Tón-Lystin

Bleiki súper kúl iPodinn var fullur af Bieber-lögum / MALEN ÁSKELS

Malen Áskelsdóttir (1999) er fædd og uppalin á Sauðárkróki en með fína framlengingarsnúru í Borgarfjörð eystra. Hún er dóttir Völu Báru (Vals Ingólfs og Önnu Pálu Þorsteins) og Áskels Heiðars sem gerir um þessar mundir út á Sturlungasöguna í 1238. Malen bæði syngur og spilar á hljómborð og gítar í dag en hún lærði á fiðlu hjá Kristínu Höllu frá 5-10 ára aldurs og segir að það hafi verið æðislegur grunnur.
Meira

Undir áhrifum The Tallest Man On Earth / JÚLÍUS RÓBERTS

Júlíus Aðalsteinn Róbertsson hefur heldur betur þvælst um heiminn síðustu ár með gítarinn að vopni í slagtogi með félaga sínum, Ásgeiri Trausta. Júlíus fæddist árið 1986, sonur Hafdísar Brynju Þorsteinsdóttur og Róberts Júlíussonar, ólst upp og bjó í Hrútafirði í Húnaþingi vestra allt þar til sumarið 2012. Hann er nú búsettur í „Reykjavík fyrir sunnan“ eins og hann segir sjálfur.
Meira

Djamm með Justin helsta afrekið / KIDDI K

Í þetta skiptið er það Kristinn Kristjánsson (1973), Kiddi Ká, tvíburabróðir Stjána trommara, sem fræðir okkur um tónlistarsmekk sinn og -sögu. Kiddi býr nú á Siglufirði og starfar hjá Fiskmarkaði Siglufjarðar, sonur Jóninnu Hjartardóttur og Kristjáns Óla Jónssonar. „Ég er fæddur á Siglufirði en flutti á Krókinn þegar ég var 8 ára, ætla að leiðrétta tvíburabroður minn,“ segir Kiddi og vitnar til eldri Tón-lystar sem Stjáni svaraði. „Ég er nokkuð viss um að við fluttum á sama tíma.“
Meira

Langar að gefa 11 ára sjálfum sér fimmu / HAUKUR SINDRI

Haukur Sindri Karlsson er ungur og upprennandi tónlistarmaður sem vakið hefur verðskuldaða athygli m.a. fyrir aðkomu sína að tónlistarvinnu í uppsetningum leikverka við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hann hefur verið að gefa út eigin tónlist sem hægt er að finna á Spotify, undir Haukur Karls, og fyrir skömmu gaf hann út, í samvinnu við félaga sína á Króknum Atla Dag Stefánsson og Ásgeir Braga Ægisson, nýtt lag, Let you down. Haukur Sindri stundar nú nám í Danmörku sem væntanlega leiðir til BA-prófs og heitir á ensku „Music Production“. Feykir leitaði til Hauks Sindra og fékk hann til að svara nokkrum laufléttum Tón-lystar spurningum.
Meira

Hlustaði endalaust á Woman in Love þegar hún var 3 ára / SIGRÚN STELLA

Að þessu sinni er það Sigrún Stella Haraldsdóttir (1979) sem svarar Tón-lystinni en lag hennar, Sideways, hefur fengið talsverða spilun bæði hér á Fróni og í Kanada upp á síðkasta – enda hörkufínt lag. „Ég ólst upp í Winnipeg í Kanada og á Akureyri,“ tjáir Sigrún Stella Feyki. „Faðir minn var hann Haraldur Bessason [Halli Bessa] heitinn frá Kýrholti í Skagafirði og móðir mín er Margrét Björgvinsdóttir.“ Sigrún Stella býr nú í Toronto í Kanada.
Meira

Tíu lög og einir tónleikar

Páskadagur er í dag og landsmönnum hefur gefist kostur á að heimsækja sínar páskamessur á netinu að þessu sinni. Þeir sem sváfu yfir sig og misstu af prédikunum um upprisuna geta sótt sína messu á YouTube og meðtekið gleðiboðskapinn. Nú ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að skella sér í tónlistarferðalag hér á Feyki. Hér gefur að líta nokkra hlekki á Jútjúbb-slóðir, skreyttar örpælingum umsjónarmanns Tón-lystarinnar á Feyki sem mögulega geta glatt nokkrar sálir. Hér ægir saman gömlu og nýju.
Meira

Einnar nætur gaman kemur öllum í stuð / BEGGÓ PÁLMA

Tónlistarmaðurinn Beggó Pálma hefur nú sett lag sitt Einnar nætur gaman á allar helstu streymisveitur en það lag naut gífurlegra vinsælda á Króknum á sínum tíma, og segist Breggó vera að reyna að blása lífi í lagið. „Ég flutti suður til að elta drauma mína í tónlist en hlutirnir gengu ekki alveg upp eins og vonað var eftir og áform mín söltuð. En núna er ég að gera eina tilraun enn til að koma mér á framfæri,“ segir Beggó.
Meira

Diskótímabilið í uppáhaldi / RÚNA STEFÁNS

Úrslitakvöld Söngvakeppninnar 2020 er næstkomandi laugardagskvöld og þar flytur m.a. stúlka að nafni Nína lagið ECHO. Nína á ættir að rekja norður í Miðfjörð en hún er dóttir söngkonunnar Rúnu Gerðar Stefánsdóttur og þótti Feyki alveg gráupplagt að forvitnast aðeins um Rúnu og var hún því að sjálfsögðu plötuð í að svara Tón-lystinni.
Meira

Billie Eilish heillar mest þessa dagana / HALLDÓR GUNNAR

Nú er það Fjallabróðirinn Halldór Gunnar Pálsson sem tjáir sig um Tón-lyst sína á síðum Feykis. Hann fæddist á Flateyri við Önundarfjörð árið 1981 og ólst þar upp, sonur Páls Önundarsonar og Magneu Guðmundsdóttur. „Móðir mín, Magnea, hefur búið á Varmalæk í Skagafirði í átján ár og er gift eðal drengnum Birni Sveinssuni,“ segir Halldór.
Meira

Headphone-inn þurfti alltaf að vera tengdur / BEGGI ÓLA

Þorbergur Skagfjörð Ólafsson, búsettur í Kópavogi, fæddist 1974 og er Jobbi eins og hann segir sjálfur, kallaður Beggi Óla. Hann ólst upp á Sauðárkróki til 14 ára aldurs hjá ömmu og afa, Svövu og Begga Jóseps á Grundarstígnum. Pabbi hans er Óli Begga, húsasmiður á Trésmiðjunni Björk. Beggi spilar á trommur og slagverk.
Meira