ADVENTURE OF A LIFETIME / Coldplay

Coldplay eru mættir enn eina ferðina með nýja plötu og fyrsti singullinn af henni er hið hressilega Adventure of a Lifetime. Það er greinilegt að Christ Martin og félagar hafa ákveðið að daðra aðeins við danstónlistina að þessu sinni því það örlar á diskói í þessu.

Laginu fylgir bráðsnjallt myndband en það verður að segjast eins og er að strákarnir hafa oft litið betur út en eru þó greinilega í góðu formi.

Þann 4. desember kemur nýja breiðskífan þeirra út og hefur hún hlotið nafnið A Head Full of Dreams. Hún ku vera stútfull af krafti, litum og upplífgandi augnablikum, ólíkt hinni lágstemmdu Ghost Stories sem kom út í fyrra. Um upptökustjórn sér norski dúettinn Stargate auk Rik Simpson sem lengi hefur fylgt sveitinni. Fjöldi gesta dúkkar upp á A Head Full of Dreams og má þar nefna Beyoncé, Noel Gallagher og Tove Lo.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir