HELLO / Adele
feykir.is
Það var lagið
02.11.2015
kl. 08.40
Hin breska Adele er ein skærasta söngstjarna heimsins um þessar mundir og er orðin dágóð bið síðan hún gaf út síðustu breiðskífu sína. En nú er ný á leiðinni, 25, og er Hello fyrsta smáskífulagið af henni og hefur þegar vakið gríðarlega athygli.
Myndbandinu við lagið Hello var skellt á YouTube þann 22. október og aðeins tíu dögum síðar var búið að skoða myndbandið um 200 milljón sinnum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.