THE ONE MOMENT / OK Go

Hljómsveitin OK Go, sem ættuð er frá Chicago en gerir nú út frá Los Angeles, hefur ekki beinlínis tröllriðið vinsældalistum heimsins. Og þrátt fyrir að rokktónlist þeirra sé oft á tíðum hin áheyrilegasta þá eru það í raun myndböndin sem þeir gera við lögin sín sem vekja mesta athygli.

OK Go er skipuð þeim Tim Nordwind (bassi), Dan Konopka (trommur), Andy Ross (gítar og hljómborð) and Damian Kulash (söngur og gítar) og fyrstu breiðskífu sína gáfu þeir út 2002 og kallaðist hún einmitt OK Go. Á henni voru hressilegir smellir á borð við Get Over It og What To Do. Þremur árum síðar gáfu þeir út Oh No og þar mátti finna lög á borð við Do What You Want, Let It Rain og Here It Goes Again. Árið 2010 kom út skífan Of the Blue Coulor of the Sky sem innihélt m.a. lögin This Too Shall Pass, Last Leaf og Needing/Getting. Síðasta breiðskífan kom út 2014 og þar fóru fjögur lög á smáskífur; The Writing's on the Wall, I Won't Let You Down, Upside Down & Inside Out (myndbandið tekið upp í þyngdarleysi) og loks lag vikunnar, The One Moment.

Nú er auðvitað spurning hversu langt andartakið er en samkvæmt OK Go er það 4,2 sekúndur = Mest allt myndbandið er eitt skot sem tók 4,2 sekúndur að taka upp en er síðan teygt/sýnt hægt í rúmar þrjár mínútur. Og það er engin smáræðis klikkun sem gaurarnir hafa náð að þrýsta saman í þetta eina andartak. Sjón er söguríkari.

Hér að ofan má líka finna fleiri linka í nokkur mergjuð myndbönd OK Go en einnig er hægt að kíkja á verkefnin þeirra á heimasíðunni þeirra > www.okgo.net

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir