitt er þá hlaðinn góðgætinu fyrir framan viðmælandann. Þarna er fólk að borða mat sem margir neyta oft á ári.
Meira