Skagafjörður

Lærapottur og rabarbarapæ | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl. 26, 2024, voru þau Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson og Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir. Ægir þekkja flestir Skagfirðingar, hann er myndlistarkennari í Árskóla og fjöllistamaður og Guðrún vinnur hjá Landsvirkjun. Ægir er Króksari sem á ættir að rekja í Hafnarfjörðinn og Eskifjörð og Guðrún segist vera Norðlendingur en býr í dag á Akureyri.
Meira

Naumt tap Tindastólspilta á Dalvík

Karlalið Tindastóls spilaði sinn fyrsta leik í Lengjubikarnum nú í dag og var andstæðingurinn sameinað lið Dalvíkur og Reynis. Leikið var á Dalvík og fóru leikar þannig að heimamenn höfðu betur, unnu leikinn 2-1.
Meira

Indverskur gúllasréttur og karamellukaka | Matgæðingur Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl. 20, 2024, voru þau Karítas Sigurbjörg Björnsdóttir og Sigurður Arnar Björnsson. Þau búa í fallega rauða húsinu á Bárustígnum á Króknum ásamt börnum þeirra tveim, Ingu Rún og Björn Aron.
Meira

„Ég sé ekki eftir því í eina sekúndu að hafa flutt” segir Gunnar oft | Velkomin heim

Skagfirðingurinn og tvíburinn Sólrún Harpa Heiðarsdóttir flutti til Reykjavíkur árið 2008 en er nú komin aftur heim á Krókinn ásamt eiginmanni sínum, Gunnari Oddi Halldórssyni. Foreldrar Sólrúnar eru þau Anna Kristjánsdóttir frá Skatastöðum og Heiðar Borgar Björnsson frá Borgargerði. Sólrún á þrjú systkini, eldri bróður sem heitir Kristján Ingibergur, tvíburabróðurinn Tómas Pétur og yngri systur hana Unni Fjólu. Sólrún og Gunnar eiga saman þrjú börn, Guðbjörgu Heru, Daníel Guðna og Vigdísi Heklu og hafa þau komið sér vel fyrir í Nestúninu. Sólrún vinnur á Leikskólanum Ársölum (yngra stig) og Gunnar vinnur hjá Íslenska gámafélaginu.
Meira

Skíðadeild Tindastóls undirritar rekstrarsamning við Skagafjörð

Í tilkynningu frá skíðadeild Tindastóls segir að á dögunum hafi verið undirritaður rekstrarsamningur við sveitarfélagið svo nú styttist í opnun á Skíðasvæðinu í Tindastól það er að segja ef það kemur snjór.
Meira

Verið að meta tjónið á körfuboltavellinum við Árskóla

Það fór ekki framhjá neinum að það hvessti duglega í vikunni og það um allt land. Víða varð tjón af völdum vindsins og þar má meðal annars nefna fagurbláa körfuboltavöllinn við Árskóla á Sauðárkróki. Að sögn Gunnars Páls Ólafssonar, verkstjóra Þjónustumiðstöðvar á Veitu- og framkvæmdasviði hjá sveitarfélaginu Skagafirði, varð foktjón á vellinum en talsvert af mottum brotnuðu þegar þær slitnuðu í sundur í veðurhamnum.
Meira

Norðlenskir knapar stóðu fyrir sínu

Keppt var í slaktaumatölti í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum en mótið fór fram í Horse Day höllinni í Ingólfshvoli í Ölfusi. Á meðal þeirra sex sem komust í A-úrslit voru tveir knapar af Norðurlandi vestra en það voru Helga Una Björnsdóttir frá Syðri-Reykjum í Húnaþingi vestra og Eyrún Ýr Pálsdóttir frá Flugumýri í Skagafirði.
Meira

Sloppy Joe og heimatilbúinn ís | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl. 19, 2024, voru Tómas Pétur Heiðarsson og Agnes Ósk Gunnarsdóttir. Tómas er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki en Agnes kemur frá Selfossi en flutti í Mosfellsbæinn á unglingsárunum. Tómas og Agnes kynntust árið 2007 þegar þau unnu bæði upp í Kárahnjúkum en það var ekki fyrr en árið 2019 sem Tómas náði loksins að draga Agnesi í fjörðinn fagra. Tómas starfar hjá Vörumiðlun og Agnes er hársnyrtir á Klippiskúrnum. Þau eiga saman þrjú börn, Fanneyju Emblu, fædda 2009, Orra Frey, fæddan 2012 og Köru Sjöfn, fædda árið 2019. Þau eiga einnig hundinn Tind sem er sex ára gamall Bichon Frise.  
Meira

Dagur leikskólans! | Ásbjörg Valgarðsdóttir skrifar

Rauð viðvörun er í dag á Degi leikskólans og allt skólahald liggur niðri í Skagafirði. Leikskólinn minn er lokaður og hefur reyndar verið lítið um að börn hafi fengið að koma þangað síðustu daga vegna verkfalls. Vikurnar fyrir verkfall þurftum við líka að loka deildum og senda börn heim vegna manneklu. Þá þurftu kennarar og annað starfsfólk að hlaupa hraðar til að láta daginn ganga upp. Er það það sem við viljum? Náum við að vinna okkar faglega starf þannig? Náum við að horfa á þarfir hvers og eins og grípa þá sem þurfa meiri aðstoð? Nei, nei það getum við ekki og það er ekki það sem við viljum.
Meira

Þrjú lið af Norðurlandi vestra í Lengjubikarnum

Undirbúningstímabil knattspyrnufólks hefst fyrir alvöru um helgina þegar Lengjubikarinn fer í gang. Þrjú lið af Norðurlandi vestra taka þátt í keppninni þennan veturinn; Bestu deildar lið Tindastólskvenna spilar í riðli 1 í A deild, Kormákur/Hvöt tekur aldrei þessu vant þátt í Lengjubikarnum en Dominic Furness þjálfari mætir til leiks með sína kappa í 1. riðli B deildar og þá mætir Konni með Tindastólspiltana í riðil 4 í B deild.
Meira