Skagafjörður

Nýtt fjós í byggingu á Ytri Hofdölum

Systkinin Þórdís Halldórsdóttir og Þórarinn Már Halldórsson standa að búskapnum á Ytri Hofdölum í Skagafirði, Herbert Hjálmarsson maður Þórdísar er svo yfirsmiðurinn á bænum og eiga þau börnin Hjálmar Herbertsson og Iðunni Ýri Herbertsdóttur. Foreldrar Þórdísar og Þórarins eru þau Halldór Jónasson og Halldóra Lilja Þórarinsdóttir og eru allt í öllu ennþá á bænum og aðstoða í búskapnum. Eins og er eru 30 mjólkandi kýr, ört stækkandi geldneytahópur, 200 kindur og 30 truntur út í móa. Tveir hundar og þrír kettir.
Meira

Geðlestin heimsækir Krókinn í Gulum september

Í tilefni af Gulum september ætla landssamtökin Geðhjálp að ferðast um landið og bjóða upp á samtal um geðrækt og geðheilsu í bland við tónlist og gleði. Geðlestin er heiti verkefnisins en hún hefur áður farið um landið en þá var áherslan á börn og ungmenni en núna er ætlunin að hitta sveitarstjórnir, félags- og skólamálayfirvöld annars vegar og almenning hins vegar.
Meira

Afnám tollfrelsis minni skemmtiferðaskipa þegar farið að hafa neikvæð áhrif

„Höfnin hérna er búin að vera að byggja upp komur skemmtiferðaskipa til Skagafjarðar og á næsta ári var þegar búið að bóka tíu komur á Sauðárkrók og fimm á Hofsós,“ sagði Dagur Þór Baldvinsson, hafnarstjóri Skagafjarðarhafna, þegar Feykir innti hann eftir því hvort hann hefði áhyggjur af afleiðingum þess að um áramótin er stefnt að því að tollfrelsi minni skemmtiferðaskipa verði afnumið. Dagur sagðist hafa miklar áhyggjur af þessu og nú þegar hafi eitt skip afboðað komu sína vegna þessa.
Meira

Æfingaleik kvennaliðs Tindastóls frestað

Til stóð að kvennalið Tindastóls, sem mun stíga sín fyrstu spor í efstu deild eftir tvær vikur, ætti að spila æfingaleik við Stjörnuna í kvöld en leiknum hefur verið frestað vegna meiðsla og veikinda sem herja á hóp Tindastóls. Samkvæmt heimildum Feykis er verið að reyna að koma á koma leiknum á að nýju eftir viku en ákvörðun liggur ekki fyrir.
Meira

Héraðsbókasafn Skagfirðinga heldur upp á 120 ára afmælið

Héraðsbókasafn Skagfirðinga er 120 ára í ár en það var stofnað í kjölfar sýslufundar árið 1904. Síðustu tvo daga hefur verið haldið upp á tímamótin með kökuveislu á afgreiðslustöðvum safnsins; fyrst í Varmahlíðarskóla á þriðjudaginn og á Hofsósi í gær. Það verður svo hægt að gæða sér á köku í dag í höfuðstöðvum safnsins í Safnahúsinu við Faxatorg á Sauðárkróki.
Meira

Þrjú fjós í byggingu og eitt á teikniborðinu

Það hlýtur að teljast til tíðinda og ekki árlegur viðburður að byggingaverktakar í Skagafirði standi í ströngu við að byggja ekki eitt heldur þrjú fjós og það fjórða er á teikniborðinu. Fyrst ber að nefna 1000 m2 fjós á bænum Ytri Hofdölum í Viðvíkursveit, 843 m2 fjós í Flugumýrarhvammi í Blönduhlíð og að lokum 1100 m2 viðbygging við fjósið sem fyrir er á Gili í Skarðshreppi hinum forna.
Meira

Stólarnir negla samning við Nesa

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við heimamanninn Hannes Inga Másson um að leika með liðinu á komandi tímabili í Bónus-deildinni. Hannes þarf vart að kynna fyrir Tindastólsfólki og það eru ákaflega ánægjuleg tíðindi að hann taki slaginn með liðinu áfram.
Meira

Fulltrúar ferðaskrifstofa heimsóttu Norðurland vestra

Á vef SSNV er sagt frá því að í síðustu viku hafi starfsfólk nokkurra ferðaskrifstofa frá Reykjavík, alls níu manns, verið á ferð um Norðurland vestra. Ferðalagið, sem var skipulagt í samstarfi við Markaðsstofu Norðurlands, stóð í tvo daga og heppnaðist einstaklega vel.
Meira

Frítt í landsbyggðarstrætó á bíllausa daginn

Vegagerðin tekur virkan þátt í Evrópsku samgönguvikunni, meðal annars með því að hafa frítt í landsbyggðarstrætó á bíllausa daginn, sunnudaginn 22. september. Á netsíðu Vegagerðarinnar segir að borgir og bæir á Íslandi hafi tekið þátt í Evrópsku samgönguvikunni frá árinu 2002. Samgönguvikan er samstillt átak sveitarfélaga í Evrópu sem er ætlað að ýta undir sjálfbærar samgöngur.
Meira

Skólafólk nestaði sig inn í nýtt skólaár

Haustþing Kennarasambands Norðurlands vestra fór fram í Miðgarði í Varmahlíð þann 30. ágúst síðastliðinn. Formaður KSNV er Álfhildur Leifsdóttir kennari við Árskóla á Sauðárkróki og hún féllst á að svara nokkrum spurningum Feykis um þingið og eitt og annað tengt skólamálum.
Meira