NO MORE / Glowie ft. Stony
feykir.is
Það var lagið
07.09.2015
kl. 16.44
Einn heitasti smellur þessa ískalda sumar er lagið No More með Glowie. Ekki virðist nú margt frónskt við þetta ljúfa lag en bæði söngkonan, rapparinn og lagahöfundarnir eru engu að síður Íslendingar.
Glowie er engin önnur en Sara Pétursdóttir sem sigraði í Söngvarakeppni framhaldsskólanna vorið 2014 með því að syngja Dylan-smellinn Make You Feel My Love beint í hjörtu landsmanna.
Það eru hinsvegar strákarnir í Stop Wait Go sem sáu um lagasmíðina og Stony rappar í millikaflanum. Stony er gaurinn frá Akureyri sem lék í HM auglýsingu Pepsi í fyrrasumar.
Hvað um það – þetta er snoturt og Glowie á framtíðina fyrir sér.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.