Metfjöldi nemenda í sögu skólans
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Fréttir
21.09.2024
kl. 09.00
Á þessari haustönn hófu 800 nemendur nám við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra að fjarnemum meðtöldum og er þetta metfjöldi í sögu skólans. Skólinn býður upp á afar fjölbreytt nám bæði bóklegt og verklegt. Boðið er upp á fimm námsbrautir til stúdentsprófs, sex iðnnámsbrautir og sex starfsnámsbrautir auk starfsbrautar. Það nýjasta í þessum efnum er nám í bifvélavirkjun, rafveituvirkjun og kvikmyndagerð. Feykir hafði samband við Þorkel V. Þorsteinsson, Kela, aðstoðarskólameistara FNV og lagði fyrir hann örfáar spurningar.
Meira