Skagafjörður

Nýr verkefnastjóri markaðs- og áfangastaðaþróunar hjá Markaðsstofu Norðurlands

Á vef Markaðsstofu Norðurlands segir að Elín Aradóttir hefur verið ráðin sem verkefnastjóri markaðs- og áfangastaðaþróunar hjá Markaðsstofu Norðurlands, en starfið var auglýst í sumar. Verkefnastjóri vinnur í nánu samstarfi við ferðaþjónustuaðila og sveitarfélög á öllu Norðurlandi að þróun og markaðssetningu áfangastaðarins. Hún kemur til starfa hjá MN um miðjan september.
Meira

Fótboltavöllurinn á leikskólanum Ársölum fær yfirhalningu

Það var orðið löngu tímabært að laga litla fótboltavöllinn á leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki því krakkarnir sem þar eru eru mjög duglegir að nota völlinn. Þarna hafa margir ungir og efnilegir krakkar sparkað í sinn fyrsta fótbolta og þó hann fái reglulegt viðhald þá verður hann fljótt holóttur og ljótur þegar blautt er í veðri.
Meira

Ungir og efnilegir félagar úr GSS á Íslandsmóti í höggleik sem byrjar í dag

Gaman er að segja frá því að um helgina eru nokkrir ungir golfiðkendur frá GSS að keppa á Íslandsmóti unglinga í höggleik. Keppt er í nokkrum flokkum og í flokki 12 ára og yngri, sem fram fer á Nesvelli hjá Nesklúbbnum í Reykjavík, keppa þeir Sigurbjörn Darri Pétursson og Brynjar Morgan Brynjarsson og hefja báðir leik nú í morgunsárið. Þeir spila níu holur í dag, laugardag og sunnudag. Þá er Gígja Rós Bjarnadóttir í flokki 13-14 ára stúlkna og mun hefja leik í hádeginu í dag, föstudag, og spilar 18 holur, föstudag, laugardag og sunnudag.
Meira

Jón Adolf Guðjónsson sæmdur gullmerki KS

Stjórn Kaupfélags Skagfirðinga svf. ákvað að sæma Jón Adolf Guðjónsson fyrrverandi bankastjóra Búnaðarbanka Íslands „gullmerki“ Kaupfélags Skagfirðinga svf. fyrir öflugan stuðning við uppbyggingu atvinnulífs í Skagafirði.
Meira

Þeir fiska sem róa

Á heimasíðunni aflafrettir.is segir að þó að Hafdís SK 4 sé ekki stærsti dragnótabáturinn sem var að róa í júlí þá hafi þeir félagar um borð farið mjög oft út á sjó eða 30 róðra og enduðu þar með aflahæstir þann mánuðinn.
Meira

Úrslit í áttunda móti Esju mótaraðarinnar

Það var óvanalega gott veður sem lék við kylfinga á áttunda móti Esju mótaraðarinnar sem fram fór í gær, miðvikudag, á Hlíðarendavelli. Úrslit mótsins voru þau að í kvennaflokki vann Halldóra Andrésdóttir Cuyler með 33 punkta og í karlaflokki vann Brynjar Morgan Brynjarsson með 39 punkta. Í opna flokknum án forgjafar sigraði svo Anna Karen Hjartardóttir með 33 punkta.
Meira

Bertel Benóný vann Hard Wok mótið sl. þriðjudag

Á þriðjudaginn var fór fram næst síðasta Hard Wok háforgjafarmótið á Hlíðarendavelli í frábæru golfveðri. Þátttakendur voru 24 talsins og þar af voru tíu konur og 14 karlmenn. Sex af þeim sem tóku þátt náðu 19 punktum eða meira sem er frábær árangur.
Meira

Vatnsdalshólahlaupin

Það er óhætt að segja að menningarlífið í Húnabyggð hafi verið metnaðarfullt og til fyrirmyndar fyrir önnur sveitarfélög í sumar og um komandi helgi hátíð, Vatnsdæluhátíð og meðal þess sem er á dagskrá laugardaginn 17. ágúst er hlaup og rathlaup í einstakri náttúru.
Meira

Hólahátíð er dagana 17.-18. ágúst

Árleg Hólahátíð er nú um helgina á Hólum í Hjaltadal og að venju er dagskráin fjölbreytt. Megindagskráin er á sunnudag en hátíðarmessa hefst í Hóladómkirku kl. 14:00. Þar mun Agnes M. Sigurðardóttir biskup prédika og kveðja Hólastifti. Hátíðarsamkoma hefst kl. 16:00 í Hóladómkirkju en þar er ræðumaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Meira

Umhverfisviðurkenningar í Húnaþingi vestra

Hafa ekki allir gaman að því að sjá vel hirtar lóðir og hús. Nefnd um veitingu umhverfisviðurkenninga í Húnaþingi vestra auglýsir nú eftir ábendingum um garða og svæði sem eiga slíka viðurkenningu skilið.
Meira