V-Húnavatnssýsla

Jarðstrengir lagðir í Húnaþingi vestra

RARIK hefur í sumar staðið að nokkrum framkvæmdum við lagningu jarðstrengja í Húnaþingi vestra í samræmi við framkvæmdaáætlun sína. Sagt er frá því á heimasíðu sveitarfélagsins að þau verkefni sem eru yfirstandandi eru Fitjárdalur allur, Miðfjörður að Réttarseli og Hrútafjörður frá Reykjum að Hvalshöfða. Til viðbótar við þetta hefur verið lögð strenglögn frá aðveitustöðinni í Hrútatungu að Staðarskála.
Meira

Ágætis veður í kortunum út vikuna

Það var frekar andstyggilegt sumarveðrið á Króknum í gær, rok og rigning en það kombó hefur blessunarlega verið af skornum skammti í sumar. Feykir sagði frá því á sunnudag að einhver bilun væri hjá Veðurstofunni í spám tengdum Alexandersflugvelli við Sauðárkrók því þar vantaði stundum hitaspár og þess vegna mátti sjá að þar var gert ráð fyrir snjókomu í kortunum. Það skorti reyndar ekki mörg hitastig upp á í gær að vitlausa spáin gengi eftir og þegar rigningarbakkarnir létu undan síga í gærkvöldi voru fjallstoppar víðast hvar fagurhvítir í Skagafirði.
Meira

Þrisvar reitt til höggs : Gylfi Þór Gíslason skrifar

Um hvað snýst lífið annað en að líða vel og það gerist ef fólk hefur góða heilsu, fjölskyldu hjá sér og lífsviðurværi, þ.e. vinnu sér og sínum til framdráttar. Á Íslandi velur fólk að búa víða um land. Í dreifbýli eða þéttbýli. Sumir hafa ákveðið að flytja af landi brott, nauðugt viljugt. Þannig hefur það verið öldum saman á Íslandi. Lengi mátti almúginn ekki svo mikið sem eiga spotta. Margir flýðu land á öldum áður og gera enn.
Meira

Kórdrengirnir í Kára teknir til bæna á Blönduósi

Það var brjálað stuð á Blönduósi í dag þegar Kormákur/Hvöt tók á móti kórdrengjunum í Kára af Akranesi. Liðin mættust fyrr í sumar í miklum hasarleik og ekki vantaði hasarinn í dag. Gestirnir voru 0-2 yfir í hálfleik en heimamenn komu í vígamóð til leiks í þeim síðari og skoruðu þá fjögur mörk og unnu leikinn því 4-2. Heldur betur stór sigur og Húnvetningar sitja sem fastast í öðru sæti 3. deildar en öll fjögur toppliðin unnu sína leiki í dag og spennan því áfram mikil.
Meira

Sveitasælan komin í syngjandi sveiflu

Það mætti halda að það væri saga sumarsins að í hvert sinn sem slegið er upp veislu í Skagafirði þá mætir þokan alltaf fyrst á svæðið. Þannig var það í morgun þegar Sveitasæla, landbúnaðarsýning og bændahátíð, hófst kl. 10 í Reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki. Þokunni er þó farið að létta og stefnir í linnulítil sólskinsbros næstu tímana.
Meira

„Hefði ekki getað hugsað mér betra sumarfrí“

„Það voru rúmlega þúsund skráðir þátttakendur og það má áætla að það hafi verið um 6000 manns á svæðinu um [verslunarmanna]helgina,“ segir Pálína Ósk Hraundal, verkefnastjóri Unglingalandsmóts UMFÍ sem fram fór á Sauðárkróki um verslunarhelgina, en mótið tókst með eindæmum vel og spiluðu margir þættir þar inn.
Meira

„Þurfum bara að vinna þá leiki sem eftir eru“

„Stemningin er mjög góð og hefur verið það allt timabilið. Held að menn séu löngu búnir að átta sig á þvi að við séum að fara berjast um sæti i 2 deild á næsta ári. Hópurinn er mjög vel tengdur og það verður spennandi að sjá hvað gerist í þeim [fimm] leikjum sem eru eftir,“ segir Sigurður Bjarni Aadnegard, fyrirliði Kormáks/Hvatar þegar Feykir spyr hvernig stemningin sé í hópnum en liðið er í góðum séns með að tryggja sér sæti í 2. deild í fyrsta sinn í stuttri sögu sinni.
Meira

Ríflega 700 nemendur skráðir í FNV á haustönn

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra verður settur miðvikudaginn 23. ágúst kl. 8:00. Nýnemar úr grunnskóla mæta hins vegar til leiks þriðjudaginn 22. ágúst. Ríflega 700 nemendur eru skráðir í skólann ýmist í dagskóla eða fjarnám. Aðsókn nemenda utan Norðurlands vestra hefur aukist til muna og er heimavistin troðfull en þar munu 89 nemendur búa á haustönn.
Meira

Opinn samráðsfundur í dag um málefni fatlaðs fólks

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumálaráðherra, verður með opinn samráðsfund á Sauðárkróki um málefni fatlaðs fólks í dag, föstudaginn 18. ágúst, á Gránu Bistro kl. 17:00. 
Meira

Opið fyrir ábendingar um nýja jafnréttisáætlun Húnaþings vestra

Byggðarráð Húnaþings vestra hefur nú sett fyrstu drög að nýrri jafnréttisáætlun sveitarfélagsins í opið samráð á heimasíðu þess.
Meira