Bónusdeild karla hefst í kvöld

Benedikt Rúnar Guðmundsson.MYND HJALTI ÁRNA
Benedikt Rúnar Guðmundsson.MYND HJALTI ÁRNA
Bónusdeild karla hefst í kvöld þegar Tindastóll tekur á móti KR í Síkinu. Á Facebooksíðu Tindastóls segir að fyrir leik gefst árskorthöfum tækifæri til að hittast í þjálfaraspjalli frá kl 17.45, í nýrri aðstöðu körfuknattleiksdeildarinnar í norðurhlutanum á Ábæ. Allir  árskorthafar eru hvattir til að mæta þangað, spjalla og skiptast á hugmyndum. Leikurinn hefst á slaginu 19:15, hamborgararnir verða á grillinu frá 18:30.
 
Feykir tók forskot á þjálfaraspjallið og talaði við Benedikt Rúnar Guðmundsson nýjan þjálfara mfl.Tindastóls sem segist mjög ánægður með hópinn og stemningin jákvæð innan hópsins og menn staðráðinir í að gera allt sitt til að gera liðið betra. Benni segist jafnframt hrikalega spenntur, það sé alltaf mikil spenna þegar nýtt tímabil sé að hefjast og það er einhver auka spenna fyrir þessu tímabili. 
Þegar Benni er spurður út í stöðuna á mannskapnum segir hann þau hafa verið að eiga við veikindi innan liðsins undanfarið, eins og gengur og gerist en það verði allir með. 
 
En hvernig líst þér á fyrsta leik á móti uppeldisfélaginu KR?Ég er spenntur að byrja tímabilið á heimavelli og gaman að fá stórveldið KR í fyrsta leik. Þeir eru með töluvert betra lið en einhverjir gera sér grein fyrir. Mér finnst þeir hafa gert vel á erlenda markaðnum og náð í leikmenn sem henta vel í deildinni hér á Íslandi.“
 

Að lokum verðum við að vita hvernig Benna finnst stemningin. „ Mín upplifun er alla vega sú að það sé mikil stemning hjá stuðningsmönnum. Það var gaman að ná að fá þrjá heimaleiki á undirbúningstímabilinu og ég held að það hafi hvergi verið eins góð mæting á æfingaleiki eins og hjá okkur. Það lofar virkilega góðu,“ segir Benni að lokum. 

Við óskum þeim að sjálfsögðu góðs gengis - allir í Síkið, ÁFRAM TINDASTÓLL !

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir