Skagafjörður

Rocky Horror á fjalir í Bifröst

Nemendafélag Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra frumsýnir fimmtudaginn 13. febrúar nk. Rocky Horror sem þarf nú sennilega ekki að kynna mikið fyrir fólki frekar en leikstjórann Eystein Ívar Guðbrandsson sem leikið hefur í uppsetingum Leikfélags Sauðárkóks frá unga aldri, en fyrir þá lesendur sem ekki þekkja Eystein þá er hann einn af sex systkinum í miðju hollinu, á tvær eldri systur, eina yngri og tvo yngri bræður. Hann er sonur Guðbrandar J. Guðbrandssonar og Sigurlaugar Vordísar Eysteinsdóttur, fæddur og uppalinn á Sauðárkróki.
Meira

Piccata kjúklingur og Creme brulée | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl 30, 2024, voru Muggur og Lóa (Guðmundur Árnason og Ólöf Hartmannsdóttir) en þau búa á Sólvöllum, Skagfirðingabraut 15, á Sauðárkróki. Mugg þekkja flestir á Króknum en hann hefur verið vallarstjóri á golfvellinum í rúm 20 ár en Lóa starfar sem grunnskólakennari í Árskóla.
Meira

Kennarar stóðu þétt saman á Sauðárkróki

Kennnarar héldu samstöðufundi á í það minnsta fjórum stöðum á landinu í gær, þar með talið á Sauðárkróki, þar sem þeir vildu setja þrýsting á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því að samið verði við kennara. Um 70 kennarar mættu á Kirkjutorgið á Sauðárkróki og stóðu þétt saman.
Meira

112 dagurinn á morgun, 11. febrúar

Á morgun, þriðjudaginn 11. febrúar, er að venju 112 dagurinn og verður hann haldinn hátíðlegur um land allt. Dagsetningin 11. 2. á að minna okkur á neyðarnúmer allra landsmanna, 112 og er mikilvægt að minna á þetta númer af því þetta er eina númerið sem landsmenn þurfa að þekkja í neyð.
Meira

Opið fyrir umsóknir um styrki til atvinnumála kvenna!

Nú er opið fyrir styrki til atvinnumála kvenna og er umsóknarfrestur til og með 14. mars. Hægt er að sækja um styrki til vöruþróunar, markaðssetningar og vegna launakostnaðar (fyrir nýlega stofnuð fyrirtæki), Hámarksstyrkur er 4 m.kr. og er hægt að sækja um styrki fyrir helmingi kostnaðar. Einnig er hægt að sækja um styrki til gerðar viðskiptáætlana að upphæð kr. 600.000.
Meira

Vann til sex verðlauna á Unglingalandsmótinu sl. sumar

Það er komið að næsta íþróttagarpi en það er engin önnur en Súsanna Guðlaug Halldórsdóttir. Súsanna er fædd árið 2009 í Árósum í Danmörku en flutti 18 mánaða á Ríp 3 í Hegranesinu í Skagafirði. Foreldrar hennar eru Hildur Þóra Magnúsdóttir og Halldór Brynjar Gunnlaugsson en hún á einnig tvo eldri bræður, þá Magnús Hólm og Brynjar Þór.
Meira

Kjúklingaréttur og ástríðufull marengsterta | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl. 29, 2024, var Margrét Árnadóttir, Hofsósingur með siglfirskt og Strandablóð í æðunum. Margrét er búfræðingur og líður best í sveit með kindum og kúm. Hún hefur unnið í KS Hofsósi undanfarin ár ásamt því að vinna í fjósi frá því síðasta haust þar sem hún uppgötvaði að henni líkar mun betur við kýr en hana grunaði. Sl. haust skildu þó leiðir þar sem hún dreif sig í stórborgina og fór að vinna í leikskóla.
Meira

Erfið byrjun Stólastúlkna í Lengjubikarnum

Það er óhætt að segja að lið Þórs/KA hafi ekki sýnt Stólastúlkum neina miskunn þegar liðin mættust í Boganum á Akureyri seinni partinn í dag í fyrstu umferð Lengjubikarsins. Þær akureysku voru í miklum ham og tóku forystuna eftir þrjár mínútur. Staðan var síðan 5-0 í hálfleik og fór svo á endanum að lokatölur voru 9-0.
Meira

Æfingamót í Portúgal | Dagbók Elísu Bríetar

Feykir hefur ítrekað sagt frá ævintýrum knattspyrnustúlknanna frá Skagaströnd, Birgittur Rúnar Finnbogadóttur og Elísu Bríetar Björnsdóttur, og það er engin leið að hætta. Þær spila með Bestu deildar liði Tindastóls og voru báðar valdar í 22 kvenna landsliðshóp U17 liðs Íslands og fóru með liðinu til Portúgal nú seint í janúar en þar tók liðið þátt í fjögurra liða æfingamóti. Feykir plataði Elísu Bríeti til að halda eins konar dagbók og segja lesendum Feykis frá því hvað gerist í landsliðsferðum.
Meira

Innviðaráðuneytið vísaði kæru Álfhildar frá

Nokkur ágreiningur varð meðal sveitarstjórnarfólks í Skagafirði í upphafi kennaraverkfalls í lok október. Álfhildur Leifsdóttir, áheyrnarfulltrúi VG og óháðra í byggðarráði Skagafjarðar, sem einnig er formaður Kennarasamband Norðurlands vestra, fór þess á leit að tekin yrði á dagskrá fundar í byggðarráði 30. október „...sú ákvörðun að ætla sér að hafa leikskólann að mestu opinn í verkfalli“. Var erindið tekið fyrir en Álfhildur kosin vanhæf til þátttöku í umræðunni um erindið með öllum greiddum atkvæðum fulltrúa Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Byggðalistans. Álfhildur var ósátt og kærði þann gjörning til innviðaráðuneytisins sem komst að þeirri niðurstöðu í lok nóvember að vísa bæri málinu frá.
Meira