Skagafjörður

Áhrifaríkar sjálfbærniaðgerðir og auðveldari ákvarðanataka frumkvöðla

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) óskar eftir frumkvöðlum, fyrirtækjum og ráðgjöfum til að taka þátt í nýju, alþjóðlegu verkefni, sem miðar að því að hjálpa litlum og meðalstórum fyrirtækjum að innleiða áhrifaríkar sjálfbærniaðgerðir og auðvelda ákvarðanatöku.
Meira

Við erum á allt öðrum stað | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Verðbólga á evrusvæðinu náði hámarki í október 2022 miðað við samræmda vísitölu neyzluverðs á Evrópska efnahagssvæðinu og mældist þá 10,6%. Á sama tíma var verðbólga á Íslandi á sama mælikvarða 6,4%. Eftir það fór verðbólga á evrusvæðinu minnkandi en byrjaði ekki að minnka hér á landi fyrr en í febrúar 2023. Ástæðan er sú að verðbólgan hér hefur verið nokkrum mánuðum á eftir stöðu mála innan svæðisins. Verðbólgan fór með öðrum orðum fyrr upp á evrusvæðinu en hér á landi og fyrir vikið er hún seinni niður hér
Meira

FNV hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar

Þorkell. V. Þorsteinsson, settur skólameistari, tók á móti viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar fyrir hönd FNV, á árlegri viðurkenningarathöfn sem haldin var 3. október sl. 
Meira

Árni Geir í framkvæmdastjórastarf hjá Origo

Króksarinn Árni Geir Valgeirsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hjá Origo og mun hann leiða hugbúnaðarsvið félagsins frá októbermánuði. Origo er eitt af stærstu tölvufyrirtækjum landsins.
Meira

Gyrðir Elíasson tók við Tranströmer-verðlaununum í gær

Í byrjun sumars var það tilkynnt að Gyrðir Elíasson, skáldið góða af Hólmagrundinni á Sauðárkróki, hafi hlotið sænsku Tranströmer-verðlaunin og í gær tók hann við verðlaununum á Bókmenntahátíðinni í Västerås í Svíþjóð. Samhliða því var úrval ljóða hans gefið út í sænskri þýðingu.
Meira

Ríkisstjórnarsamstarfinu slitið og kosningar væntanlega í nóvember

Það hefur ekki farið framhjá neinum sem á annað borð hefur fylgst með dramatíkinni á stjórnarheimilinu að samstarfið hefur um tíma hangið á bláþræði. Í dag kallaði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra til fundar í Stjórnarráðinu þar sem hann tilkynnti að rík­is­stjórn­ar­sam­starfi Sjálf­stæðis­flokks, Fram­sókn­ar og Vinstri grænna hafi verið slitið.
Meira

Er lúmskt hræddur við Imma ananas – segir Guli bananinn

Guli bananinn er yfirlífvörður og hægri hönd Imma ananas en þeir verða mættir í Ávaxtakörfu Leikfélags Sauðárkróks þegar frumsýnt verður nú á þriðjudaginn. Hans helsta hlutverk er að þjálfa Garðar græna í lífvörðinn og marsera um alla körfuna og sjá til þess að Maja jarðaber haldi henni hreinni.
Meira

Gaman að vera smá öðruvísi – segir Gedda gulrót

Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir Ávaxtakörfuna þriðjudaginn 15. október. Gedda gulrót er eina grænmetið í Ávaxtakörfunni og lendir þar fyrir slysni. Móttökurnar sem Gedda fær eru ekki alveg þær bestu og mat íbúanna að grænmeti eigi ekki heima í Ávaxtakörfu. Blaðamaður Feykis spurði Geddu nokkurra spurninga.
Meira

Malen í fjórða sætinu með Anywhere ... eða reyndar á toppnum!

„Anywhere er um kærasta minn svo það er svona væmið og krúttó,“ segir Malen Áskelsdóttir tónlistarkona þegar Feykir spyr hana um hvað lagið Anywhere sé, en það var í vikunni í fjórða sæti Vinsældalista Rásar2.
Meira

Vaxtaverkir | Leiðari 38. tölublaðs Feykis

Það getur verið ágætis sport að setja saman sæmilega vísu. Kannski hefði einhver haldið að nú á tímum samfélagsmiðla þá dytti þessi gamla hugarleikfimi úr tísku en það virðist nú vera öðru nær. Margir hafa gaman af því að reyna sig við þetta púsl og birta sperrtir fram-leiðslu sína á Facebook. En ef menn eru ekki með leikreglurnar á hreinu þá geta þeir fengið yfir sig skammir eða umvandanir frá lærðum í faginu.
Meira