V-Húnavatnssýsla

Guðmundur Guðmundsson hættur með landsliðið

HSÍ og Guðmundur Þ. Guðmundsson hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar sem landsliðsþjálfari karla í handbolta. Þetta var tilkynnt á heimasíðu sambandsins fyrr í dag. Samkomulagið er í sátt beggja aðila og ekki stendur til að tjá sig frekar um innihald þess, segir í tilkynningunni. Guðmundur hefur þjálfað íslenska landsliðið í samtals 14 ár og hefur sem þjálfari komið íslenska landsliðinu inn á 16 stórmót, þar af þrenna Ólympíuleika.
Meira

Ragnheiður Jóna nýr sveitarstjóri Þingeyjarsveitar

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur samið við Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur um að taka að sér starf sveitarstjóra Þingeyjarsveitar út kjörtímabilið en hún starfaði sem sveitarstjóri Húnaþings vestra frá árinu 2019-2022.
Meira

Jökulhlaup geta haft áhrif á lífríki áa og næsta umhverfi þeirra

Undanfarna daga hafa ár víða um land verið að ryðja sig í hlýindum og vatnsviðri en kuldar í desember og janúar voru langvarandi og frost víða mikið, sérstaklega inn til dala, segir í frétt á heimasíðu Náttúrustofu Norðurlands vestra. Segir í fréttinni að á Norðurlandi vestra hafi þá allar ár verið lagðar og ísinn víða um 60-80 cm þykkur og sumstaðar jafnvel allt að 120 cm á þykkt.
Meira

USAH sækir um að halda Landsmót UMFÍ 50+ sumarið 2024

Þrír sambandsaðilar UMFÍ sóttu um að halda Landsmót UMFÍ 50+ árið 2024, Héraðssambandið Skarphéðinn (HSK), Ungmennafélagið Þróttur Vogum og Ungmennasamband Austur-Húnvetninga (USAH). Mótið fer fram í Stykkishólmi í sumar.
Meira

Veiruskita í kúm veldur gríðarlegu tjóni austan Tröllaskaga

Vikublaðið á Akureyri greindi frá því í síðasta blaði að tugmilljónatjón hafi orðið vegna smitandi veiruskitu sem herjað hefur á kúabú í Eyjafirði og S-Þingeyjarsýslu en alls eru um 80 kúabú í Eyjafirði og um 40 í S-Þingeyjarsýslu. Haft er eftir Sigurgeir Hreinssyni, framkvæmdastjóra Búnaðarsambands Eyjafjarðar, að veiran hagi sér með svipuðum hætti og kórónuveiran geri gagnvart mannfólki og séu dæmi þess að hún hafi borist inn á bæi í allt að þrígang yfir ákveðið tímabil.
Meira

Vatnið komið í lag á Hvammstanga

Í annarri viku febrúarmánaðar kom upp grunur um mengun af völdum yfirborðsvatns í annarri af tveimur vatnslindum vatnsveitu Hvammstanga. Var lindinni lokað í kjölfarið en vonir stóðu til þess að lindin fengi grænt ljós nú fyrir helgi en sýnin sem tekin voru til að kanna hvort enn væri mengun í neysluvatninu týndust í flutningum. Ný sýni voru tekin fyrir helgi og samkvæmt tilkynningu á vef Húnaþings vestra í morgun hafa niðurstöður leitt í ljós að ekki er lengur um of hátt gerlainnihald að ræða. Ekki er því lengur þörf á að sjóða neysluvatn.
Meira

Sitthvað um nafnabreytingar - Tunga :: Torskilin bæjarnöfn

Í 35. tbl. Feykis sem út kom í september var þáttur um Strjúg í Langadal. Þar var líkum að því leitt að upphaflega bæjarnafnið hafi verið Strjúgsstaðir og bent á fleiri dæmi um nafnastyttingar sem höfundur hafði rekist á. Eftirfarandi texti er framhald úr sama þætti: Þá eru til ekki svo sárfá bæjanöfn í Húnavatnsþingi, sem týnst hafa, en önnur verið tekin upp í staðinn. Standa þau nafnaskifti stundum í sambandi við heiti þeirra bænda, sem búið hafa á jörðunum. Má þar til nefna Finnstungu í Blöndudal, sem fjekk nafnið Sölvatunga nokkru fyrir aldamótin l500 eftir Sölva, sveini Einars Þorleifssonar hirðstjóra (sbr. Safn II. B. bls. 650.
Meira

Saturday Night Fever í fyrsta sinn á íslensku leiksviði - Frumsýning á sunnudagskvöld

„Hver man ekki eftir John Travolta leika töffarann Tony Mareno í Saturday Night Fever og geggjuðu Bee Gees lögin sem eru í myndinni. Legendary mynd sem kom Travolta og Bee Gees á kortið og síðar heimsfrægð,“ svarar Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, annar leikstjóri sýningarinnar, þegar hún er spurð út í uppfærslu Nemendafélags Fjölbrautaskólans á leikritinu Saturday Night Fever.
Meira

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi - Mat á umhverfisáhrifum

Öll sveitarfélög á Norðurlandi, eru að vinna að sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs í samræmi við 6. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003, með síðari breytingum. Tillaga að svæðisáætlun, ásamt umhverfismatsskýrslu í samræmi við III. kafla laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, nr. 111/2012, liggur nú fyrir og gefst almenningi sex vikna frestur til að kynna sér tillöguna og umhverfismatsskýrsluna og koma athugasemdum sínum á framfæri áður en áætlunin er afgreidd af viðkomandi sveitarstjórnum.
Meira

Meistaramót Íslands 11-14 ára í frjálsíþróttum var sl. helgi í Laugardalshöll

Helgina 11.-12. febrúar fór fram Meistaramót Íslands 11-14 ára innanhúss í Laugardalshöllinni. Skráðir voru um 300 keppendur til leiks frá 16 félögum víðs vegar af landinu og sendu UMSS, USAH og Kormákur keppendur til leiks. Níu mótsmet voru sett og átti Guðni Bent Helgason frá UMSS eitt af þeim er hann stökk 1,47m í hástökki 11 ára pilta.
Meira