Skagafjörður

Slakað á reglum um sóttkví

Einstaklingum sem eru útsettir fyrir COVID-19 smiti utan heimilis eða dvalarstaðar síns er ekki lengur skylt að fara í sóttkví en þurfa þess í stað að viðhafa smitgát samkvæmt þeim breytingarnar sem tóku gildi á miðnætti. Sóttkví verður áfram beitt gagnvart þeim sem hafa verið útsettir fyrir smiti innan heimilis eða dvalarstaðar en þríbólusettir sem útsettir eru á heimili geta verið í smitgát sem lýkur með sýnatöku. Börn á leik- og grunnskólaaldri verða enn fremur undanþegin smitgát.
Meira

Riða greindist í skimunarsýni frá Sporði í Húnaþingi vestra

Matvælastofnun greinir frá því á heimasíðu sinni að fyrir skömmu hafi borist tilkynning frá Tilraunastöð HÍ að Keldum um að sýni hafi reynst jákvætt m.t.t. riðu frá bænum Sporði í Línakradal i Húnaþingi vestra. Sauðfjárbúskapur var aflagður á bænum í haust og því aðeins um þrif og sótthreinsun að ræða hvað aðgerðir viðkemur vegna riðuvarna.
Meira

Vestan hvassviðri eða stormur og hríð

Veðurstofan hefur gefið út viðvaranir vegna veðurs í dag, gula viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og norðurland vestra, Austurland að Glettingi og Miðhálendi og svo appelsínugula viðvörun fyrir Suðurland, Faxaflóa, Austfirði og Suðausturland.
Meira

Samið við Uppsteypu ehf. vegna áfanga II við sundlaugina á Króknum

Síðastliðinn föstudag undirrituðu Sveitarfélagið Skagafjörður og Uppsteypa ehf. verksamning um uppbyggingu við Sundlaug Sauðárkróks, áfanga II. Í verkinu felst uppsteypa á nýju laugarsvæði sunnan við núverandi sundlaug með barnalaug, buslulaug, kennslulaug, lendingarlaug, köldum potti ásamt tæknirými í kjallara.
Meira

Svikin við strandveiðarnar og sjávarbyggðirnar :: Eyjólfur Ármannsson skrifar

„Nýta má strandveiðar til að efla jafnrétti og stuðla að nýliðun í sjávarútvegi. Við viljum efla fjölbreytt útgerðarform með öflugum strandveiðum og byggðatengdum aflaheimildum og koma í veg fyrir mikla samþjöppun svo byggðirnar blómstri.“ Þetta var boðskapur VG í kosningabaráttunni í Norðvesturkjördæmi síðast liðið haust. Hverjar eru efndirnar?
Meira

G-vítamín á þorra

Á fyrsta degi þorra, sl. föstudag, fór í loftið Geðræktardagatal Geðhjálpar þar sem hægt er að fá G-vítamín á þorranum sem hjálpar til að rækta og vernda geðheilsu okkar. Allur ágóði rennur í Styrktarsjóð geðheilbrigðis (www.gedsjodur.is) en jafnframt er dagatalið happdrættismiði og glæsilegir vinningar í boði.
Meira

Eyrún Ýr Pálsdóttir ný inn í landsliðshóp LH og Ísólfur Líndal aðstoðarþjálfari

Ísólfur Líndal Þórisson, á Lækjamóti í Húnaþingi vesta, hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari A-landsliðshóps LH. Hann útskrifaðist sem reiðkennari frá Hólaskóla 2005, hlaut reiðkennsluverðlaun Hólaskóla það ár og er starfandi reiðkennari við Háskólann á Hólum. Þá var Eyrún Ýr Pálsdóttir, frá Flugumýri í skagafirði, valin ný inn í landliðið.
Meira

Þrjár heimastúlkur sömdu við Tindastól í dag

Þrjár Tindastólsstúlkur skrifuðu í dag undir tveggja ára samning við Knattspyrnudeild Tindastóls og leika því í sumar með Stólastúlkum í Lengjudeildinni. Þetta eru þær Birna María Sigurðardóttir, Magnea Petra Rúnarsdóttir og Marsilía Guðmundsdóttir en þær hafa allar komið upp í gegnum ungmennastarf Stólanna og voru viðloðandi hóp Tindastóls í Pepsi Max deild kvenna á síðasta tímabili.
Meira

Ófærð á heiðum og óveður á Norðurlandi vestra

Enn er bálhvasst víðast hvar á Norðurlandi vestra, vindur yfirleitt þetta 15-20 m/sek og hiti um frostmark. Nú um þrjúleytið voru Holtavörðuheiði, Vatnsskarð og Öxnadalsheiði lokuð vegna veður enda suðvestan 27 metrar á þeirri síðarnefndu og ekkert ferðaveður.
Meira

Miklir möguleikar opnast með tilkomu færanlegrar rannsóknarstofu

Nú nýverið var greint frá styrkjum úr Innviðasjóði Rannís (Rannsóknamiðstöð Íslands) fyrir árið 2022 en alls bárust sjóðnum 28 umsóknir þar sem samtals var sótt um 922 milljónir króna. Meðal þeirra sem hlutu uppbyggingarstyrk að þessu sinni var Hólaskóli – Háskólinn á Hólum en í hans hlut komu rétt tæplega 10 milljón króna styrkur til kaupa á færanlegri rannsóknarstofu til sjávar- og vatnarannsókna á Íslandi. Feykir lagði örfáar spurningar fyrir Bjarna Kristófer Kristjánsson, forsvarsmann umsóknarinnar og prófessors á Fiskeldis- og fiskalíffræðideild skólans, en hann segir deildina hafa verið í töluverðri sókn á síðustu árum.
Meira