Skagafjörður

Krækjur gerðu gott mót

Dagana 9.–11. maí sl. fór Öldungamót Blaksambands Íslands fram í íþróttahúsinu Varmá í Mosfellsbæ. Mótið er haldið ár hvert og var þetta í 47. skiptið sem það fer fram. Að þessu sinni var það í höndum Blakdeildar Aftureldingar en þetta er stærsta blakmót ársins fyrir fullorðna einstaklinga þar sem leikgleði og skemmtun er í fyrirrúmi. Yfirskrift mótsins var gleði og var vonast til þess að liðin mættu til leiks í glaðlegum búningum og mátti sjá þá ýmsa skrautlega – bæði ljóta og flotta.
Meira

Bess klárlega einn af þeim bestu sem Pétur hefur spilað með

Það hefur verið pínu þannig síðustu vikurnar að stuðningsmenn Stólanna hafa verið með hálfgerða körfubolta-timburmenn. Menn kannski búnir að vera með smá ofnæmi og ekki verið í þörfinni að ræða frammistöðu vetursins hjá meisturunum okkar. Fréttir af því að Javon Bess, fyrrum leikmaður Tindastóls, hafi verið valinn varnarmaður ársins í Þýskalandi gæti hafa kveikt körfuneistann á ný hjá einhverjum og því sendi Feykir nokkrar spurningar á Pétur Rúnar Birgisson, fyrirliða Tindastóls, og spurði út í Bess og ... já, tímabilið síðasta.
Meira

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna forsetakjörs 1. júní 2024

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakjörs þann 1. júní 2024 er hafin.
Meira

Alþjóðlegi safnadagurinn er á laugardaginn

Alþjóðlegi safnadagurinn verður haldinn hátíðlegur 18. maí næstkomandi. Af því tilefni verður frítt að heimsækja Byggðasafn Skagfirðinga í Glaumbæ á milli kl. 11-15. Þá verður sömuleiðis opið hjá Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna að Reykjum í Hrútafirði milli kl. 13 og 16 þar sem m.a. verður boðið upp á barnaleiðsögn um hákarlaveiðar.
Meira

Auðlindirnar okkar

Flest erum við sammála um að sameign þjóðar á auðlindum eigi að vera meitluð í stjórnarskrá sem og ákvæði um sjálfbæra nýtingu. Umgengni við auðlindir hefur ekki alltaf verið til fyrirmyndar og eru brotalamir í umgjörð. Nú þegar verið er að setja eftir á reglur um nýtingu fjarðanna fyrir lagareldi sést hversu óheppi­legt það er.
Meira

Séra Sigríður settur prófastur í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi

Fjölmenni var við messu í Hóladómkirkju í gær en þá var sr. Sigríður Gunnarsdóttir frá Flatatungu sett inn í embætti prófasts í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi. Í færslu á Facebook-síðu Hóladómkirkju segir að efnt hafi verið til veislu á eftir þar sem þær fengu sinn hvorn blómvöndinn, sr. Sigríður og sr. Dalla Þórðardóttir á Miklabæ, fráfarandi prófastur, og henni þökkuð farsæl störf.
Meira

Gildran í Gránu á laugardaginn

Gildan – lengi lifi rokkið er yfirskrift stórviðburar sem framundan er í Skagafirði þegar hljómsveitin Gildran mætir á Krókinn laugardaginn 18. maí kl. 20:30. Ein magnaðasta rokkhljómsveit Íslandssögunnar fer í gegnum ferilinn og spilar öll bestu lögin, já öll bestu lögin og meira til. Þetta verður veisla!
Meira

Reiðufé fannst í Húnabyggð

Reiðufé fannst í sveitarfélaginu Húnabyggð fyrir skemmstu og var komið til lögreglunnar á Norðurlandi vestra. Á Facebook-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra segir að eðli máls samkvæmt sé ekki unnt að veita frekari upplýsingar um hið fundna reiðufé.
Meira

Freyr ráðinn upplýsingafulltrúi Eflingar stéttarfélags

Skagfirðingurinn Freyr Rögnvaldsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Eflingar stéttarfélags. Freyr er stjórnmálafræðingur að mennt, frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Lundi. Hann hefur síðustu 17 ár unnið sem blaðamaður á ýmsum fjölmiðlum, meðal annars Heimildinni, Stundinni, DV, Eyjunni, Bændablaðinu og á 24 stundum. Freyr hlaut Blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands árið 2018 fyrir rannsóknarblaðamennsku þegar hann rannsakaði og greindi eignarhald auðmanna á íslenskum bújörðum. Hann hefur þá einnig í tvígang verið tilnefndur til verðlaunanna.
Meira

Góður sigur Tindastóls í Eyjum

Karlalið Tindastóls spilaði í dag fyrsta leik sinn þetta sumarið í 4. deildinni. Strákarnir sátu hjá í fyrstu umferðinni þar sem leiknum sem vera átti á Króknum í síðustu viku var frestað um mánuð vegna vallaraðstæðna. Því var fyrsti leikur liðsins strembinn útileikur gegn liði KFS á Týsvellinum í Vestmannaeyjum. Stólarnir gerðu sér þó lítið fyrir og lögðu heimamenn í gras. Lokatölur 1-3.
Meira