Druslugangan kemur á Sauðárkrók
Þann 23. júlí næstkomandi verður haldin í fyrsta skipti drusluganga á Sauðárkrók, þar sem gengið verður frá Árskóla og niður í bæ. Varningur verður seldur á staðnum og skiltum útdeilt. kvöldið áður, 22. júlí, verður pepp-kvöld á Grand-inn bar þar sem gerð verða skilti fyrir gönguna og stemmingin rifin upp.
Það er Tanja M. Ísfjörð sem sér um að koma göngunni á fót á Sauðárkrók og er hægt að nálgast viðtal við hana í fyrsta þætti hlaðvarpsins Stóllinn hér.
Fyrsta druslugangan á Íslandi var farin í Reykjavík árið 2011 og hefur verið farinn árlega síðan þá. Tildrög göngunnar eru þau að lögreglustjóri í Toronto í Kanada gaf í skyn að klæðaburður kvenna væri ástæðan fyrir því að þeim hefði verið nauðgað. Þetta vakti hörð viðbrögð víða um heim og druslugöngur spruttu upp um allan heim.
Viðburðinn má sjá Facebook hér.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.