Skagafjörður

Flugvél tókst á loft í Skagafirði

Það er kannski ekki merkileg frétt alla jafna að flugvél taki á loft í Skagafirði en í illviðrinu síðasta sólarhringinn þá tókst sýningarvél, sem staðsett var á túninu neðan Samgöngusafnsins í Stóragerði, á loft og endaði á hvolfi.
Meira

Framkvæmdir við nýja frystigeymslu á Eyrinni hafnar

FISK Seafood og Kaupfélag Skagfirðinga hafa ráðist í framkvæmdir á Eyrinni á Króknum en þar stendur til að reisa nýja frystigeymslu sem nýtist þá bæði FISK Seafood og Kjötafurðastöð KS. Að sögn Jóns Kristins Guðmundssonar, verkefna- og þróunarstjóra hjá FISK Seafood, þá var hafist handa þann 15. nóvember sl. að taka frost og aftengja gamlar frystigeymslur sem fyrir voru á svæðinu þar sem ný geymsla mun rísa. „Strax í kjölfarið var farið að rífa þær byggingar og lauk því verki í byrjun janúar. Þessar byggingar voru reistar árið 1949 samkvæmt fasteignaskrá,“ segir Jón Kristinn.
Meira

Grillaður hunangssilungur og heimagerður frómas | Matgæðingar vikunnar

Matgæðingar vikunnar í tbl. 18, 2024, voru Árni Gunnarsson og Elenóra Jónsdóttir á Sauðárkróki. Árni er frá Flatatungu í Akrahreppi, hinum forna, og eru foreldrar hans Gunnar heitinn Oddsson, bóndi í Flatatungu, og Helga Árnadóttir, húsfreyja, en Helga er fædd og uppalin á Akranesi. Árni ólst upp í firðinum fagra en flutti til Reykjavíkur eftir stúdentspróf til að nema sagnfræði við HÍ og síðar Háskólann í Bielefeld í Þýskalandi og vann þar sem blaða- og fréttamaður með náminu. Elenóra er fædd og uppalin í Reykjavík en foreldrar hennar voru Jón Sigurðsson og Guðfinna Erla Jörundsdóttir.
Meira

Rauð viðvörun tekur gildi um kl. 10 – Foktjón á Norðurlandi vestra

Rauð veðurviðvörun tekur gildi á ný hér á Norðurlandi vestra kl. 10 og stendur til kl. 15 í dag. Vegagerðin ítrekar að ökutæki sem taka á sig mikinn vind eiga alls ekki að vera á ferli milli landshluta í dag. Margir vegir eru á óvissustigi og geta því lokað með stuttum fyrirvara. Vegfarendur eru beðnir að fylgjast vel með aðstæðum og vera tilbúnir að breyta ferðaplönum.
Meira

Rokkkór Húnaþings vestra hnyklar vöðvana

Vikuna 22.-29. mars nk. mun Rokkkórinn úr Húnaþingi vestra fara á stjá með þrenna tónleika. Já, það er ekki bara farið suður á höfuborgarsvæðið 22. mars, heldur líka austur í Skagafjörð fimmtudaginn 27. mars og svo heima á Hvammstanga 29. mars. Síðustu helgina í apríl mun kórinn svo halda vestur í Búðardal og koma fram á Jörfagleðinni. Það er því nóg fyrir stafni hjá kórnum á næstunni en hafa æfingar staðið yfir með hléum frá því um haustið 2023.
Meira

Óskað eftir tilnefningum til landbúnaðarverðlauna 2025

Óskað er eftir tilnefningum til landbúnaðarverðlauna matvælaráðuneytisins sem atvinnuvegaráðherra veitir árlega í tengslum við Búnaðarþing. Öllum er frjálst að senda inn tilnefningar um bændabýli eða önnur landbúnaðarfyrirtæki og félög sem talin eru hafa verið til fyrirmyndar að einhverju leyti í íslenskum landbúnaði á síðasta ári.
Meira

Úr appelsínugulu yfir í rautt

Veðurstofa Íslands hefur nú uppfært úr appelsínugulri viðvörun yfir í rauða fyrir Norðurland vestra og Strandir í dag og á morgun. Útlit er sem hér segir af vef veðurstofunnar. Fréttamiðlar hafa ekki undan að skrifa veðurfréttir og uppfæra áður skrifaðar fréttir því veðurspáin versnar stöðugt og nú er ekki annað hægt en að vona að nú sé toppnum náð. 
Meira

Tindur lét vita þegar systir Orra fór ein út | Ég og gæludýrið mitt

Í Fellstúninu á Króknum býr Orri Freyr Tómasson og hundurinn Tindur. Foreldrar Orra eru Tómas Pétur Heiðarsson og Agnes Ósk Gunnarsdóttir en Orri á einnig tvær systur sem heita Klara Sjöfn og Fanney Embla. Hundurinn hans Orra, Tindur, er smáhundur af tegundinni Bichon Frise og það sem einkennir þá útlitslega er að þeir er yfirleitt mjallahvítir en geta stundum verið með ljósbrúna bletti í sér fyrir 12 mánaða aldur.
Meira

Thai kjúklingaréttur og Toblerone-mús | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl 17, 2024 voru Guðrún Sonja Birgisdóttir og Magnús Eyjólfsson. Guðrún og Magnús eru eigendur af Retro Mathús sem þau reka á sumrin á Hofsósi en á veturna starfar Guðrún í Vörumiðlun og Mangi bæði múrar og flísaleggur. Guðrún er uppalin í Skagafirði, bæði á Sauðárkróki og á Hofsósi, en Magnús ólst aðallega upp í Svíþjóð en þau eru búsett á Hofsósi í dag.
Meira

Opið bréf til sveitarstjóra og sveitarstjórnar Skagafjarðar

Starfsmenn leikskólans Ársala, sem ekki eru í verkfalli, hafa sent opið bréf til sveitarstjóra og sveitarstjórnar Skagafjarðar. Þar er meðal hnykkt á því að óvissan yfir því hversu langt verkfallið geti orðið sé þeim erfið en tekið skýrt fram að þeir standi algjörlega með kennurum í þeirra kjarabaráttu.
Meira