Veður versnar í kvöld og færð gæti spillst

Gul veðurviðvörun tekur gildi á Norðurlandi vestra og Ströndum nú kl. 18:00 en Veðurstofan gerir ráð fyrir norðan 13-20 m/s á svæðinu með snjókomu og skafrenning, einkum til fjalla. Búast má við lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám. Viðvörunin stendur til kl. 14:00 á morgun, mánudag.
Gert er ráð fyrir nokkurri snjókomu í Skagafirði og Austur-Húnavatnssýslu í kvöld og nótt en breytist í slyddu þegar líður að morgni, rigningu þegar nálgast hádegi og síðan styttir upp eins og jafnan gerir.
Næstu daga þar á eftir og fram á páskahelgina er gert ráð fyrir vægum hita og að veðrið verði að mestu til friðs þó reikna megi með snörpum vindi annað slagið
Sem stendur eru allir vegir greiðfærir á svæðinu en hálkublettir á Öxnadalsheiði og Holtavörðuheiði. Þegar veður versnar í kvöld er vissara að fylgjast með færð og aðstæðum..
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.