Kór Íslands er Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Það var lagið
13.11.2017
kl. 08.33
Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps stóð uppi sem sigurvegari í sjónvarpsþættinum Kórar Íslands í lokaþættinum sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. Kórinn sigraði í símakosningu þar sem rúmlega 40 þúsund atkvæði voru greidd og hlaut hann fjórar milljónir króna í sigurlaun.
Á Húna.is segir að um hundrað manns hafi mætt í Félagsheimilið á Blönduósi til að fylgjast með þættinum þar sem hann var sýndur og var stemningin frábær. Allt ætlaði um koll að keyra þegar úrslitin voru kunngerð.
Hægt er að sjá kórinn syngja sig inn í lokaþáttinn með því að smella á myndina.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.