Jólalag dagsins - Nei, nei, ekki um jólin
Um haustið 1984 gaf hinn goðsagnakenndi HLH flokkur út jólaplötuna Jól í góðu lagi og var önnur plata flokksins það árið því um vorið hafði sveitin sent frá sér hina geysivinsælu plötu Í rokkbuxum og strigaskóm. Mörg lög eru enn leikin af þessum tveimur plötum og má segja að Nei, nei, ekki um jólin sé enn meðal vinsælustu jólalaga landsins.
Hinir margrómuðu jólatónleikar Björgvins Halldórssonar hafa glatt Íslendinga í áraraðir og svo verður enn því í ár fara þeir fram heima í stofu hjá þér, í beinni frá Borgarleikhúsinu laugardaginn 19. desember kl. 20.
„Jólagestir láta ekki sitt eftir liggja á krefjandi tímum og hafa unnið hörðum höndum að því undanfarið að finna leiðir til að töfra fram sannan jólaanda í ár, eins og síðastliðin 13 ár. Það tókst og nú verður blásið til allsherjar jólaveislu á heimsvísu þar sem einvalið lið söngvara, hljóðfæraleikara, kóra og dansara koma fram, í beinni frá Borgaleikhúsinu. Nú geta allir keypt sæti á fremsta bekk og aðeins þarf að kaupa einn miða fyrir hvert heimili,“ segir á Tix.is. þar sem öll miðasala fer fram. Ekkert verður til sparað frekar en fyrri daginn til að gera upplifunina einstaka og ógleymanlega, segir í tilkynningu Tix.is og umgjörðin verður engu lík.
Meðfylgjandi myndband er aftur á móti frá Jólagestum Björgvins 2017. Það er Björgvin Halldórsson sjálfur sem er höfundur lags en textann á Þorsteinn Eggertsson.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.