Skagafjörður

Framkvæmdir við smábátahöfnina á Sauðárkróki

Á Sauðárkróki er nú unnið að undirbúningi fyrir malbikun á svæðinu við smábátabryggjuna í samræmi við samþykkt deiluskipulags Sauðárkrókshafnar.
Meira

Ánægjuleg niðurstaða ársreiknings Skagafjarðar

Ársreikningur Skagafjarðar fyrir árið 2023 var samþykktur samhljóða við síðari umræðu í sveitarstjórn sl. miðvikudag. Í frétt á heimasíðu Skagafjarðar segir að niðurstaðan sé ánægjuleg, rekstrarafgangur samstæðunnar var samtals að upphæð 123 milljónir króna, afborganir langtímalána voru hærri en taka nýrra lána annað árið í röð og skuldahlutfall og skuldaviðmið lækkuðu einnig annað árið í röð, auk þess sem eiginfjárhlutfall og handbært fé í árslok hækkuðu á milli ára.
Meira

Söfn í þágu fræðslu og rannsókna | Alþjóðlegi safnadagurinn er í dag

Yfirskrift safnadagsins í ár, „Söfn í þágu fræðslu og rannsókna“, snýr að mikilvægi menningarstofnana þegar kemur að því að bjóða upp á heildræna fræðslu og tækifæri til þekkingaröflunar. Eins og segir á heimasíðu FÍSOS (Félag íslenskra safna og safnamanna): „Söfn þjóna samfélaginu sem kraftmiklar fræðslumiðstöðvar, þar sem þau glæða forvitni, sköpunargleði og gagnrýna hugsun. Nú í ár er vakin athygli á þætti safna í að styðja við rannsóknir og skapa vettvang til að kanna og deila hugmyndum. Hvort sem viðfangið er saga eða listir, tækni eða vísindi, þá eru söfn vel í stakk búin til að efla skilning og þekkingu okkar á heiminum í gegnum fræðslu og rannsóknir.“
Meira

Sumaropnun á Gránu Bistro, Retro Mathúsi og í Jarlsstofu 

Sumarið er komið og nú opna fleiri og fleiri veitingastaðir dyr sínar fyrir svöngum túristum og heimafólki sem er spennt fyrir fjölbreytni í úrvali veitingastaða. Nú um helgina verður opið hjá Retro Mathúsi á Hofsósi, Jarlsstofa restaurant í kjallara Hótel Tindastóls er með kvöldopnun og Grána Bistro verður með opið föstudags, laugardags- og sunnudagskvöld.
Meira

Kurteisi kostar ekkert | Leiðari 18. tölublaðs Feykis

Flokkspólitísk dagblöð voru lenskan framan af síðustu öld. Stjórnmálaflokkarnir voru lengi vel fjórir og hver og einn hafði sína málpípu þar sem réttu skoðanirnar voru predikaðar – í raun bergmálshellir þeirra tíma. Framsóknarmenn lásu Tímann, kratar Alþýðublaðið, kommar Þjóðviljann og íhaldið Moggann.
Meira

Aldrei fleiri Tindastólskrakkar skráðir til leiks

Dagana 10.-11. maí fóru Snillingamót og Bikarmót Badmintonfélags Hafnarfjarðar fram í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Tindastóll sendi að þessu sinni níu þátttakendur til leiks og er það metþátttaka – aldrei hafa fleiri Tindastólskrakkar tekið þátt í einu móti.
Meira

Baldur Hrafn ráðinn í stöðu sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs Skagafjarðar

Sagt er frá því á vef Skagafjarðar að sveitarfélagið hefur ákveðið að ráða Baldur Hrafn Björnsson í starf sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs en staðan var auglýst öðru sinni í apríl sl. Alls bárust fjórar umsóknir um stöðuna en tveir umsækjendur drógu umsókn sína til baka.
Meira

Knattspyrnuvallahallæri á Norðurlandi vestra og víðar

Þrjú meistaraflokkslið í knattspyrnu þreyja þorrann á Norðurlandi vestra þessa sumarbyrjunina; kvennalið Tindastóls sem spilar í Bestu deild kvenna, Kormákur/Hvöt í 2. deild karla og karlalið Tindastóls í 4. deildinni. Öll þurfa liðin leikhæfa leikvelli til að spila á en þeim er því miður ekki til að dreifa þessa dagana á svæðinu og hafa liðin því þurft að ýmist færa leiki lengra inn í sumarið, spila heimaleiki sína í Eyjafirði eða skipta á heimaleikjum við andstæðinga hverju sinni.
Meira

Þörfin fyrir heimilislækna | Bjarni Jónsson skrifar

Að geta notið þjónustu heimilislæknis er ein af grunnþörfum okkar allra hvar sem við búum á landinu. Það er ekki síður mikilvægt að fólk hafi aðgang að föstum heimilislækni til að tryggja samfellu í þjónustunni. Þurfa ekki sífellt að bera sig upp við nýja lækna með mein sín, áhyggjur eða við heilsufarseftirlit. Aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu í heimabyggð eru grundvallarmannréttindi. Hér á landi höfum við búið við traust opinbert heilbrigðiskerfi þar sem öll eiga sama rétt til þjónustu óháð efnahag og stöðu. Um það er þjóðarsátt.
Meira

Lengi lifi rokkið - Gildran með tónleika í Gránu

Hljómsveitin Gildran fagnar á næsta ári fjörtíu ára afmæli sínu og nú er hafa Skagfirðingar og nærsveitungar tækifæri til að mæta í Gránu nk.laugardagskvöld 18. maí og hefjast tónleikarnir kl. 20:30. Trommari Gildrunnar Kalli Tomm sem fæddur er og uppalinn í Mosfellssveit og hefur búið þar meira og minna öll sín ár er nú búsettur á Hofsósi. Feykir heyrði í nýbúanum á Hofósi og tók tal af honum í tilefni flutninga og komandi tónleika.
Meira