Skagafjörður

Ítölsk grænmetissúpa og þristanammi | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl 42, 2023, var Telma Björk Gunnarsdóttir og er hún fædd og uppalin á Sauðárkróki. Foreldrar hennar eru Halldóra Björk Pálmarsdóttir og Gunnar Ingi Gunnarsson. Telma á þrjú systkini þau Pálmar Inga, Bjarka Frey og Rakel Birtu og er hún elst af þeim. Telma vinnur á leikskólanum Ársölum.
Meira

Áfram Tinder ... stóll! | Leiðari 2. tbl. Feykis

Þá erum við landsmenn komnir í sæng með Valkyrjunum eldhressu og nú verður gengið vasklega til verks, ermar verða uppbrettar, framtíðin björt og lífið fallegt. Þær Kristrún Frosta, Þorgerður Katrín og Inga Sæland komu, sáu og sigruðu – já, jafnvel Sigurjón digra – í alþingiskosningunum í lok nóvember og þær mynduðu síðan stjórn fyrir jól.
Meira

Þórhallur Ásmundsson látinn

Þórhallur Ásmundsson, fyrrverandi ritstjóri Feykis til rúmra 16 ára, lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar þann 14. janúar síðastliðinn. Hann lætur eftir sig eiginkonu, tvö uppkomin börn og þrjú fósturbörn ásamt barnabörnum og barnabarnabörnum. Starfsfólk Feykis sendir hlýjar kveðjur til fjölskyldu Þórhalls og vina.
Meira

Nemendur Varmahlíðarskóla sýna söngleikinn Frelsi

Nemendur í 8.-10. bekk í Varmahlíðarskóla sýna söngleikinn Frelsi, föstudagskvöldið 17. janúar kl. 20:00. Verkið er eftir þá Flosa Einarsson og Gunnar Sturlu Hervarsson , veislukaffi í skólanum er að sýningu lokinni og rétt er að taka fram að aðeins verður þessi eina sýning.
Meira

Grátlegt tap gegn sterku liði Þórs

Það var norðlensk rimma í Síkinu í gærkvöldi þar sem lið Tindastóls tók á móti meistaraefnunum í liði Þórs frá Akureyri. Leikurinn var lengst af hnífjafn og æsispennandi en það var rétt í þriðja leikhluta sem gestirnir tóku völdin. Stólastúlkur svöruðu fyrir sig og komust yfir á ný á lokamínútunum en það voru gestirnir sem gerðu fimm síðustu stigin í leiknum og unnu því 80-83.
Meira

Lasagna og quinoa salat | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl. 40, 2023, var Sara Kristjánsdóttir en hún flutti á Krókinn til kærasta síns Þorkels Stefánssonar, sérfræðings hjá Byggðastofnun. Sara vinnur á leikskólanum Ársölum og með vinnunni leggur hún nám á þroskaþjálfafræði. Í henni rennur skagfirskt blóð og kann hún því afar vel við sig í firðinum fagra.
Meira

Styrkhafar Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra 2025

Alls fengu 63 umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra brautargengi samtals að upphæð 60 milljón kr. Á sviði atvinnuþróunar- og nýsköpunar fengu 12 umsóknir styrk samtals upphæð 30 milljónir og á sviði menningar var samþykkt að styrkja 51 umsókn að upphæð 30 milljónir kr. eins og fram kemur á vef SSNV.
Meira

Það er risaleikur í Síkinu í kvöld

Það er stórleikur í Síkinu í kvöld þegar grannaliðin Tindastóll og Þór mætast á hefðbundnum körfuboltatíma. Bæði lið hafa komið skemmtilega á óvart í vetur en lið Þórs er í öðru sæti Bónus deildarinnar á meðan lið Tindastóls er í fimmta sæti en þó nunar aðeins tveimur stigum á liðunum.
Meira

Ásta Ólöf með 21% atkvæða

Feykir stóð fyrir vali á Manni ársins á Norðulandi vestra núna í upphafi nýs árs og lauk kosningu á hádegi mánudaginn 13. Janúar sl. Valið stóð á milli átta aðila og var hægt að kjósa á feykir.is eða senda inn atkvæði, og alls voru það rétt tæplega 1000 manns sem tóku þátt og kusu og að þessu sinni var mjótt á munum, ólíkt því sem var í fyrra þegar Karólína í Hvammshlíð fékk 47% atkvæða.
Meira

Ferðaþjónustufólk kemur saman | Aðalheiður Jóhannsdóttir skrifar

Meira