Nýtt fjós í byggingu á Ytri Hofdölum
feykir.is
Skagafjörður, Fréttir
20.09.2024
kl. 10.30
Systkinin Þórdís Halldórsdóttir og Þórarinn Már Halldórsson standa að búskapnum á Ytri Hofdölum í Skagafirði, Herbert Hjálmarsson maður Þórdísar er svo yfirsmiðurinn á bænum og eiga þau börnin Hjálmar Herbertsson og Iðunni Ýri Herbertsdóttur. Foreldrar Þórdísar og Þórarins eru þau Halldór Jónasson og Halldóra Lilja Þórarinsdóttir og eru allt í öllu ennþá á bænum og aðstoða í búskapnum. Eins og er eru 30 mjólkandi kýr, ört stækkandi geldneytahópur, 200 kindur og 30 truntur út í móa. Tveir hundar og þrír kettir.
Meira