Aukanámskeið í kransagerð
Á Facebook-síðu Farskólans segir að þann 13. september hafi verið haldið námskeiðið Að búa til þinn eigin krans og aðsóknin hafi verið frábær. Ákveðið var í framhaldi að setja á laggirnar þrjú aukanámskeið dagana 16. og 17. október á Sauðárkróki og 19. október á Skagaströnd. Það eru örfá sæti laus á þessi námskeið og um að gera að bregðast hratt við til að tryggja sér sæti.
Um er að ræða námskeið það sem þátttakendur fá fræðslu um blómakransa og kennd verða undirstöðuatriði í kransagerð og fá þeir að vefja sinn eigin krans. Þá verður langt áherslu á að nota hráefni úr náttúrunni og er það innifalið í verðinu. Þáttakendur fá svo að fara heim með sinn eigin krans að námskeiði loknu sem þeir geta svo notið í komandi jólastússi.
Leiðbeinandi: Alma Lilja Ævarsdóttir blómahönnuður. Eigandi blómaverkstæðisins Salvíu.
Hvar og hvenær:
Tvö aukanámskeið á Sauðárkróki 16 og 17.október.
Skagaströnd 19.október.
18:00-21:00
Hægt er að skrá sig á námskeiðið hér
Lengd: 3.klst
Verð: 32.000 kr*
*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.
Fleiri fréttir
-
Elís og Hafdís voru fyrst til að ná mynd af lóunni í ár
feykir.is Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni 22.04.2025 kl. 14.07 siggag@nyprent.isSveitarfélagið Skagaströnd efndi til ljósmyndasamkeppni þar sem leikskólabörn og krakkar í 1.-4. bekk í grunnskólanum á Skagaströnd voru hvött til þess leita að fyrstu lóunni og ná af henni mynd. Það er ekki annað að sjá en að lóan sé mætt í allri sinni dýrð á Skagaströnd, segir á heimasíðu sveitarfélagsins.Meira -
Ert þú í Verslunarmannafélagi Skagafjarðar?
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla 22.04.2025 kl. 13.45 siggag@nyprent.isVerslunarmannafélag Skagafjarðar hefur ákveðið að bjóða félagsfólki sínu á leiksýningu Leikfélags Sauðárkróks í Sæluvikunni. Sýndur verður farsinn FLÆKTUR Í NETINU sem er ærslafullur gamanleikur eftir Ray Cooney í leikstjórn Valgeirs Skagfjörð. Frumsýning verður sunnudaginn 27. apríl kl. 20:00 og er listi yfir félagsfólk Verslunarmannafélagsins í miðasölunni. Þeir sem ætla að nýta sér boðsmiðann þurfa að kaupa miða inni á tix.is en þegar þeir mæta á sýninguna þurfa þeir að tilkynna sig í miðasölunni og láta haka við sig. Stjórn Verslunarmannafélagsins verður svo í sambandi við þá aðila sem nýttu sér miðann til að endurgreiða miðakaupin.Meira -
Diskósúpa í Hlöðunni á Stórhóli
Næstkomandi laugardag 26. apríl verður Diskósúpa í Hlöðunni á Stórhól í Skagafirði frá klukkan 12-15.Meira -
Karlakórinn Lóuþrælar með sína árlegu vortónleika
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni 22.04.2025 kl. 13.15 siggag@nyprent.isÞað er komið að vortónleikum Karlakórsins Lóuþræla en þeir verða haldnir þann 23. apríl kl. 20:00 í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Tónleikarnir eru orðnir fastur liður á vorin en kórinn var stofnaður í febrúar 1985 og eru því 40 ára á þessu ári.Meira -
Sumarhátíð á Hvammstanga
Haldið verður upp á sumardaginn fyrsta á hefðbundinn hátt þann 24. apríl nk. á Hvammstanga. Hátíðin hefst með skrúðgöngu frá Félagsheimilinu á Hvammstanga klukkan 13:00. Farinn verður hefðbundinn hringur með viðkomu á Sjúkrahúsinu.Meira
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.