Skagafjörður

Þrjú fjós í byggingu og eitt á teikniborðinu

Það hlýtur að teljast til tíðinda og ekki árlegur viðburður að byggingaverktakar í Skagafirði standi í ströngu við að byggja ekki eitt heldur þrjú fjós og það fjórða er á teikniborðinu. Fyrst ber að nefna 1000 m2 fjós á bænum Ytri Hofdölum í Viðvíkursveit, 843 m2 fjós í Flugumýrarhvammi í Blönduhlíð og að lokum 1100 m2 viðbygging við fjósið sem fyrir er á Gili í Skarðshreppi hinum forna.
Meira

Stólarnir negla samning við Nesa

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við heimamanninn Hannes Inga Másson um að leika með liðinu á komandi tímabili í Bónus-deildinni. Hannes þarf vart að kynna fyrir Tindastólsfólki og það eru ákaflega ánægjuleg tíðindi að hann taki slaginn með liðinu áfram.
Meira

Fulltrúar ferðaskrifstofa heimsóttu Norðurland vestra

Á vef SSNV er sagt frá því að í síðustu viku hafi starfsfólk nokkurra ferðaskrifstofa frá Reykjavík, alls níu manns, verið á ferð um Norðurland vestra. Ferðalagið, sem var skipulagt í samstarfi við Markaðsstofu Norðurlands, stóð í tvo daga og heppnaðist einstaklega vel.
Meira

Frítt í landsbyggðarstrætó á bíllausa daginn

Vegagerðin tekur virkan þátt í Evrópsku samgönguvikunni, meðal annars með því að hafa frítt í landsbyggðarstrætó á bíllausa daginn, sunnudaginn 22. september. Á netsíðu Vegagerðarinnar segir að borgir og bæir á Íslandi hafi tekið þátt í Evrópsku samgönguvikunni frá árinu 2002. Samgönguvikan er samstillt átak sveitarfélaga í Evrópu sem er ætlað að ýta undir sjálfbærar samgöngur.
Meira

Skólafólk nestaði sig inn í nýtt skólaár

Haustþing Kennarasambands Norðurlands vestra fór fram í Miðgarði í Varmahlíð þann 30. ágúst síðastliðinn. Formaður KSNV er Álfhildur Leifsdóttir kennari við Árskóla á Sauðárkróki og hún féllst á að svara nokkrum spurningum Feykis um þingið og eitt og annað tengt skólamálum.
Meira

Sálfélagsleg þjónusta við börn og ungmenni efld hjá HSN með nýju geðheilsuteymi barna

Eins og tilkynnt hefur verið mun þjónusta sem barna- og unglingageðteymi (BUG) hefur veitt á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) færast til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) frá og með 1. október. Verður hún hluti af sálfélagslegri þjónustu HSN sem hefur sinnt grunnþjónustu (vægum til miðlungs vanda) við börn og fullorðna og sinnt einstaklingum með alvarlegri og flóknari vanda innan geðheilsuteymis fullorðinna.
Meira

Hvítserkur og Glaumbær eru mest sóttu ferðamannastaðirnir á Norðurlandi vestra

Húnahornið lagðist yfir frétt Morgunblaðinu þar sem var fjallað um aðsókn á vinsæla ferðamannastaði á Íslandi. Hvítserkur er sennilega eitt frægasta kennileiti svæðisins ásamt Drangey á Skagafirði en það er heldur einfaldara að heimsækja Hvítserk. Það sem vekur athygli er gríðarleg aukning á heimsóknum ferðamanna að Hvítserk. Metaðsókn var í fyrra frá því að mælingar hófust árið 2021 en árið 2023 heimsóttu tæplega 82 þúsund manns staðinn en í ár er talan komin í ríflega 124 þúsund heimsóknir og árið langt því frá liðið.
Meira

„Bara“ kennari | Álfhildur Leifsdóttir skrifar

„Núna er nóg“ var sagt fyrir síðustu kjarasamninga kennara. En það „núna“ sem var þá, var ekki góður tími. Alveg eins og samningarnir þar áður voru líka á slæmum tíma fyrir samfélagið. Og kennarar svona samfélagsvænir, gáfu eftir. Gerðu stutta samninga með litlum kjarabótum.
Meira

Ítrekuðu kröfu um byggðakvóta og takmörkun á dragnótaveiðum

Aðalfundur Drangeyjar – smábátafélags Skagafjarðar var haldinn 11. september síðastliðinn. Samþykktu fundarmenn tíu ályktanir og meðal annars var ítrekuð krafa um takmörkun á dragnótaveiðum á Skagafirði í samræmi við fyrra fyrirkomulag veiðanna, þ.e. að svæðinu innan línu úr Ásnefi í vestri í Þórðarhöfða/Kögur í austri verði lokað fyrir veiðum með dragnót. Þá leggur Drangey áherslu á að byggðakvóta í Skagafirði verði einungis úthlutað dagróðrabáta sem eru minni en 30 brt.
Meira

Sendiherra ESB heimsótti Byggðastofnun í morgun

Sendiherra ESB á Íslandi, Clara Ganslandt, heimsótti Byggðastofnun ásamt fylgdarliði í morgun en þau voru mætt á Krókinn til að kynna sér starfsemi stofnunarinnar. Hópurinn er á ferðalagi um landið í tilefni þess að 30 ár eru síðan samningur um EES tók gildi og er að kynna samstarfsáætlanir ESB á sviði menntunar, menningar, rannsókna, nýsköpunar og æskulýðsstarfs.
Meira