Tón-Lystin

„Dett af og til í rosalegan Herra Hnetusmjörs fíling“ / ATLI DAGUR

Að þessu sinni er það Atli Dagur Stefánsson sem segir okkur frá tón-lystinni sinni. Atli er tvítugur, hóf ævi sína í Reykjavík en flutti á Krókinn 8 ára gamall. Hann er sonur Hrafnhildar og Stefáns Vagns, og hefur því hlustað talsvert á tónlist undir eftirliti lögreglunnar (djók). Atli hefur verið syngjandi frá því elstu menn muna og hefur síðustu misserin verið að trúbbast.
Meira

„Fátt óskemmtilegra en vond diskótónlist“ / ÁRNI GUNN

Að þessu sinni er það Króksarinn Árni Gunnarsson, kvikmyndagerðamaður og fyrrverandi ritstjóri Feykis (með miklu meiru), sem svarar Tón-lystinni. Áhugasvið Árna er ansi breytt og meðal þess sem hann hefur föndrað við í gegnum árin er að búa til tónlist. Árni er fæddur árið 1967, ólst upp í Flatatungu á Kjálka, sonur heiðurshjónanna Gunnars heitins Oddssonar frá Flatatungu og Helgu Árnadóttur frá Akranesi.
Meira

Hlustar líklega mest á tónlist frá 80's tímabilinu / RAGGI Z

Ekki greip umsjónarmaður Tón-lystarinnar í tómt þegar leitast var eftir því að Ragnar Z. Guðjónsson, eða bara Raggi Z, svaraði þættinum. Kappinn er fæddur á Blönduósi það herrans ár 1970 og ólst þar upp, sonur Kolbrúnar Zophoníasdóttur og Guðjóns Ragnarssonar. Nú býr hann í Hafnarfirði og titlar sig ritstjóra Húnahornsins góða – með meiru.
Meira

„Hef nú ekki mikið um að velja fyrir utan sálmabókina á sunnudagsmorgnum“ / BIRKIR GUÐMUNDS

Síðast skaust Tón-lystin út fyrir landsteinana eftir viðfangsefni og nú endurtökum við leikinn því að þessu sinni heilsum við upp á Birki Lúðvík Guðmundsson Jullum sem er atvinnumaður í faginu og gerir út frá 800 manna bæ, Lyngseidet, í Lyngen-firði í Norður-Noregi. Birkir er fæddur árið 1969 og uppalinn á Króknum, sonur Elínar Halldóru Lúðvíksdóttur og Guðmundar skipstjóra Árnasonar.
Meira

„Í mínum vinahópi myndi aldrei klikka að setja 50cent á fóninn“ / HÓLMAR EYJÓLFS

Að þessu sinni er það Hólmar Örn Eyjólfsson sem svarar Tón-lystinni en auk þess að vera atvinnumaður í knattspyrnu er hann besti gítarleikarinn í íslenska landsliðinu í knattspyrnu – að mati Feykis. Þar sem Hólmar er búinn að glíma við erfið meiðsli undanfarna mánuði var ákveðið að senda honum spurningalista Tón-lystarinnar til að stytta honum stundirnar í endurhæfingunni í Búlgaríu þar sem hann er á mála hjá stórliði Levski Sofia.
Meira

„Lengst af voru engar græjur til heima“ / ÞORGEIR TRYGGVA

Sá er svarar Tón-lystinni að þessu sinni er kannski best þekktur fyrir að smyrja bókmenntaáhuga þjóðarinnar með smitandi lestrargleði í Kiljuþáttum Egils Helgasonar. Það er Þingeyingurinn Þorgeir Tryggvason, býr í reykvísku póstnúmeri, sem tókst að heilla Skagfirðinga á dögunum með því að gangast við því að geta rekið ættir sínar í Skagafjörðinn þegar hann var að tjá sig um nýjustu bók Kristmundar Bjarnasonar frá Sjávarborg.
Meira

„AC/DC hefur hingað til ekki klikkað til að koma öllum í gírinn“ / ÁSBJÖRN WAAGE

Nú á dögunum fór fram árleg Söngkeppni NFNV og þar stóð uppi sem sigurvegari Ásbjörn Edgar Waage. Hann er fæddur árið 1999 og alinn upp á Þorgrímsstöðum á Vatnsnesi í Vestur-Húnavatnssýslu. Hann stundur nú nám við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Það þótti við hæft að fá kappann til að svara Tón-lystinni í Feyki.
Meira

Var heltekinn af Bruce Springsteen í nokkur ár / ÓSKAR ÖRN

Nú er komið að því að Óskar Örn Óskarsson læknir í Reykjavík treysti lesendum fyrir tón-lyst sinni. Óskar er fæddur 1973, sonur Óskars Jónssonar læknis og Aðalheiðar Arnórsdóttur sjúkraliða. Hann ólst upp á Sauðárkróki frá sex ára aldri, fyrst með búsetur í Læknisbústaðnum og síðar Túnahverfinu. Nú býr hann í Vesturbænum í Reykjavík.
Meira

Sia og LP í uppáhaldi / ÁSA SVANHILDUR

Söngkonan Ása Svanhildur, fædd 1994, er dóttir Guðbjargar Bjarnadóttur, íslenskukennara við FNV, og Guðbrandar Ægis Ásbjörnssonar, listamanns og kennara við Árskóla, og hún er því alin upp á Króknum. Ása var snemma farin að troða upp á tónlistarsviðinu, eins og hún á ættir til, og núna milli jóla og nýárs vakti söngur hennar mikla lukku á tónleikunum Græni salurinn sem fram fóru í Bifröst – þannig að jafnvel hörðustu rokkarar upplifðu gæsahúð á eigin skinni.
Meira

Væri til í að fara með konuna og börnin á tónleika með Muse / RAGNAR ÞÓR

Að þessu sinni er það nokkuð síðbúin Jóla-Tón-lyst sem ber fyrir augu lesenda Feykis en það er Ragnar Þór Jónsson, þingeyskur gítarleikari með heimilisfang á Hofsósi, sem tjáir sig um tónlistina. Ragnar, sem er fæddur 1966, ólst upp í Aðaldal og bjó síðan í 30 ár á Húsavík. Fyrir nokkrum árum kynntist hann síðan Dagmar Ásdísi Þorvaldsdóttur og flutti í framhaldi af því á Hofsós.
Meira