Skagafjörður

Mikilvægur leikur á Króknum og strákarnir tilbúnir og spenntir

„Við erum tilbúnir og spenntir; við munum þó nálgast þennan leik á sama hátt og við höfum hvern annan leik,“ segir Dominic Furness sem þjálfar karlalið Tindastóls í fótboltanum þegar Feykir hafi samband. Það er nefnilega stórleikur á morgun, laugardag, því þá mætir lið Ýmis á Krókinn en þeir Kópavogspiltar hafa trónað á toppi 4. deildarinnar lengst af sumars. Nú eru Stólarnir á toppnum en hafa leikið einum leik meira en lið Ýmis.
Meira

Mugison í Sauðárkrókskirkju í kvöld

Mugison er nú staddur í rúmlega hálfnuðu kirkjumaraþoni og í kvöld er það Sauðárkrókskirkja en hún er númer 55 í röðinni af 100 kirkju tónleikum í 100 póstnúmerum fyrir jól hjá meistara Mugison. 
Meira

Mættu ekki klárar til leiks á Heimavöll hamingjunnar

„Við mætum bara ekki klárar til leiks, ætli það hafi ekki gert okkur erfitt fyrir að koma til baka þegar við lendum undir 2-0 strax í byrjun leiks,“ sagði Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls í Bestu deild kvenna, þegar Feykir spurði hana út í leikinn gegn Víkingum í gærkvöldi. „Ég get ekki annað en verið hreinskilin og segja að varnarleikurinn var virkilega slæmur og það er eitthvað sem við veðrðum að laga.“
Meira

Fríar máltíðir grunnskólabarna – merkur samfélagslegur áfangi | Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að í nýjum kjarapakka er kveðið á um gjaldfrjálsar máltíðir fyrir nemendur í grunnskólum. Sitt sýnist hverjum og rétt að grunnskólinn er á forræði sveitarfélaga svo hvers vegna er ríkið á þáttast um og leggja áherslu á að nemendum á grunnskólaaldri standi til boða hádegsimatur þeim að kostnaðarlausu? Mitt svar er að þar sem hverju barni er skylt að sækja grunnskóla er einboðið að grunnskóladvöl þeirra sé heimilum algerlega að kostnaðarlausu.
Meira

Skólasetning Árskóla 2024

Skólasetning Árskóla fer fram í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki fimmtudaginn 22. ágúst sem hér segir:
Meira

Leik lokið eftir 24 mínútur í Víkinni

Hamingjunni var misskipt á heimavelli Víkinga í gær sem oft er kenndur við hamingjuna. Þangað mættu Stólastúlkur í gærkvöldi en fyrstu mínútur leiksins hefði mátt halda að liðið hefði mætt til leiks í vöðlum í vætuna í Víkinni. Eftir fimm mínútur voru heimastúlkur komnar í 2-0 og eftir 24 mínútur var staðan 4-0. Vont versnaði ekki mikið í síðari hálfleik þannig að Stólarútan silaðist norður í land með ljótt 5-1 tap á bakinu.
Meira

Dagskrá fyrstu daga FNV nú á haustönn

Nú á næstu dögum fara skólarnir að byrja og Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra er búinn að gefa út upphaf haustannarinnar á heimasíðu sinni fnv.is. Hér að neðan er hægt að nálgast allar upplýsingarnar.
Meira

Veðurspáin full af gráma næstu dagana

Ekki er útlit fyrir að Veðurstofan splæsi á okkur Norðvestlendinga fallegu sumarveðri næstu daga. Það kólnar nokkuð og reikna má með vætutíð en við getum þó huggað okkur við að vindur verður í rólegri kantinum. Miðað við spár þá gæti sést til sólar upp úr miðri viku og þá gæti hitinn farið yfir tíu stig en það verður sennilega skammgóður vermir.
Meira

Nýr verkefnastjóri markaðs- og áfangastaðaþróunar hjá Markaðsstofu Norðurlands

Á vef Markaðsstofu Norðurlands segir að Elín Aradóttir hefur verið ráðin sem verkefnastjóri markaðs- og áfangastaðaþróunar hjá Markaðsstofu Norðurlands, en starfið var auglýst í sumar. Verkefnastjóri vinnur í nánu samstarfi við ferðaþjónustuaðila og sveitarfélög á öllu Norðurlandi að þróun og markaðssetningu áfangastaðarins. Hún kemur til starfa hjá MN um miðjan september.
Meira

Fótboltavöllurinn á leikskólanum Ársölum fær yfirhalningu

Það var orðið löngu tímabært að laga litla fótboltavöllinn á leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki því krakkarnir sem þar eru eru mjög duglegir að nota völlinn. Þarna hafa margir ungir og efnilegir krakkar sparkað í sinn fyrsta fótbolta og þó hann fái reglulegt viðhald þá verður hann fljótt holóttur og ljótur þegar blautt er í veðri.
Meira