Skagafjörður

Rabb-a-babb 225: Kristrún Frosta

Það eru örugglega ekkert allir sem vita að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands, rekur ættir sínar í Lýtingsstaðahreppinn. Það var því upplagt að plata hana í að svara Rabb-a-babbi. Kristrún er fædd í maí 1988 en þá var Bítlalagið With a Little Help From My Friends í flutningi Wet Wet Wet á toppi breska vinsældalistans og Perfect með Fairground Attraction í öðru sæti.
Meira

Kemst langt á ákveðni og einbeitingu

Saga Ísey Þorsteinsdóttir frá Hvammstanga er ansi efnileg knattspyrnustúlka. Hún er nýlega orðin 16 ára gömul en hefur skorað grimmt í gegnum tíðina. Síðasta sumar gerði hún 16 mörk fyrir 3. flokk Tindastóls/Hvatar/Kormáks sem náði fínum árangri á Íslandsmótinu og þrátt fyrir að hún spilaði upp fyrir sig, 15 ára síðasta sumar, þá gerði hún 13 mörk fyrir 2. flokk THK. Svo er Saga Ísey líka í Skólahreystisliði Grunnskóla Húnaþings vestra sem er komið í úrslitin.
Meira

Strandveiðin komin á fullt

Þann 2. maí hófst strandveiðitímabilið en það gefur smábátaeigendum leyfi til að veiða í 48 daga yfir fjóra mánuði sem gera 12 daga í hverjum mánuði. Síðastliðin tvö ár hefur reyndar veiðin verið stöðvuð í byrjun/miðjan júlí og eru strandveiðimenn alls ekki sáttir við það og segja að stöðva þurfi yfirgang stórútgerðarinnar í að sölsa undir sig veiðiheimildir sem ætlaðar hafa verið til að efla hinar dreifðu byggðir. Strandveiðin byrjaði mjög vel og segir á mbl.is að á fyrsta degi lönduðu 402 strand­veiðisjó­menn 336,4 tonn­um á öllu landinu. Þar af voru 312,6 tonn af þorski, 752 kíló af gull­karfa, 4,4 tonn af ufsa, sam­kvæmt gögn­um sem Fiski­stofa gaf út.
Meira

Bráðum verður hægt að hlaupa rathlaup í Húnabyggð

Um þessar mundir er verið að gera rathlaupakort í Húnabyggð og af því tilefni er boðið á námskeið í rathlaupum sunnudaginn 19. maí nk. kl.14-18. 
Meira

Blönduósingurinn Eysteinn Pétur er nýr framkvæmdastjóri KSÍ

Varnarjaxlinn ólseigi, Eysteinn Pétur Lárusson, Blönduósingur og Bliki síðustu árin, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri KSÍ en hann mun hefja störf 1. september 2024. Eysteinn Pétur kemur til KSÍ frá Breiðabliki þar sem hann var framkvæmdastjóri aðalstjórnar og áður knattspyrnudeildar félagsins í rúm 10 ár.
Meira

Emma Katrín Íslandsmeistari í 2. deildinni í badminton

Meistaramót Íslands í badminton fór fram í húsnæði Badmintonfélags Hafnarfjarðar við Strandgötuna í Hafnarfirði dagana 25.-27.apríl. Tindastóll sendi einn keppandi til leiks, Emmu Katrínu Helgadóttur en hún keppti í 2. deild, spilaði mjög vel og vann mótið sannfærandi án þess að tapa lotu. Hún vann þannig fyrsta Íslandsmeistaratitill Tindastóls í fullorðinsflokki í badminton.
Meira

Starfsfólk SSV heimsótti kollegana í SSNV

Sagt er frá því á heimasíðu SSNV að starfsfólk frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi hafi heimsótt starfssystkini sín á Norðurlandi vestra nú í vikunni. „Við áttum tvo góða og skemmtilega daga saman þar sem við ræktuðum tengsl og ræddum saman um verkefni og áskoranir landshlutasamtaka,“ segir í fréttinni.
Meira

„Það eina sem ég hugsaði um var að klára þetta færi“

Feykir spurði Elísu Bríeti Björnsdóttur, Skagstrendinginn unga, nokkurra spurninga að loknum leik Tindastóls og Fylkis sem fram fór í dag en hún átti enn einn flotta leikinn og var t.d. valin maður leiksins á Fótbolti.net. Elísa Bríet gerði fyrsta mark leiksins og þar með fyrsta mark sitt í Bestu deildinni.
Meira

Öruggur sigur Stólastúlkna á liði Fylkis

Lið Tindastóls og Fylkis mættust í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna í dag en leikið var á Greifavellinum á Akureyri vegna vallarvesenis á Króknum. Ekki virtist Akureyrarferð sitja í Stólastúlkum eða það að spila á Greifavellinum – enda hver elskar ekki Greifann? Fylkir kom upp úr Lengjudeildinni síðasta haust og hafði farið vel af stað á tímabilinu, höfðu ekki tapað leik. En þær lutu í Greifagras í dag og máttu þola 3-0 tap gegn skemmtilegu liði Tindastóls.
Meira

Hagnaður ársins 2023 hjá KS var 5,5 milljarðar króna

Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga var haldinn í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð þriðjudaginn 23. apríl. Á áttunda tug manna sátu fundinn en kjörnir fulltrúar voru eitthvað á sjötta tuginn auk starfsmanna og gesta. Ekki lágu stórar ákvarðanir fyrir fundinum en fram kom að KS skilaði 5,5 milljarða króna hagnaði árið 2023 en eignir kaupfélagsins voru bókfærðar á 88,6 milljarða í árslok 2023 og eigið fé nam 58,6 milljörðum.
Meira